Annar vorboði kominn til landsins Atli Ísleifsson skrifar 28. mars 2023 13:31 Um borð í Ambience eru að stærstum hluta breskir ferðamenn. Skipinu var siglt frá Bretlandseyjum, til Færeyja og þaðan til Íslands. Vísir/Vilhelm Tveimur dögum eftir að sagt var frá því að lóan væri komin til landsins hefur annar vorboði gert vart við sig. Fyrsta skemmtiferðaskipið sem kemur til landsins í ár lagðist nefnilega við bryggju við Skarfabakka í Reykjavík í morgun. Sigurður Jökull Ólafsson, markaðsstjóri Faxaflóahafna, segir að um sé að ræða breska skipið Ambience. Um borð séu breskir ferðamenn, en skipið sigldi frá Bretlandseyjum til Færeyja og þaðan til Íslands. Skipið mun sigla aftur til Bretlands annað kvöld. Sigurður Jökull segir að von sé á næsta skemmtiferðaskipi til Reykjavíkur á fimmtudaginn og þar sé einnig um að ræða skip frá Bretlandi. Breska skipið Ambience lagðist við bryggju við Skarfabakka í morgun. Vísir/Vilhelm „Við eigum von á 269 skemmtiferðaskipum til Reykjavíkur í ár og áætlum við að farþegar verði um 280 þúsund. Mesta breytingin nú er sú að um 100 þúsund af þessum farþegum eru svokallaðir skiptifarþegar, það er farþegar sem fljúga til Íslands og fara um borð í skipin eða þá koma með skipunum og fljúga frá landinu. Þeir verða því flestir hér í einhverja daga áður en þeir fara í skipin eða þá eftir að þeir fara frá borði. Þessir farþegar eru því almennt að skila meiru í kassann hér á landi,“ segir Sigurður Jökull. Hann segir það mjög gaman að fá skip til landsins svo snemma árs til að dreifa álaginu og létta á innviðum. „Við myndum vilja sjá fleiri skip í apríl og maí, en flest skipin koma í júlí og ágúst.“ Skemmtiferðaskip á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Hafnarmál Tengdar fréttir Lóan er komin Lóan, vorboðinn ljúfi, er komin til landsins. 26. mars 2023 13:06 Skemmtiferðaskip í Reykjavík greiði í takt við mengun Ferðaþjónustan og umhverfisyfirvöld þurfa að ráðast í stefnumörkun á því hvernig hægt sé að draga úr gríðarlegri mengun frá skemmtiferðaskipum að mati forstjóra Umhverfisstofnunar. Hún segir jákvætt skref að skemmtiferðaskip sem koma til Reykjavíkur greiði hafnargjöld í samræmi við mengun. 6. janúar 2023 19:40 Komið að þolmörkum í fjölda skemmtiferðaskipa Mikil fjölgun farþega með skemmtiferðaskipum kallar á viðbrögð og aukna stýringu á umferð þeirra. Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands telur að komið sé að þolmörkum með fjöldanum sem er væntanlegur næsta sumar. 16. desember 2022 09:01 Stefnir í metár í komu skemmtiferðaskipa Greinileg vaxtarleitni hefur verið í umferð skemmtiferðaskipa hér við land á síðustu árum, þótt Covid-faraldurinn hafi auðvitað þýtt tímabundna niðursveiflu. Í ár má gera ráð fyrir um um helmingi fleiri komum skemmtiferðaskipa í íslenskar hafnir en í fyrra og að farþegum fjölgi um allt að 80 prósent. Því er ekki ofmælt að stefni í afgerandi metár í þessari grein ferðaþjónustu. 