Stelpum loks leyft að spila við stráka og öfugt: „Hvílík lexía fyrir stelpurnar mínar“ Sindri Sverrisson skrifar 27. mars 2023 11:28 Stelpurnar í Aþenu eru á meðal þeirra sem barist hafa fyrir þeim breytingum sem nú hafa verið gerðar sem heimila stelpum að spila í strákaflokki, og öfugt. Facebook/@athenabasketball Héðan í frá mega strákar spila í stelpuflokkum og stelpur spila í strákaflokkum í körfubolta á Íslandi. Yfirgnæfandi meirihluti fulltrúa nýafstaðins Körfuknattleiksþings samþykkti þetta. Aþena, Leiknir og UMFK lögðu fram tillögu þessa efnis en þingið gekk raunar lengra en lagt var fram í þeirri tillögu. Upphaflega tillagan gerði ráð fyrir að félög þyrftu að sækja um leyfi til mótanefndar KKÍ, og að blönduð lið eða lið af gagnstæðu kyni gætu ekki keppt á úrslitamótum um Íslandsmeistaratitil. Með breytingartillögu, sem samþykkt var með 84 atkvæðum gegn 26, var ákveðið að ekki þyrfti að sækja um sérstakt leyfi og að stelpur gætu orðið Íslandsmeistarar í strákaflokki, og öfugt. Gildir þetta auk þess upp alla yngri flokka eða þar til að menntaskólaaldri er náð. Tillaga um að stelpur geti spilað gegn strákum í íslenskum körfubolta hafði áður tvívegis verið felld á Körfuknattleiksþingi, árin 2019 og 2021. Þjálfarinn Brynjar Karl Sigurðsson hefur ásamt fleirum barist fyrir breytingunni en eins og fjallað er um í heimildamyndinni Hækkum rána reyndu hann og leikmenn hans í ÍR á sínum tíma að fá það í gegn að spila gegn strákaliðum en það tókst ekki þá. Brynjar Karl hefur áður lýst þróuninni í málinu sem „mesta hneyksli í sögu KKÍ“ og dóttir hans, hin 15 ára gamla Tanja Ósk, ekki gefið kost á sér í íslenska stúlknalandsliðið vegna málsins. Rétt er að taka fram að þó að reglurnar hafi ekki beinlínis leyft það eru engu að síður dæmi um það undanfarin ár að stelpur spili með strákaliðum á Íslandsmóti og samkvæmt upplýsingum Vísis hefur það verið gert í vinsemd og án kærumála. Það voru raunar ein af rökunum sem Brynjar Karl hefur nefnt fyrir því að breyta ætti reglunum. Á Facebook-síðu sinni fagnar Brynjar Karl niðurstöðu Körfuknattleiksþingsins um helgina og segir að um mikinn lærdóm sé að ræða fyrir stelpurnar sem hann þjálfi, um hverju sé hægt að ná í gegn með því að taka pláss og láta í sér heyra. „Eftir á að hyggja, hvílík lexía fyrir stelpurnar mínar. Kæru stelpur, kynnið ykkur grundvallarreglurnar í mannlegri hegðun, verið gagnrýnar og umfram allt sýnið gott siðferði. Mottóið mitt og skilaboð til stelpnanna frá fyrsta degi. Takið pláss, látið í ykkur heyra, ekki óttast mistök og setjið ykkur ykkar viðmið,“ skrifar Brynjar Karl meðal annars. Brynjar bendir hins vegar á það sem fram kemur hér að ofan, um að fólk á þinginu hafi kosið að ganga lengra en upphaflega tillagan gerði ráð fyrir, og segir að það verði „áhugavert“ að sjá hve vel félögunum í landinu gangi að beita almennri skynsemi við að ákveða í hvaða flokkum leikmenn spili. Hér að neðan má sjá hvernig 14. grein reglugerðar um körfuknattleiksmót hljómar eftir Körfuknattleiksþingið um helgina: 14. grein FLOKKASKIPTING OG ALDUR LEIKMANNA Aldur leikmanns miðast við áramót, þannig að verði leikmaður 21 árs eftir áramót er honum heimilt að leika með ungmennaflokki út tímabilið en flutningur milli flokka skal fara fram 1. júlí ár hvert. Leikmaður má aldrei leika með yngri aldursflokki en honum ber, nema annað sé tiltekið sérstaklega í reglugerð. Öllum leikmönnum yngri aldursflokks er heimilt að leika hverju sinni með öllum aldursflokkum fyrir ofan sinn eigin. Leikmenn meistaraflokks karla og kvenna skulu gengnir upp úr 8. flokki. Heimilt er að keppa með lið sem er kynjablandað eða skipað leikmönnum af gagnstæðu kyni. Leikmenn þessi geta ekki keppt bæði í sama aldursflokki drengja og stúlkna en þó er það mögulegt ef um er að ræða tilfærslu á einstökum leikmönnum á milli liða. Körfubolti Íþróttir barna Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Sjá meira
