Viðskipti innlent

Kaupir fyrir rúmlega tvöhundruð milljónir í Regin

Máni Snær Þorláksson skrifar
Halldór Benjamín tekur við starfi forstjóra Regins í sumar.
Halldór Benjamín tekur við starfi forstjóra Regins í sumar. Vísir/Vilhelm

Halldór Benjamín Þorbergsson, sem tekur við starfi forstjóra Regins í sumar, er búinn að kaupa hlutabréf í félaginu fyrir rúmlega tvöhundruð milljónir króna. Í tilkynningu til Kauphallarinnar kemur fram að kaupin eru gerð í gegnum Optio ehf. en um er að ræða félag sem er alfarið í eigu Halldórs.

Alls keypti verðandi forstjórinn átta milljónir hluta í félaginu á genginu 25,4 krónur á hlut. Greint var frá því í síðustu viku að Halldór væri að láta af störfum sem framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eftir að hafa gegnt stöðunni í sjö ár.

Halldór mun taka við stöðu forstjóra Regins í sumar en hann tekur við starfinu af Helga S. Gunnarssyni sem hefur gegnt starfinu frá stofnun félagsins árið 2009. Helgi mun láta af störfum í fyrirtækinu er Halldór tekur við en hann mun þó vera nýjum forstjóra innan handar til að byrja með.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×