Neytendur

Innkalla pönnukökublöndu vegna aðskotaefna

Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar
Neytendum sem hafa keypt Amisa Organic Pancake Mix með umræddri dagsetningu eru beðnir um að neyta hennar ekki og bent á að þeir geta skilað vörunni þar sem hún var keypt.
Neytendum sem hafa keypt Amisa Organic Pancake Mix með umræddri dagsetningu eru beðnir um að neyta hennar ekki og bent á að þeir geta skilað vörunni þar sem hún var keypt. Mast

Matvælastofnun vill vara við einni framleiðslulotu af Amisa lífrænni pönnukökublöndu sem fyrirtækið Heilsa ehf. flytur inn vegna aðskotaefna (trópanbeiskjuefni; atrópín og skópalamín) sem greindust yfir mörkum.

Trópanbeiskjuefni finnast í sumum plöntum er vaxa villt við ræktunarakra og geta blandast við uppskeru.

Fyrirtækið hefur í samráði við heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallað vöruna.

Neytendum sem hafa keypt Amisa Organic Pancake Mix með framangreindri dagsetningu eru beðnir um að neyta hennar ekki og bent á að þeir geta skilað vörunni þar sem hún var keypt.

Einungis er verið að innkalla eftirfarna framleiðslulotu:

Vörumerki: Amisa

Vöruheiti: Organic Pancake Mix

Geymsluþol: Best fyrir Dagsetning: 30.08.2023

Lotunúmer: 229597

Nettómagn: 2*180 g

Strikamerki: 5032722313743

Framleiðandi: Windmill Organics Ltd.

Framleiðsluland: Þýskaland

Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru: Heilsa ehf., Bæjarflöt 1-3, 112 Reykjavík.

Dreifing: Fjarðarkaup, Melabúðin, Heilsuhúsið Kringlunni, verslanir Samkaupa: Nettó og Kjörbúðin (Siglufirði og Djúpavogi).





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×