„Valsarar miklu betri en við í seinni hálfleik“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. apríl 2023 21:43 Lárus er kominn með ansi langan sjúkralista í hendurnar Vísir/Bára Dröfn Valsmenn fóru með nokkuð afgerandi og öruggan sigur af hólmi gegn Þórsurum í 4-liða úrslitum Subway-deildarinnar í kvöld, lokatölur 91-65. Þórsarar mættu laskaðir til leiks, Vincent Shahid veikur og Pablo Hernandez puttabrotinn. Eftir aðeins rúmar tvær mínútur bættist Jordan Semple svo á sjúkralistann. Lárus Jónsson þjálfari Þórs virtist ekkert vera neitt sérstaklega svekktur með tapið í leikslok. Það var allan daginn ljóst að það yrði erfitt að sækja sigur og þegar Jordan Semple meiddist var brekkan orðin ansi brött. „Já þetta var brekka, sérstaklega eftir að Jordan datt út. Þá vissum við að það yrði erfitt að sækja sigur. Við reyndum okkur besta og mér fannst við spila vel, sérstaklega í öðrum leikhluta en enduðum hann ekki alveg nóg vel. Erum ellefu undir í staðinn fyrir að fara með 6-7 stiga mun í hálfleik sem hefði gefið okkur byr undir báða vængi. Svo bara voru Valsarar miklu betri en við í seinni hálfleik. Þá kannski kom liðsmunur í ljós.“ Sjúkralistinn er orðinn í lengra lagi hjá Þórsurum en Lárus vonaðist eftir að Jordan Semple yrði ekki lengi á þeim lista. Um að gera að vera bjartsýnn, spurning um hversu raunhæft þetta mat er þó. „Þetta var örugglega bara einhver tognun í vöðva. Acox kemur eitthvað og rykkir í hann og hann tognar. Ég veit ekki alveg hvernig staðan er. Tognun, er hann ekki bara einn tvo daga að jafna sig á því?“ Lárus sagði að undirbúningurinn fyrir næsta leik yrði ekkert frábrugðinn síðustu æfingum þrátt fyrir langan sjúkralista. Nú væri það fyrst og fremst andlega hliðin sem skipti máli. „Bara það sem við erum að gera alla daga. Núna horfum við eitthvað á þennan leik, en ég veit ekki alveg hvað ég get tekið mikið út úr honum. Svo bara mætum við Völsurum heima. Ég held að hvorugt liðið hafi verið að sýna mikið nýtt í dag. Liðin eru farin að þekkja hvort annað ofboðslega vel. Annars snýst þetta held ég bara meira um hausinn á sunnudaginn frekar en einhverja svakalega taktík.“ Hversu mikið er hægt að taka út úr leik þar sem minni spámenn fá svona mikinn spilatíma, sem þeir fá e.t.v. ekki aftur á tímabilinu? „Ekki nema kannski bara fyrir þá. Fyrir þá er þetta náttúrulega ótrúleg upplifun að fá að spila hérna í Valsheimilinu með fullt af áhorfendum og kannski á móti leikmönnum sem þeir vanalega fá aldrei að spila á móti og í þessari stemmingu. Við kannski getum ekki tekið neitt rosalega mikið út úr þessu en fyrir þessa kappa sem voru að spila margar mínútur þá á þessi leikur eftir að lifa með þeim það sem eftir er.“ Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Þór Þorl. 91-65 | Meistararnir á lífi eftir stórsigur Íslandsmeistarar Vals unnu sannkallaðan stórsigur er liðið tók á móti Þór frá Þorlákshöfn í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 91-65. 27. apríl 2023 20:53 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Sjá meira
Lárus Jónsson þjálfari Þórs virtist ekkert vera neitt sérstaklega svekktur með tapið í leikslok. Það var allan daginn ljóst að það yrði erfitt að sækja sigur og þegar Jordan Semple meiddist var brekkan orðin ansi brött. „Já þetta var brekka, sérstaklega eftir að Jordan datt út. Þá vissum við að það yrði erfitt að sækja sigur. Við reyndum okkur besta og mér fannst við spila vel, sérstaklega í öðrum leikhluta en enduðum hann ekki alveg nóg vel. Erum ellefu undir í staðinn fyrir að fara með 6-7 stiga mun í hálfleik sem hefði gefið okkur byr undir báða vængi. Svo bara voru Valsarar miklu betri en við í seinni hálfleik. Þá kannski kom liðsmunur í ljós.“ Sjúkralistinn er orðinn í lengra lagi hjá Þórsurum en Lárus vonaðist eftir að Jordan Semple yrði ekki lengi á þeim lista. Um að gera að vera bjartsýnn, spurning um hversu raunhæft þetta mat er þó. „Þetta var örugglega bara einhver tognun í vöðva. Acox kemur eitthvað og rykkir í hann og hann tognar. Ég veit ekki alveg hvernig staðan er. Tognun, er hann ekki bara einn tvo daga að jafna sig á því?“ Lárus sagði að undirbúningurinn fyrir næsta leik yrði ekkert frábrugðinn síðustu æfingum þrátt fyrir langan sjúkralista. Nú væri það fyrst og fremst andlega hliðin sem skipti máli. „Bara það sem við erum að gera alla daga. Núna horfum við eitthvað á þennan leik, en ég veit ekki alveg hvað ég get tekið mikið út úr honum. Svo bara mætum við Völsurum heima. Ég held að hvorugt liðið hafi verið að sýna mikið nýtt í dag. Liðin eru farin að þekkja hvort annað ofboðslega vel. Annars snýst þetta held ég bara meira um hausinn á sunnudaginn frekar en einhverja svakalega taktík.“ Hversu mikið er hægt að taka út úr leik þar sem minni spámenn fá svona mikinn spilatíma, sem þeir fá e.t.v. ekki aftur á tímabilinu? „Ekki nema kannski bara fyrir þá. Fyrir þá er þetta náttúrulega ótrúleg upplifun að fá að spila hérna í Valsheimilinu með fullt af áhorfendum og kannski á móti leikmönnum sem þeir vanalega fá aldrei að spila á móti og í þessari stemmingu. Við kannski getum ekki tekið neitt rosalega mikið út úr þessu en fyrir þessa kappa sem voru að spila margar mínútur þá á þessi leikur eftir að lifa með þeim það sem eftir er.“
Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Þór Þorl. 91-65 | Meistararnir á lífi eftir stórsigur Íslandsmeistarar Vals unnu sannkallaðan stórsigur er liðið tók á móti Þór frá Þorlákshöfn í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 91-65. 27. apríl 2023 20:53 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Þór Þorl. 91-65 | Meistararnir á lífi eftir stórsigur Íslandsmeistarar Vals unnu sannkallaðan stórsigur er liðið tók á móti Þór frá Þorlákshöfn í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 91-65. 27. apríl 2023 20:53