Aþena, Leiknir og UMFK lögðu fram tillögu þessa efnis en þingið gekk raunar lengra en lagt var fram í þeirri tillögu. Upphaflega tillagan gerði ráð fyrir að félög þyrftu að sækja um leyfi til mótanefndar KKÍ, og að blönduð lið eða lið af gagnstæðu kyni gætu ekki keppt á úrslitamótum um Íslandsmeistaratitil. Með breytingartillögu, sem samþykkt var með 84 atkvæðum gegn 26, var ákveðið að ekki þyrfti að sækja um sérstakt leyfi og að stelpur gætu orðið Íslandsmeistarar í strákaflokki, og öfugt. Gildir þetta auk þess upp alla yngri flokka eða þar til að menntaskólaaldri er náð. Tillaga um að stelpur geti spilað gegn strákum í íslenskum körfubolta hafði áður tvívegis verið felld á Körfuknattleiksþingi, árin 2019 og 2021. Þjálfarinn Brynjar Karl Sigurðsson hefur ásamt fleirum barist fyrir breytingunni en eins og fjallað er um í heimildamyndinni Hækkum rána reyndu hann og leikmenn hans í ÍR á sínum tíma að fá það í gegn að spila gegn strákaliðum en það tókst ekki þá. Brynjar Karl hefur áður lýst þróuninni í málinu sem „mesta hneyksli í sögu KKÍ“ og dóttir hans, hin 15 ára gamla Tanja Ósk, ekki gefið kost á sér í íslenska stúlknalandsliðið vegna málsins. Rétt er að taka fram að þó að reglurnar hafi ekki beinlínis leyft það eru engu að síður dæmi um það undanfarin ár að stelpur spili með strákaliðum á Íslandsmóti og samkvæmt upplýsingum Vísis hefur það verið gert í vinsemd og án kærumála. Það voru raunar ein af rökunum sem Brynjar Karl hefur nefnt fyrir því að breyta ætti reglunum. Á Facebook-síðu sinni fagnar Brynjar Karl niðurstöðu Körfuknattleiksþingsins um helgina og segir að um mikinn lærdóm sé að ræða fyrir stelpurnar sem hann þjálfi, um hverju sé hægt að ná í gegn með því að taka pláss og láta í sér heyra. „Eftir á að hyggja, hvílík lexía fyrir stelpurnar mínar. Kæru stelpur, kynnið ykkur grundvallarreglurnar í mannlegri hegðun, verið gagnrýnar og umfram allt sýnið gott siðferði. Mottóið mitt og skilaboð til stelpnanna frá fyrsta degi. Takið pláss, látið í ykkur heyra, ekki óttast mistök og setjið ykkur ykkar viðmið,“ skrifar Brynjar Karl meðal annars. Brynjar bendir hins vegar á það sem fram kemur hér að ofan, um að fólk á þinginu hafi kosið að ganga lengra en upphaflega tillagan gerði ráð fyrir, og segir að það verði „áhugavert“ að sjá hve vel félögunum í landinu gangi að beita almennri skynsemi við að ákveða í hvaða flokkum leikmenn spili. Hér að neðan má sjá hvernig 14. grein reglugerðar um körfuknattleiksmót hljómar eftir Körfuknattleiksþingið um helgina: 14. grein FLOKKASKIPTING OG ALDUR LEIKMANNA Aldur leikmanns miðast við áramót, þannig að verði leikmaður 21 árs eftir áramót er honum heimilt að leika með ungmennaflokki út tímabilið en flutningur milli flokka skal fara fram 1. júlí ár hvert. Leikmaður má aldrei leika með yngri aldursflokki en honum ber, nema annað sé tiltekið sérstaklega í reglugerð. Öllum leikmönnum yngri aldursflokks er heimilt að leika hverju sinni með öllum aldursflokkum fyrir ofan sinn eigin. Leikmenn meistaraflokks karla og kvenna skulu gengnir upp úr 8. flokki. Heimilt er að keppa með lið sem er kynjablandað eða skipað leikmönnum af gagnstæðu kyni. Leikmenn þessi geta ekki keppt bæði í sama aldursflokki drengja og stúlkna en þó er það mögulegt ef um er að ræða tilfærslu á einstökum leikmönnum á milli liða.
14. grein FLOKKASKIPTING OG ALDUR LEIKMANNA Aldur leikmanns miðast við áramót, þannig að verði leikmaður 21 árs eftir áramót er honum heimilt að leika með ungmennaflokki út tímabilið en flutningur milli flokka skal fara fram 1. júlí ár hvert. Leikmaður má aldrei leika með yngri aldursflokki en honum ber, nema annað sé tiltekið sérstaklega í reglugerð. Öllum leikmönnum yngri aldursflokks er heimilt að leika hverju sinni með öllum aldursflokkum fyrir ofan sinn eigin. Leikmenn meistaraflokks karla og kvenna skulu gengnir upp úr 8. flokki. Heimilt er að keppa með lið sem er kynjablandað eða skipað leikmönnum af gagnstæðu kyni. Leikmenn þessi geta ekki keppt bæði í sama aldursflokki drengja og stúlkna en þó er það mögulegt ef um er að ræða tilfærslu á einstökum leikmönnum á milli liða.
Körfubolti Íþróttir barna Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Sjá meira