Þetta kemur fram í tilkynningu frá Terra, en Karl starfaði síðast sem innkaupastjóri hjá Icelandair en Haraldur kemur til fyrirtækisins frá Advania.
Í tilkynningunni segir að Karl muni leiða mótun nýrrar innkaupastefnu og byggja upp innkaupa- og vörustýringarferli, þvert á rekstur skipulagsheildar félagsins.
„Karl kemur frá Icelandair þar sem hann starfaði sem innkaupastjóri. Fyrir það var hann innkaupastjóri hjá Emmessís og Odda. Karl bjó í Rússlandi frá 2001 til 2003 og stundaði nám í Ríkisháskólanum í Pétursborg. Eftir að hann flutti heim fór hann í markaðs- og útflutningsfræði og síðar viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Síðustu misseri hefur hann verið í mastersnámi í stjórnun og stefnumótun við HÍ með vinnu.
Haraldur hefur hafið störf sem forstöðumaður upplýsingatækni og stafrænnar vegferðar hjá Terra Umhverfisþjónustu.
Haraldur kemur frá Advania þar sem hann starfaði sem stjórnandi á sviði viðskiptalausna síðustu 5 ár. Hjá Advania stýrði hann m.a. teymi í skýjalausnum og stafrænni vegferð viðskiptakerfa. Þar áður var Haraldur stjórnandi á fjármálasviði Símans til fjölda ára. Haraldur er með B.Sc. í viðskiptafræði, með áherslu á “logistics og supply chain management”. Hefur hann yfirgrips mikla þekkingu og reynslu af rekstri og upplýsingatækni,“ segir í tilkynningunni.
Terra umhverfisþjónusta starfar við flokkun og söfnun endurvinnslu efna.