Skagafjörður nú með eitt besta 5G samband á landinu Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. mars 2023 17:46 Myndin er úr safni. Getty/Schroll Skagafjörður er nú með eitt besta 5G samband á landinu. Vodafone hefur unnið að uppbyggingu 5G kerfis á Íslandi og hefur nú lokið uppsetningu á tveimur 5G sendum í Skagafirði. Sendarnir eru á Hegranesi og inni á Sauðárkróki. „Starfsmenn okkar hafa verið í vinnu síðustu vikurnar við uppsetningu á 5G sendum á svæðinu. Síðustu ár hefur Vodafone einnig unnið að eflingu 4G á svæðinu meðal annars með uppsetningu á nýjum sendastöðum ásamt uppfærslu á sendum. Því hafa tengingar í Skagafirði verið stórbættar fyrir íbúa svæðisins sem og ferðamenn.“ „Í haust stefnum við á að klára innleiðingu á svokölluðu VoWIFI, sem þýðir að notendur munu geta sett upp og móttekið hefðbundin símtöl yfir WiFi. Þessi tækni getur komið sér vel á bæjum og sumarhúsum þar sem ljósleiðaratenging er til staðar en ekki gott farsímamerki innanhúss. Við erum afar ánægð með þessa stórbættu þjónustu í Skagafirði og hvetjum íbúa til að setja sig í samband við okkur ef þá vantar ráðgjöf varðandi hverskonar heimatengingar henti þeirra staðsetningu best,“ segir Bjarni Freyr Guðmundsson, rekstrarstjóri Vodafone á Norðurlandi í tilkynningu. Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri Skagafjarðar er ánægður með þróunina. „Ég fagna því að Vodafone hafi sett upp 5G senda í Skagafirði og eflt 4G sambandið samtímis. Það skiptir íbúa Skagafjarðar og þá fjölmörgu ferðamenn og aðra gesti sem sækja héraðið heim miklu máli að geta verið í tryggu og góðu sambandi sem víðast. Þá er afar gott að Vodafone sé að horfa til lausna sem tryggja betri móttöku á hefðbundnum samtölum yfir WiFi þannig að unnt sé að nýta ljósleiðartengingar til að treysta farsímamerki innanhúss þar sem þess er þörf," er haft eftir Sigfúsi Inga í tilkynningu. Vísir og Vodafone eru undir hatti Sýnar hf. Fjarskipti Skagafjörður Mest lesið Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Sjá meira
„Starfsmenn okkar hafa verið í vinnu síðustu vikurnar við uppsetningu á 5G sendum á svæðinu. Síðustu ár hefur Vodafone einnig unnið að eflingu 4G á svæðinu meðal annars með uppsetningu á nýjum sendastöðum ásamt uppfærslu á sendum. Því hafa tengingar í Skagafirði verið stórbættar fyrir íbúa svæðisins sem og ferðamenn.“ „Í haust stefnum við á að klára innleiðingu á svokölluðu VoWIFI, sem þýðir að notendur munu geta sett upp og móttekið hefðbundin símtöl yfir WiFi. Þessi tækni getur komið sér vel á bæjum og sumarhúsum þar sem ljósleiðaratenging er til staðar en ekki gott farsímamerki innanhúss. Við erum afar ánægð með þessa stórbættu þjónustu í Skagafirði og hvetjum íbúa til að setja sig í samband við okkur ef þá vantar ráðgjöf varðandi hverskonar heimatengingar henti þeirra staðsetningu best,“ segir Bjarni Freyr Guðmundsson, rekstrarstjóri Vodafone á Norðurlandi í tilkynningu. Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri Skagafjarðar er ánægður með þróunina. „Ég fagna því að Vodafone hafi sett upp 5G senda í Skagafirði og eflt 4G sambandið samtímis. Það skiptir íbúa Skagafjarðar og þá fjölmörgu ferðamenn og aðra gesti sem sækja héraðið heim miklu máli að geta verið í tryggu og góðu sambandi sem víðast. Þá er afar gott að Vodafone sé að horfa til lausna sem tryggja betri móttöku á hefðbundnum samtölum yfir WiFi þannig að unnt sé að nýta ljósleiðartengingar til að treysta farsímamerki innanhúss þar sem þess er þörf," er haft eftir Sigfúsi Inga í tilkynningu. Vísir og Vodafone eru undir hatti Sýnar hf.
Fjarskipti Skagafjörður Mest lesið Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Sjá meira