Risasekt vegna rasískra ummæla um Lewis Hamilton Smári Jökull Jónsson skrifar 25. mars 2023 13:46 Nelson Piquet , sem sést hér faðma Nikki heitinn Lauda, varð í þrígang heimsmeistari í Formúlu 1. Vísir/Getty Fyrrum heimsmeistari í Formúlu 1 Nelson Piquet hefur verið sektaður af brasilískum dómstóli vegna rasískra og hómófóbískra ummæla sem hann viðhafði um Lewis Hamilton. Brasilíumaðurinn Nelson Piquet varð heimsmeistari í Formúlu 1 árin 1981, 1983 og 1987 en hann hætti keppni 1991 en það sama ár vann hann sinn síðasta sigur á móti. Í viðtali árið 2021 notaði Piquet móðgandi ummæli af rasískum toga um Lewis Hamilton, fyrrum heimsmeistara, en Hamilton og núverandi heimsmeistarinn Max Verstappen hafa eldað grátt silfur saman síðustu árin. Dóttir Piquet er kærasta Verstappen. Alþjóðaakstursíþróttasambandið fordæmdi ummæli Piquet og lið Mercedes, sem Hamilton ekur fyrir, sem og forsvarsmenn Formúlu 1 gerðu slíkt hið sama. Piquet baðst síðar afsökunar á „vanhugsuðum ummælum sínum“ en hann sagði þau í tengslum við árekstur Hamilton og Verstappen í breska kappakstrinum árið 2021. Piquet sagði að hann ætlaði sér ekki að verja ummæli sín á neinn hátt en bætti við að orðalagið væri „sögulega séð notað á brasilíksri portúgölsku sem samheiti fyrir strák eða manneskju og var aldrei ætlað til að mógða.“ Í öðru viðtali sem birtist síðar viðhafði Piquet rasísk og hómófóbísk ummæli þegar hann lýsti því hvernig Hamilton missti af heimsmeistaratitlinum árið 2016 til Nico Rosberg. Fern mannréttindasamtök í Brasilíu lögðu fram kæru á hendur Piquet vegna ummælanna og í gær var hann dæmdur til að greiða rúmlega 130 milljónir króna í sekt þar sem dómarinn sagði að upphæðin væri svona há „svo við sem samfélag getum einhvern daginn verið laus við skaðleg ummæli lituð af rasima og hómófóbíu.“ Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Enski boltinn Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Brasilíumaðurinn Nelson Piquet varð heimsmeistari í Formúlu 1 árin 1981, 1983 og 1987 en hann hætti keppni 1991 en það sama ár vann hann sinn síðasta sigur á móti. Í viðtali árið 2021 notaði Piquet móðgandi ummæli af rasískum toga um Lewis Hamilton, fyrrum heimsmeistara, en Hamilton og núverandi heimsmeistarinn Max Verstappen hafa eldað grátt silfur saman síðustu árin. Dóttir Piquet er kærasta Verstappen. Alþjóðaakstursíþróttasambandið fordæmdi ummæli Piquet og lið Mercedes, sem Hamilton ekur fyrir, sem og forsvarsmenn Formúlu 1 gerðu slíkt hið sama. Piquet baðst síðar afsökunar á „vanhugsuðum ummælum sínum“ en hann sagði þau í tengslum við árekstur Hamilton og Verstappen í breska kappakstrinum árið 2021. Piquet sagði að hann ætlaði sér ekki að verja ummæli sín á neinn hátt en bætti við að orðalagið væri „sögulega séð notað á brasilíksri portúgölsku sem samheiti fyrir strák eða manneskju og var aldrei ætlað til að mógða.“ Í öðru viðtali sem birtist síðar viðhafði Piquet rasísk og hómófóbísk ummæli þegar hann lýsti því hvernig Hamilton missti af heimsmeistaratitlinum árið 2016 til Nico Rosberg. Fern mannréttindasamtök í Brasilíu lögðu fram kæru á hendur Piquet vegna ummælanna og í gær var hann dæmdur til að greiða rúmlega 130 milljónir króna í sekt þar sem dómarinn sagði að upphæðin væri svona há „svo við sem samfélag getum einhvern daginn verið laus við skaðleg ummæli lituð af rasima og hómófóbíu.“
Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Enski boltinn Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira