„Mikil vonbrigði fyrir ferðaþjónustuna“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 28. mars 2023 18:43 Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, segir ákvörðunina vonbrigði en þau haldi ótrauð áfram. Vísir/Samsett Ákvörðun þýska flugfélagsins Condor um að hætta við áætlanaflug til Akureyrar og Egilstaða í sumar er mikil vonbrigði fyrir ferðaþjónustuna að sögn framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands. Framkvæmdastjóri Isavia innanlandsflugvalla segir flugfélagið ekki taka neina sénsa en vonir eru bundnar við að hægt verði að taka þráðinn aftur upp á næsta ári. Tilkynnt var um fyrirætlanir Condor í júlí í fyrra og átti áætlanaflug frá Frankfurt að hefjast núna um miðjan maí þar sem boðið væri upp á ferðir vikulega. Isavia tilkynnti aftur á móti í gær að hætt hafi verið við þær fyrirætlanir. Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia innanlandsflugvalla, segir þýska flugfélagið hafa hætt við í lok síðustu viku þar sem bókanir höfðu ekki skilað sér og þeir þyrftu meiri tíma í markaðssetningu. Um hafi verið að ræða metnaðarfulla áætlun með tæplega 50 flugferðum samanlagt. „Þetta er auðvitað slæmt því það var töluvert bókað í þessar ferðir en kannski ekki nægilegt að þeirra mati,“ segir Sigrún. „Bókunarstaðan svona til þess að byrja með var ágæt í maí en ekki síðan þegar það fór að líða á sumarið, þannig þeir eru bara mjög varkárir og vilja ekki taka neina sénsa á nýjum flugleiðum, að mínu mati.“ Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort af fluginu verði yfir höfuð en það mun skýrast á næstu vikum. „Við bindum vonir við að þessi undirbúningur sem hefur átt sér stað, því hann er gríðarlegur alls staðar bæði hjá heimamönnum, hjá þeirra flugrekstrardeild og þeirra sölu og markaðs apparati, að sá undirbúningur geti nýst okkur núna sumarið 2024,“ segir Sigrún. Undarlegt að ekki hafi látið reyna á flugið Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, segir þetta skamman fyrirvara. „Það er auðvitað mjög undarlegt að láta ekki fyrstu flugin fara í loftið þannig að við náum að láta á það reyna, vegna þess að það er nú oft þannig með bókanir að þær fara fyrst af stað þegar flugvélin hefur sést lenda,“ segir Arnheiður en sumarið sé tími þar sem vel er bókað. Ákvörðunin valdi fyrst og fremst vonbrigðum, þó fjárhagslegt tjón sé ekki mikið. „Við erum auðvitað svekkt með það. Það hefur verið mikil undirbúningsvinna og markaðssetning af okkar hálfu sem að nú mun nýtast í önnur verkefni áfram þannig það er í sjálfu sér kannski ekki hægt að segja að það sé mikið tap af verkefninu en auðvitað mikil vonbrigði fyrir ferðaþjónustuna,“ segir Arnheiður. Hópurinn sem hafi komið að málinu, bæði frá Norður- og Austurlandi auk Isavia, sé í samtali við flugfélagið um framhaldið en af ferðunum gæti orðið á næsta ári eða þarnæsta. „Þá gefst betri tími til markaðssetningar og undirbúnings á verkefninu, mögulega verða flugin sett á tíma þar sem er minna bókað nú þegar. Við erum auðvitað alltaf að leggja áherslu á vetrarferðaþjónustu, þar viljum við bæta í og munum reyna að ná þeim í það samtal,“ segir Arnheiður. Sem betur fer standi þau vel, það hafi aldrei verið meiri umferð í gegnum Akureyrarflugvöll og mikið líf í ferðaþjónustunni. „Við erum auðvitað með Niceair, við erum að fá flug frá Sviss í fyrsta skipti í sumar með Edelweiss, og við erum með Voigt travel, flug frá Rotterdam í sumar líka og frá Amsterdam að vetri til, og svo eru fleiri verkefni í pípunum. Þannig við erum brött þrátt fyrir þetta og höldum ótrauð áfram í samstarfi við ferðaþjónustuna,“ segir Arnheiður. Fréttir af flugi Akureyrarflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Akureyri Egilsstaðaflugvöllur Múlaþing Tengdar fréttir Þýskt flugfélag hefur flug til Akureyrar og Egilsstaða 2023 Þýska flugfélagið Condor mun hefja áætlunarflug til Akureyrar og Egilsstaða og verður flogið frá maí til loka október. Flug hefst sumarið 2023. 13. júlí 2022 10:48 Mest lesið Greiðslubyrði gæti farið hríðlækkandi á næsta ári Neytendur Matorka fékk samþykkta greiðslustöðvun Viðskipti innlent Félagar opna Fiskbúðina við Sundlaugaveg á ný Viðskipti innlent Stefnt á 41 milljarðs króna hallarekstur ríkissjóðs Viðskipti innlent Gera Apple að greiða tvær billjónir í skatta Viðskipti erlent Öllu starfsfólki Northern Light Inn sagt upp Viðskipti innlent Eyrún og Þorgils til SI Viðskipti innlent Skaut samstundis niður tillögur um efnahagslega björgun Evrópu Viðskipti erlent Snúa við dómnum og dæma Bonnesen í fangelsi Viðskipti erlent Play bætir við áfangastað í Króatíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Félagar opna Fiskbúðina við Sundlaugaveg á ný Eyrún og Þorgils til SI Play bætir við áfangastað í Króatíu Stefnt á 41 milljarðs króna hallarekstur ríkissjóðs Matorka fékk samþykkta greiðslustöðvun Hlutur Skeljar stækkar eftir áreiðanleikakönnun Öllu starfsfólki Northern Light Inn sagt upp Kristrún Lilja stýrir nýju sviði hjá Orkuveitunni Mannlíf sektað vegna tóbaksauglýsinga Bónus og Jysk ríða á vaðið í Korputúni Sætanýtingin aldrei verið betri Gerður í Blush orðlaus yfir auglýsingum Play Fimm ára samningar heyra sögunni til hjá Ölmu Samið um kaup bankans á Arngrimsson Advisors Eigandi BL tekur við forstjórastólnum á nýjan leik Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Crowberry Capital Pipar/TBWA eflir samskiptateymið Farþegum fjölgaði um tíu prósent í ágúst Sumarflug á fimmtudögum til Tallinn Hagnaður í fyrsta sinn í fimm ár Tómas hættir hjá Símanum og Höddi tekur við enska boltanum Tryggja selt til Þýskalands Allir sammála um óbreytta vexti Lúx verður að Útópíu Hrepptu gullið annað árið í röð í Buffalo Frá Viðskiptaráði til BBA//Fjeldco Sjálfbærniásinn: ÍE standi sig best og Samherji langverst Kynna niðurstöður Sjálfbærniássins Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Byggja „risagagnaver“ : Endurnýta varma í upphitun húsa og gróðurhúsa Sjá meira
Tilkynnt var um fyrirætlanir Condor í júlí í fyrra og átti áætlanaflug frá Frankfurt að hefjast núna um miðjan maí þar sem boðið væri upp á ferðir vikulega. Isavia tilkynnti aftur á móti í gær að hætt hafi verið við þær fyrirætlanir. Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia innanlandsflugvalla, segir þýska flugfélagið hafa hætt við í lok síðustu viku þar sem bókanir höfðu ekki skilað sér og þeir þyrftu meiri tíma í markaðssetningu. Um hafi verið að ræða metnaðarfulla áætlun með tæplega 50 flugferðum samanlagt. „Þetta er auðvitað slæmt því það var töluvert bókað í þessar ferðir en kannski ekki nægilegt að þeirra mati,“ segir Sigrún. „Bókunarstaðan svona til þess að byrja með var ágæt í maí en ekki síðan þegar það fór að líða á sumarið, þannig þeir eru bara mjög varkárir og vilja ekki taka neina sénsa á nýjum flugleiðum, að mínu mati.“ Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort af fluginu verði yfir höfuð en það mun skýrast á næstu vikum. „Við bindum vonir við að þessi undirbúningur sem hefur átt sér stað, því hann er gríðarlegur alls staðar bæði hjá heimamönnum, hjá þeirra flugrekstrardeild og þeirra sölu og markaðs apparati, að sá undirbúningur geti nýst okkur núna sumarið 2024,“ segir Sigrún. Undarlegt að ekki hafi látið reyna á flugið Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, segir þetta skamman fyrirvara. „Það er auðvitað mjög undarlegt að láta ekki fyrstu flugin fara í loftið þannig að við náum að láta á það reyna, vegna þess að það er nú oft þannig með bókanir að þær fara fyrst af stað þegar flugvélin hefur sést lenda,“ segir Arnheiður en sumarið sé tími þar sem vel er bókað. Ákvörðunin valdi fyrst og fremst vonbrigðum, þó fjárhagslegt