Viðskipti innlent

Karl og Haraldur til Terra

Atli Ísleifsson skrifar
Karl F. Thorarensen og Haraldur Eyvinds Þrastarson.
Karl F. Thorarensen og Haraldur Eyvinds Þrastarson. Terra

Karl F. Thorarensen hefur verið ráðinn sem innkaupastjóri Terra umhverfisþjónustu og Haraldur Eyvinds Þrastarson forstöðumaður upplýsingatækni og stafrænnar vegferðar. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Terra, en Karl starfaði síðast sem innkaupastjóri hjá Icelandair en Haraldur kemur til fyrirtækisins frá Advania.

Í tilkynningunni segir að Karl muni leiða mótun nýrrar innkaupastefnu og byggja upp innkaupa- og vörustýringarferli, þvert á rekstur skipulagsheildar félagsins. 

„Karl kemur frá Icelandair þar sem hann starfaði sem innkaupastjóri. Fyrir það var hann innkaupastjóri hjá Emmessís og Odda. Karl bjó í Rússlandi frá 2001 til 2003 og stundaði nám í Ríkisháskólanum í Pétursborg. Eftir að hann flutti heim fór hann í markaðs- og útflutningsfræði og síðar viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Síðustu misseri hefur hann verið í mastersnámi í stjórnun og stefnumótun við HÍ með vinnu.

Haraldur hefur hafið störf sem forstöðumaður upplýsingatækni og stafrænnar vegferðar hjá Terra Umhverfisþjónustu. 

Haraldur kemur frá Advania þar sem hann starfaði sem stjórnandi á sviði viðskiptalausna síðustu 5 ár. Hjá Advania stýrði hann m.a. teymi í skýjalausnum og stafrænni vegferð viðskiptakerfa. Þar áður var Haraldur stjórnandi á fjármálasviði Símans til fjölda ára. Haraldur er með B.Sc. í viðskiptafræði, með áherslu á “logistics og supply chain management”. Hefur hann yfirgrips mikla þekkingu og reynslu af rekstri og upplýsingatækni,“ segir í tilkynningunni.

Terra umhverfisþjónusta starfar við flokkun og söfnun endurvinnslu efna.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.