Viðskipti innlent

Sólin sest á Granda

Eiður Þór Árnason skrifar
Það munu ekki fara fram fleiri jógatímar fram í þessu rými við Fiskislóð í bráð.
Það munu ekki fara fram fleiri jógatímar fram í þessu rými við Fiskislóð í bráð. Sólir

Sólum Jógastúdíói á Fiskislóð í Reykjavík hefur verið lokað eftir um átta ára starfsemi. Stöðin var lengst af í eigu Sólveigar Þórarinsdóttur, sjúkraþjálfara og jógakennara sem stofnaði Sólir eftir að hún hætti störfum sem verðbréfamiðlari og sneri sér alfarið að jóganu.

Greint er frá lokuninni á Facebook-síðu stöðvarinnar og iðkendum boðið að nýta kort sín hjá Jóga Shala í Skeifunni. Þá segir að flestir kennarar muni jafnframt flytjast þangað og halda þar áfram kennslu. 

13,7 milljóna króna samanlagt tap var á rekstri Sóla Invest ehf., rekstrarfélagi stöðvarinnar, árin 2020 og 2021, samkvæmt framlögðum ársreikningi. Mbl.is fullyrðir að félagið Investar ehf., í eigu Gunn­ars Henriks B. Gunn­ars­son­ar, hafi keypt jóga­stöðina í ág­úst síðastliðnum og hefur áður rætt við Sólveigu um rekstrarvanda jógastúdíósins sem glímdi við mikla erfiðleika eftir að heimsfaraldur kórónuveiru braust út hér á landi árið 2020.

Tveimur árum fyrr var jógastúdíóið útnefnt jógastöð ársins í Evrópu af vefmiðlinum Luxury Travel Guide. Rætt var við Sólveigu í Harmageddon á X-inu 977 árið 2019. Þar lýsti hún því meðal annars hvernig hún kúvendi lífi sínu eftir að hafa starfað í mörg ár í fjármálageiranum.


Tengdar fréttir

Jóga líflínan í umbreytingarferlinu

Sólveig Þórarinsdóttir umturnaði lífi sínu, hætti starfi sínu í fjármálageiranum og hóf að iðka og kenna jóga af miklum móð. Hún segir að ekki verði aftur snúið úr því sem komið er. Lykillinn er að finna jóga sem hentar hverjum og einum.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×