Risasekt vegna rasískra ummæla um Lewis Hamilton Smári Jökull Jónsson skrifar 25. mars 2023 13:46 Nelson Piquet , sem sést hér faðma Nikki heitinn Lauda, varð í þrígang heimsmeistari í Formúlu 1. Vísir/Getty Fyrrum heimsmeistari í Formúlu 1 Nelson Piquet hefur verið sektaður af brasilískum dómstóli vegna rasískra og hómófóbískra ummæla sem hann viðhafði um Lewis Hamilton. Brasilíumaðurinn Nelson Piquet varð heimsmeistari í Formúlu 1 árin 1981, 1983 og 1987 en hann hætti keppni 1991 en það sama ár vann hann sinn síðasta sigur á móti. Í viðtali árið 2021 notaði Piquet móðgandi ummæli af rasískum toga um Lewis Hamilton, fyrrum heimsmeistara, en Hamilton og núverandi heimsmeistarinn Max Verstappen hafa eldað grátt silfur saman síðustu árin. Dóttir Piquet er kærasta Verstappen. Alþjóðaakstursíþróttasambandið fordæmdi ummæli Piquet og lið Mercedes, sem Hamilton ekur fyrir, sem og forsvarsmenn Formúlu 1 gerðu slíkt hið sama. Piquet baðst síðar afsökunar á „vanhugsuðum ummælum sínum“ en hann sagði þau í tengslum við árekstur Hamilton og Verstappen í breska kappakstrinum árið 2021. Piquet sagði að hann ætlaði sér ekki að verja ummæli sín á neinn hátt en bætti við að orðalagið væri „sögulega séð notað á brasilíksri portúgölsku sem samheiti fyrir strák eða manneskju og var aldrei ætlað til að mógða.“ Í öðru viðtali sem birtist síðar viðhafði Piquet rasísk og hómófóbísk ummæli þegar hann lýsti því hvernig Hamilton missti af heimsmeistaratitlinum árið 2016 til Nico Rosberg. Fern mannréttindasamtök í Brasilíu lögðu fram kæru á hendur Piquet vegna ummælanna og í gær var hann dæmdur til að greiða rúmlega 130 milljónir króna í sekt þar sem dómarinn sagði að upphæðin væri svona há „svo við sem samfélag getum einhvern daginn verið laus við skaðleg ummæli lituð af rasima og hómófóbíu.“ Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Brasilíumaðurinn Nelson Piquet varð heimsmeistari í Formúlu 1 árin 1981, 1983 og 1987 en hann hætti keppni 1991 en það sama ár vann hann sinn síðasta sigur á móti. Í viðtali árið 2021 notaði Piquet móðgandi ummæli af rasískum toga um Lewis Hamilton, fyrrum heimsmeistara, en Hamilton og núverandi heimsmeistarinn Max Verstappen hafa eldað grátt silfur saman síðustu árin. Dóttir Piquet er kærasta Verstappen. Alþjóðaakstursíþróttasambandið fordæmdi ummæli Piquet og lið Mercedes, sem Hamilton ekur fyrir, sem og forsvarsmenn Formúlu 1 gerðu slíkt hið sama. Piquet baðst síðar afsökunar á „vanhugsuðum ummælum sínum“ en hann sagði þau í tengslum við árekstur Hamilton og Verstappen í breska kappakstrinum árið 2021. Piquet sagði að hann ætlaði sér ekki að verja ummæli sín á neinn hátt en bætti við að orðalagið væri „sögulega séð notað á brasilíksri portúgölsku sem samheiti fyrir strák eða manneskju og var aldrei ætlað til að mógða.“ Í öðru viðtali sem birtist síðar viðhafði Piquet rasísk og hómófóbísk ummæli þegar hann lýsti því hvernig Hamilton missti af heimsmeistaratitlinum árið 2016 til Nico Rosberg. Fern mannréttindasamtök í Brasilíu lögðu fram kæru á hendur Piquet vegna ummælanna og í gær var hann dæmdur til að greiða rúmlega 130 milljónir króna í sekt þar sem dómarinn sagði að upphæðin væri svona há „svo við sem samfélag getum einhvern daginn verið laus við skaðleg ummæli lituð af rasima og hómófóbíu.“
Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira