Annar vorboði kominn til landsins Atli Ísleifsson skrifar 28. mars 2023 13:31 Um borð í Ambience eru að stærstum hluta breskir ferðamenn. Skipinu var siglt frá Bretlandseyjum, til Færeyja og þaðan til Íslands. Vísir/Vilhelm Tveimur dögum eftir að sagt var frá því að lóan væri komin til landsins hefur annar vorboði gert vart við sig. Fyrsta skemmtiferðaskipið sem kemur til landsins í ár lagðist nefnilega við bryggju við Skarfabakka í Reykjavík í morgun. Sigurður Jökull Ólafsson, markaðsstjóri Faxaflóahafna, segir að um sé að ræða breska skipið Ambience. Um borð séu breskir ferðamenn, en skipið sigldi frá Bretlandseyjum til Færeyja og þaðan til Íslands. Skipið mun sigla aftur til Bretlands annað kvöld. Sigurður Jökull segir að von sé á næsta skemmtiferðaskipi til Reykjavíkur á fimmtudaginn og þar sé einnig um að ræða skip frá Bretlandi. Breska skipið Ambience lagðist við bryggju við Skarfabakka í morgun. Vísir/Vilhelm „Við eigum von á 269 skemmtiferðaskipum til Reykjavíkur í ár og áætlum við að farþegar verði um 280 þúsund. Mesta breytingin nú er sú að um 100 þúsund af þessum farþegum eru svokallaðir skiptifarþegar, það er farþegar sem fljúga til Íslands og fara um borð í skipin eða þá koma með skipunum og fljúga frá landinu. Þeir verða því flestir hér í einhverja daga áður en þeir fara í skipin eða þá eftir að þeir fara frá borði. Þessir farþegar eru því almennt að skila meiru í kassann hér á landi,“ segir Sigurður Jökull. Hann segir það mjög gaman að fá skip til landsins svo snemma árs til að dreifa álaginu og létta á innviðum. „Við myndum vilja sjá fleiri skip í apríl og maí, en flest skipin koma í júlí og ágúst.“ Skemmtiferðaskip á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Hafnarmál Tengdar fréttir Lóan er komin Lóan, vorboðinn ljúfi, er komin til landsins. 26. mars 2023 13:06 Skemmtiferðaskip í Reykjavík greiði í takt við mengun Ferðaþjónustan og umhverfisyfirvöld þurfa að ráðast í stefnumörkun á því hvernig hægt sé að draga úr gríðarlegri mengun frá skemmtiferðaskipum að mati forstjóra Umhverfisstofnunar. Hún segir jákvætt skref að skemmtiferðaskip sem koma til Reykjavíkur greiði hafnargjöld í samræmi við mengun. 6. janúar 2023 19:40 Komið að þolmörkum í fjölda skemmtiferðaskipa Mikil fjölgun farþega með skemmtiferðaskipum kallar á viðbrögð og aukna stýringu á umferð þeirra. Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands telur að komið sé að þolmörkum með fjöldanum sem er væntanlegur næsta sumar. 16. desember 2022 09:01 Stefnir í metár í komu skemmtiferðaskipa Greinileg vaxtarleitni hefur verið í umferð skemmtiferðaskipa hér við land á síðustu árum, þótt Covid-faraldurinn hafi auðvitað þýtt tímabundna niðursveiflu. Í ár má gera ráð fyrir um um helmingi fleiri komum skemmtiferðaskipa í íslenskar hafnir en í fyrra og að farþegum fjölgi um allt að 80 prósent. Því er ekki ofmælt að stefni í afgerandi metár í þessari grein ferðaþjónustu. 5. janúar 2023 15:42 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira
