Viðskipti innlent

Helga Lára og Hjalti Már ráðin til fyrir­tækja­ráð­gjafar Arion

Atli Ísleifsson skrifar
Helga Lára Hauksdóttir og Hjalti Már Hauksson.
Helga Lára Hauksdóttir og Hjalti Már Hauksson. Arion

Helga Lára Hauksdóttir og Hjalti Már Hauksson hafa verið ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Arion banka.

Í tilkynningu segir að Helga Lára hafi starfað á fjármálamarkaði í tæplega fimmtán ár, nú síðast hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna þar sem hún hafi sinnt verkefnum sem tengjast eignastýringu og fjárfestingum hér á landi sem og erlendis. 

„Áður vann Helga Lára hjá Arion banka, Kaupþingi og lögmannstofunni Olswang í London. Helga er lögfræðingur frá Háskóla Íslands með áherslu á viðskipta- og skattarétt.

Hjalti Már hefur starfað hjá Arion banka frá árinu 2010, nú síðast sem viðskiptastjóri á fyrirtækjasviði þar sem hann hefur sinnti verkefnum á sviði laxeldis, sjávarútvegs og fasteigna. Áður gegndi Hjalti meðal annars starfi lánastjóra á fyrirtækjasviði og sérfræðings á viðskiptabanksviði. Hjalti Már er viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og með meistaragráðu í fjármálahagfræði frá IESE,“ segir í tilkynningunni.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.