tjón sé ekki mikið. „Við erum auðvitað svekkt með það. Það hefur verið mikil undirbúningsvinna og markaðssetning af okkar hálfu sem að nú mun nýtast í önnur verkefni áfram þannig það er í sjálfu sér kannski ekki hægt að segja að það sé mikið tap af verkefninu en auðvitað mikil vonbrigði fyrir ferðaþjónustuna,“ segir Arnheiður. Hópurinn sem hafi komið að málinu, bæði frá Norður- og Austurlandi auk Isavia, sé í samtali við flugfélagið um framhaldið en af ferðunum gæti orðið á næsta ári eða þarnæsta. „Þá gefst betri tími til markaðssetningar og undirbúnings á verkefninu, mögulega verða flugin sett á tíma þar sem er minna bókað nú þegar. Við erum auðvitað alltaf að leggja áherslu á vetrarferðaþjónustu, þar viljum við bæta í og munum reyna að ná þeim í það samtal,“ segir Arnheiður. Sem betur fer standi þau vel, það hafi aldrei verið meiri umferð í gegnum Akureyrarflugvöll og mikið líf í ferðaþjónustunni. „Við erum auðvitað með Niceair, við erum að fá flug frá Sviss í fyrsta skipti í sumar með Edelweiss, og við erum með Voigt travel, flug frá Rotterdam í sumar líka og frá Amsterdam að vetri til, og svo eru fleiri verkefni í pípunum. Þannig við erum brött þrátt fyrir þetta og höldum ótrauð áfram í samstarfi við ferðaþjónustuna,“ segir Arnheiður.
Fréttir af flugi Akureyrarflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Akureyri Egilsstaðaflugvöllur Múlaþing Tengdar fréttir Þýskt flugfélag hefur flug til Akureyrar og Egilsstaða 2023 Þýska flugfélagið Condor mun hefja áætlunarflug til Akureyrar og Egilsstaða og verður flogið frá maí til loka október. Flug hefst sumarið 2023. 13. júlí 2022 10:48 Mest lesið Greiðslubyrði gæti farið hríðlækkandi á næsta ári Neytendur Matorka fékk samþykkta greiðslustöðvun Viðskipti innlent Félagar opna Fiskbúðina við Sundlaugaveg á ný Viðskipti innlent Stefnt á 41 milljarðs króna hallarekstur ríkissjóðs Viðskipti innlent Gera Apple að greiða tvær billjónir í skatta Viðskipti erlent Öllu starfsfólki Northern Light Inn sagt upp Viðskipti innlent Eyrún og Þorgils til SI Viðskipti innlent Skaut samstundis niður tillögur um efnahagslega björgun Evrópu Viðskipti erlent Snúa við dómnum og dæma Bonnesen í fangelsi Viðskipti erlent Play bætir við áfangastað í Króatíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Félagar opna Fiskbúðina við Sundlaugaveg á ný Eyrún og Þorgils til SI Play bætir við áfangastað í Króatíu Stefnt á 41 milljarðs króna hallarekstur ríkissjóðs Matorka fékk samþykkta greiðslustöðvun Hlutur Skeljar stækkar eftir áreiðanleikakönnun Öllu starfsfólki Northern Light Inn sagt upp Kristrún Lilja stýrir nýju sviði hjá Orkuveitunni Mannlíf sektað vegna tóbaksauglýsinga Bónus og Jysk ríða á vaðið í Korputúni Sætanýtingin aldrei verið betri Gerður í Blush orðlaus yfir auglýsingum Play Fimm ára samningar heyra sögunni til hjá Ölmu Samið um kaup bankans á Arngrimsson Advisors Eigandi BL tekur við forstjórastólnum á nýjan leik Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Crowberry Capital Pipar/TBWA eflir samskiptateymið Farþegum fjölgaði um tíu prósent í ágúst Sumarflug á fimmtudögum til Tallinn Hagnaður í fyrsta sinn í fimm ár Tómas hættir hjá Símanum og Höddi tekur við enska boltanum Tryggja selt til Þýskalands Allir sammála um óbreytta vexti Lúx verður að Útópíu Hrepptu gullið annað árið í röð í Buffalo Frá Viðskiptaráði til BBA//Fjeldco Sjálfbærniásinn: ÍE standi sig best og Samherji langverst Kynna niðurstöður Sjálfbærniássins Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Byggja „risagagnaver“ : Endurnýta varma í upphitun húsa og gróðurhúsa Sjá meira
Þýskt flugfélag hefur flug til Akureyrar og Egilsstaða 2023 Þýska flugfélagið Condor mun hefja áætlunarflug til Akureyrar og Egilsstaða og verður flogið frá maí til loka október. Flug hefst sumarið 2023. 13. júlí 2022 10:48