Sigurður Jökull Ólafsson, markaðsstjóri Faxaflóahafna, segir að um sé að ræða breska skipið Ambience. Um borð séu breskir ferðamenn, en skipið sigldi frá Bretlandseyjum til Færeyja og þaðan til Íslands. Skipið mun sigla aftur til Bretlands annað kvöld. Sigurður Jökull segir að von sé á næsta skemmtiferðaskipi til Reykjavíkur á fimmtudaginn og þar sé einnig um að ræða skip frá Bretlandi. Breska skipið Ambience lagðist við bryggju við Skarfabakka í morgun. Vísir/Vilhelm „Við eigum von á 269 skemmtiferðaskipum til Reykjavíkur í ár og áætlum við að farþegar verði um 280 þúsund. Mesta breytingin nú er sú að um 100 þúsund af þessum farþegum eru svokallaðir skiptifarþegar, það er farþegar sem fljúga til Íslands og fara um borð í skipin eða þá koma með skipunum og fljúga frá landinu. Þeir verða því flestir hér í einhverja daga áður en þeir fara í skipin eða þá eftir að þeir fara frá borði. Þessir farþegar eru því almennt að skila meiru í kassann hér á landi,“ segir Sigurður Jökull. Hann segir það mjög gaman að fá skip til landsins svo snemma árs til að dreifa álaginu og létta á innviðum. „Við myndum vilja sjá fleiri skip í apríl og maí, en flest skipin koma í júlí og ágúst.“
Skemmtiferðaskip á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Hafnarmál Tengdar fréttir Lóan er komin Lóan, vorboðinn ljúfi, er komin til landsins. 26. mars 2023 13:06 Skemmtiferðaskip í Reykjavík greiði í takt við mengun Ferðaþjónustan og umhverfisyfirvöld þurfa að ráðast í stefnumörkun á því hvernig hægt sé að draga úr gríðarlegri mengun frá skemmtiferðaskipum að mati forstjóra Umhverfisstofnunar. Hún segir jákvætt skref að skemmtiferðaskip sem koma til Reykjavíkur greiði hafnargjöld í samræmi við mengun. 6. janúar 2023 19:40 Komið að þolmörkum í fjölda skemmtiferðaskipa Mikil fjölgun farþega með skemmtiferðaskipum kallar á viðbrögð og aukna stýringu á umferð þeirra. Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands telur að komið sé að þolmörkum með fjöldanum sem er væntanlegur næsta sumar. 16. desember 2022 09:01 Stefnir í metár í komu skemmtiferðaskipa Greinileg vaxtarleitni hefur verið í umferð skemmtiferðaskipa hér við land á síðustu árum, þótt Covid-faraldurinn hafi auðvitað þýtt tímabundna niðursveiflu. Í ár má gera ráð fyrir um um helmingi fleiri komum skemmtiferðaskipa í íslenskar hafnir en í fyrra og að farþegum fjölgi um allt að 80 prósent. Því er ekki ofmælt að stefni í afgerandi metár í þessari grein ferðaþjónustu. 5. janúar 2023 15:42 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Sjá meira
Skemmtiferðaskip í Reykjavík greiði í takt við mengun Ferðaþjónustan og umhverfisyfirvöld þurfa að ráðast í stefnumörkun á því hvernig hægt sé að draga úr gríðarlegri mengun frá skemmtiferðaskipum að mati forstjóra Umhverfisstofnunar. Hún segir jákvætt skref að skemmtiferðaskip sem koma til Reykjavíkur greiði hafnargjöld í samræmi við mengun. 6. janúar 2023 19:40
Komið að þolmörkum í fjölda skemmtiferðaskipa Mikil fjölgun farþega með skemmtiferðaskipum kallar á viðbrögð og aukna stýringu á umferð þeirra. Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands telur að komið sé að þolmörkum með fjöldanum sem er væntanlegur næsta sumar. 16. desember 2022 09:01
Stefnir í metár í komu skemmtiferðaskipa Greinileg vaxtarleitni hefur verið í umferð skemmtiferðaskipa hér við land á síðustu árum, þótt Covid-faraldurinn hafi auðvitað þýtt tímabundna niðursveiflu. Í ár má gera ráð fyrir um um helmingi fleiri komum skemmtiferðaskipa í íslenskar hafnir en í fyrra og að farþegum fjölgi um allt að 80 prósent. Því er ekki ofmælt að stefni í afgerandi metár í þessari grein ferðaþjónustu. 5. janúar 2023 15:42