5. janúar 2023 15:42 Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Sigurður Jökull Ólafsson, markaðsstjóri Faxaflóahafna, segir að um sé að ræða breska skipið Ambience. Um borð séu breskir ferðamenn, en skipið sigldi frá Bretlandseyjum til Færeyja og þaðan til Íslands. Skipið mun sigla aftur til Bretlands annað kvöld. Sigurður Jökull segir að von sé á næsta skemmtiferðaskipi til Reykjavíkur á fimmtudaginn og þar sé einnig um að ræða skip frá Bretlandi. Breska skipið Ambience lagðist við bryggju við Skarfabakka í morgun. Vísir/Vilhelm „Við eigum von á 269 skemmtiferðaskipum til Reykjavíkur í ár og áætlum við að farþegar verði um 280 þúsund. Mesta breytingin nú er sú að um 100 þúsund af þessum farþegum eru svokallaðir skiptifarþegar, það er farþegar sem fljúga til Íslands og fara um borð í skipin eða þá koma með skipunum og fljúga frá landinu. Þeir verða því flestir hér í einhverja daga áður en þeir fara í skipin eða þá eftir að þeir fara frá borði. Þessir farþegar eru því almennt að skila meiru í kassann hér á landi,“ segir Sigurður Jökull. Hann segir það mjög gaman að fá skip til landsins svo snemma árs til að dreifa álaginu og létta á innviðum. „Við myndum vilja sjá fleiri skip í apríl og maí, en flest skipin koma í júlí og ágúst.“
Skemmtiferðaskip á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Hafnarmál Tengdar fréttir Lóan er komin Lóan, vorboðinn ljúfi, er komin til landsins. 26. mars 2023 13:06 Skemmtiferðaskip í Reykjavík greiði í takt við mengun Ferðaþjónustan og umhverfisyfirvöld þurfa að ráðast í stefnumörkun á því hvernig hægt sé að draga úr gríðarlegri mengun frá skemmtiferðaskipum að mati forstjóra Umhverfisstofnunar. Hún segir jákvætt skref að skemmtiferðaskip sem koma til Reykjavíkur greiði hafnargjöld í samræmi við mengun. 6. janúar 2023 19:40 Komið að þolmörkum í fjölda skemmtiferðaskipa Mikil fjölgun farþega með skemmtiferðaskipum kallar á viðbrögð og aukna stýringu á umferð þeirra. Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands telur að komið sé að þolmörkum með fjöldanum sem er væntanlegur næsta sumar. 16. desember 2022 09:01 Stefnir í metár í komu skemmtiferðaskipa Greinileg vaxtarleitni hefur verið í umferð skemmtiferðaskipa hér við land á síðustu árum, þótt Covid-faraldurinn hafi auðvitað þýtt tímabundna niðursveiflu. Í ár má gera ráð fyrir um um helmingi fleiri komum skemmtiferðaskipa í íslenskar hafnir en í fyrra og að farþegum fjölgi um allt að 80 prósent. Því er ekki ofmælt að stefni í afgerandi metár í þessari grein ferðaþjónustu. 5. janúar 2023 15:42 Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Skemmtiferðaskip í Reykjavík greiði í takt við mengun Ferðaþjónustan og umhverfisyfirvöld þurfa að ráðast í stefnumörkun á því hvernig hægt sé að draga úr gríðarlegri mengun frá skemmtiferðaskipum að mati forstjóra Umhverfisstofnunar. Hún segir jákvætt skref að skemmtiferðaskip sem koma til Reykjavíkur greiði hafnargjöld í samræmi við mengun. 6. janúar 2023 19:40
Komið að þolmörkum í fjölda skemmtiferðaskipa Mikil fjölgun farþega með skemmtiferðaskipum kallar á viðbrögð og aukna stýringu á umferð þeirra. Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands telur að komið sé að þolmörkum með fjöldanum sem er væntanlegur næsta sumar. 16. desember 2022 09:01
Stefnir í metár í komu skemmtiferðaskipa Greinileg vaxtarleitni hefur verið í umferð skemmtiferðaskipa hér við land á síðustu árum, þótt Covid-faraldurinn hafi auðvitað þýtt tímabundna niðursveiflu. Í ár má gera ráð fyrir um um helmingi fleiri komum skemmtiferðaskipa í íslenskar hafnir en í fyrra og að farþegum fjölgi um allt að 80 prósent. Því er ekki ofmælt að stefni í afgerandi metár í þessari grein ferðaþjónustu. 5. janúar 2023 15:42
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent