Viðskipti innlent

Þóra nýr forstjóri Nóa Síríus

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Þóra tekur við sem forstjóri um mánaðamótin.
Þóra tekur við sem forstjóri um mánaðamótin.

Þóra Gréta Þórisdóttir hefur verið ráðin forstjóri Nóa Síríus og tekur við starfinu af Lasse Ruud-Hansen, sem hefur gengt því frá árinu 2021. Lasse hverfur nú til annarra starfa hjá Orkla-samstæðunni og tekur Þóra við um mánaðamót.

Frá þessu er greint í tilkynningu frá Nóa Síríus. Þar kemur fram að Þóra hefur starfað sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs fyrirtækisins undanfarið. Þá búi hún yfir langri reynslu í matvælaiðnaði og þekki greinina bæði innanlands og utan. 

„Þróun og árangur Nóa Síríusar hefur verið afar góður frá kaupum Orkla í júní 2021 og fyrirtækið hefur að okkar mati burði til að halda áfram að vaxa,“ segir Rolf Arnljot Strøm, stjórnarformaður Nóa Síríusar í tilkynningunni.

Orkla festi kaup á Nóa sumarið 2021 en hafði þar áður átt 20% hlut í fyrirtækinu árin tvö á undan. Finnur Geirsson, sem hafði þá verið forstjóri fyrirtækisins í 31 ár, lét í kjölfarið af störfum og Lasse tók við.


Tengdar fréttir





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×