„Varnarlega djöfulsins kraftur í öllum, það er það sem skapar þetta“ Siggeir Ævarsson skrifar 25. apríl 2023 21:44 Hörður Axel Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, fer yfir málin með sínu liði í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Herði Axel Vilhjálmssyni, þjálfara Keflavíkur, var tíðrætt um samvinnu og liðsheild, eftir sigur hans kvenna á Val í úrslitaviðureign liðanna í Subway-deild kvenna í Keflavík í kvöld. Hans konur náðu að kalla fram þá kosti sem skiluðu þeim deildarmeistaratitlinum. „Bara sama og í allan vetur. Orka og kraftur, gera hlutina saman og allir að vinna saman. Finna besta skotið sóknarlega. Varnarlega djöfulsins kraftur í öllum, það er það sem skapar þetta. Þá fáum við auðveldar körfur hinumegin og gerir lífið miklu auðveldara.“ „Þetta eru bara við. Þetta er bara það sem við stöndum fyrir. Við fórum yfir það svolítið fyrir þennan leik, hvað við stöndum fyrir. Við erum svolítið búin að fara frá því og það er líka mér að kenna.“ Keflavík hóf leikinn með miklum látum og komust í 12-0 áður en Valskonur náðu að setja stig á töfluna. Þá sjaldan sem Valskonur gerðu sig líklegar til að komast inn í leikinn svöruðu Keflvíkingar, en Hörður taldi upp nánast alla leikmenn liðsins þegar hann fór yfir frammistöður einstakra leikmanna. „Við fengum framlag líka frá mörgum á tímapunktum þegar þær voru að hóta því að koma til baka sem er dýrmætt. Katla setur hérna risastóran þrist til að ísa leikinn og Agnes var rosa flott. Eygló líka þegar hún kom inn, Emelía kemur inn í byrjunarliðið og gerir rosalega vel. Ég gæti haldið áfram. Þetta var bara sama og við höfum verið að vinna með á liðsheildinni. Í hverjum leik stígur einhver ný upp.“ Samvinna er orðið sem Hörður valdi til að kjarna leikinn. „Ég myndi segja samvinna. Samvinna milli allra, ég held að það sé lykill að þessu.“ Hörður vildi ekki meina að þessi sterka frammistaða myndi skila þeim miklum meðbyr í næsta leik. Hann var raunar ekkert farinn að hugsa um hann og vissi ekki einu sinni hvenær sá leikur er! (Hann er á föstudaginn fyrir áhugasama). „Það er bara nýr leikur. Þessi leikur hjálpar okkur ekkert þá. Við eigum einn leik núna, sem ég veit ekki einu sinni hvenær er, við vorum bara að spila þennan leik. Ég fer inn í klefa og fer yfir það hvenær næsti leikur er og verð tilbúinn þá.“ – Sagði Hörður að lokum, sem er vonandi ekki búinn að bóka sig neitt annað á föstudagskvöldið. Subway-deild kvenna Valur Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Valur 78-66 | Keflvíkingar halda úrslitaeinvíginu á lífi Keflavík vann afar mikilvægan tólf stiga sigur er liðið tók á móti Val í þriðja leik liðanna í úrslitum Subway-deildar kvenna í körfubolta í kvöld, 78-66. Keflvíkingar voru með bakið upp við vegg fyrir leik kvöldsins, en komu í veg fyrir að Valskonur tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld. 25. apríl 2023 20:56 Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Sjá meira
„Bara sama og í allan vetur. Orka og kraftur, gera hlutina saman og allir að vinna saman. Finna besta skotið sóknarlega. Varnarlega djöfulsins kraftur í öllum, það er það sem skapar þetta. Þá fáum við auðveldar körfur hinumegin og gerir lífið miklu auðveldara.“ „Þetta eru bara við. Þetta er bara það sem við stöndum fyrir. Við fórum yfir það svolítið fyrir þennan leik, hvað við stöndum fyrir. Við erum svolítið búin að fara frá því og það er líka mér að kenna.“ Keflavík hóf leikinn með miklum látum og komust í 12-0 áður en Valskonur náðu að setja stig á töfluna. Þá sjaldan sem Valskonur gerðu sig líklegar til að komast inn í leikinn svöruðu Keflvíkingar, en Hörður taldi upp nánast alla leikmenn liðsins þegar hann fór yfir frammistöður einstakra leikmanna. „Við fengum framlag líka frá mörgum á tímapunktum þegar þær voru að hóta því að koma til baka sem er dýrmætt. Katla setur hérna risastóran þrist til að ísa leikinn og Agnes var rosa flott. Eygló líka þegar hún kom inn, Emelía kemur inn í byrjunarliðið og gerir rosalega vel. Ég gæti haldið áfram. Þetta var bara sama og við höfum verið að vinna með á liðsheildinni. Í hverjum leik stígur einhver ný upp.“ Samvinna er orðið sem Hörður valdi til að kjarna leikinn. „Ég myndi segja samvinna. Samvinna milli allra, ég held að það sé lykill að þessu.“ Hörður vildi ekki meina að þessi sterka frammistaða myndi skila þeim miklum meðbyr í næsta leik. Hann var raunar ekkert farinn að hugsa um hann og vissi ekki einu sinni hvenær sá leikur er! (Hann er á föstudaginn fyrir áhugasama). „Það er bara nýr leikur. Þessi leikur hjálpar okkur ekkert þá. Við eigum einn leik núna, sem ég veit ekki einu sinni hvenær er, við vorum bara að spila þennan leik. Ég fer inn í klefa og fer yfir það hvenær næsti leikur er og verð tilbúinn þá.“ – Sagði Hörður að lokum, sem er vonandi ekki búinn að bóka sig neitt annað á föstudagskvöldið.
Subway-deild kvenna Valur Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Valur 78-66 | Keflvíkingar halda úrslitaeinvíginu á lífi Keflavík vann afar mikilvægan tólf stiga sigur er liðið tók á móti Val í þriðja leik liðanna í úrslitum Subway-deildar kvenna í körfubolta í kvöld, 78-66. Keflvíkingar voru með bakið upp við vegg fyrir leik kvöldsins, en komu í veg fyrir að Valskonur tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld. 25. apríl 2023 20:56 Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Valur 78-66 | Keflvíkingar halda úrslitaeinvíginu á lífi Keflavík vann afar mikilvægan tólf stiga sigur er liðið tók á móti Val í þriðja leik liðanna í úrslitum Subway-deildar kvenna í körfubolta í kvöld, 78-66. Keflvíkingar voru með bakið upp við vegg fyrir leik kvöldsins, en komu í veg fyrir að Valskonur tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld. 25. apríl 2023 20:56