Í kjölfar Covid: Miklu fleira en Stóra uppsögnin í gangi Rakel Sveinsdóttir skrifar 24. mars 2023 07:01 Það er ekki bara Stóra uppsögnin sem fer að sýna sig sem áberandi þróun í kjölfar Covid því önnur atriði eru líka að teljast til. Til dæmis sú áskorun margra fyrirtækja að kynslóðaskipti eru framundan, fjarvinna er orðin að veruleika og margt fólk hefur hreinlega skipt alveg um gír og valið sér starf sem það er ánægðari með í samanburði við áður. Vísir/Getty Í kjölfar heimsfaraldurs hefur mikið verið fjallað um Stóru uppsögnina, eða The Great Resignation tímabilið. Þar sem sú þróun sýndi sig á vinnumarkaði um allan heim að hlutfallslega hefðu aldrei jafn margir sagt upp störfum sínum og hreinlega tekið ákvörðun um að gera eitthvað nýtt eða öðruvísi. Á dögunum var birt áhugaverð grein á FastCompany þar sem farið er yfir fleiri trend eða atriði sem eru að sýna sig sérstaklega í kjölfar Covid. Þessi atriði eru kölluð R-in fimm, eða „The five R‘s.“ Við skulum rýna aðeins í málin. Fyrst er það The Great Resignation eða stóra uppsögnin sem Atvinnulífið hefur oft fjallað um áður. Stóra uppsögnin er ekki úr lausu lofti gripin því bæði vestanhafs og í Evrópu hafa tölur sýnt meiri hreyfingu á vinnumarkaði en nokkru sinni áður. Í umræddri grein er því haldið fram að þessi þróun hafi í raun hafist árið 2009. En orðið enn meiri áberandi eftir heimsfaraldur og því spáð að svo verði áfram: Fólk muni hreinlega færa sig meira til á vinnumarkaði og eftir því hvað fólk vill hverju sinni. Næst er það The Great Retirement, eða hin umræddu kynslóðaskipti sem Atvinnulífið hefur einnig fjallað um í nokkrum mæli. Þarna er sérstaklega verið að vísa til þess að kynslóðin sem kennd er við að vera Baby Boomers kynslóðin er að komast á aldur og hætta að vinna. Sem fyrir vinnumarkaðinn og mörg fyrirtæki þýða miklar breytingar og oft vísað til þess í dag að ný áskorun að takast á við innan vinnustaða eru þau kynslóðaskipti sem þar þurfa að fara fram vegna þess að fólk sem hefur starfað jafnvel áratugum saman hjá sama vinnuveitanda, er nú að fara að hætta sökum aldurs. Þriðja R-ið er síðan The Great Reshuffle, sem við skulum kalla Stóru uppstokkunina. Hún vísar til þess að frá árinu 2021, þegar hreyfingin fór að sýna sig svo mikið á vinnumarkaði sbr. Stóra uppsögnin, sýna tölur að allt að helmingur þess fólks sem hefur sagt upp störfum sínum hefur gert það róttækar breytingar á vinnu sinni að það hefur hreinlega ákveðið að skipta alveg um gír. Og farið að vinna við eitthvað allt annað. Sumsé: Skipt um starfsgrein. Góðu fréttirnar sem fylgja þessum tölum er að í þessum hópi starfa nú fleiri við eitthvað sem þeim langar að vinna við, í samanburði við fyrri störf. Þá er það The Great Refusal en hérna er verið að tala um þá þróun að nú eru það starfsmenn sem setja kröfurnar en ekki aðeins vinnuveitendur sem ráða ferðinni. Atvinnulífið hefur fjallað um þessa þróun líka, en í stuttu máli felur hún það í sér að valdið er að færast meira til starfsfólks og frá vinnuveitendum, sem þess í stað gera sér grein fyrir því að til framtíðar þurfa vinnustaðir að leggja meira á sig til að halda í eða laða til sín hæft starfsfólk. Hér er ekkert sjálfgefið lengur. Fólk vill vera ánægt í starfi; með launin sín, starfið sitt, líðan á vinnustað og svo framvegis. Fimmta R-ið er síðan The Great Relocation sem við getum yfirfært yfir á fjarvinnu og þá möguleika sem fjarvinna býður uppá. Í dag er fjarvinna ótrúlega algeng og óhætt að segja að þessi valkostur hafi sprungið út í kjölfar Covid. Margir vinnustaðir hafa mótað fjarvinnustefnu fyrir sitt starfsfólk og margt starfsfólk velur nú störf sín út frá því hvort starfið bjóði upp á fjarvinnu eða ekki. Þótt fjarvinna hafi tæknilega verið möguleg lengi, er það ekki fyrr en í Covid sem hún fer að teljast það sjálfsögð að engar líkur eru á öðru en að hún verði mjög áberandi á vinnumarkaði um ókomna framtíð. Vinnumarkaður Starfsframi Mannauðsmál Vinnustaðurinn Fjarvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Stóra uppsögnin: 22% sjá eftir því að hafa sagt upp vinnunni Í kjölfar Covid reið yfir atvinnulífið um allan heim bylgja sem aldrei áður hefur þekkst: Stóra uppsgögnin. Þar sem fólk í hrönnum sagði upp störfum sínum. Stundum til að fylgja eftir stórum draumum um róttækar breytingar. Stundum til að gerast giggarar. Stundum til að vinna fjarvinnu Og svo framvegis og svo framvegis. 17. febrúar 2023 07:01 Þurfum að breyta stjórnun og skipulagi til að halda í rétta starfsfólkið „Það er ekki langt síðan að hinn dæmigerði starfsmannastjóri var karlmaður á miðjum aldri með lögfræðimenntun. Í dag eru mannauðsstjórar með mun fjölbreyttari bakgrunn og oft með lengri menntun og meiri krafa gerð til mannauðsfólks hvað varðar samskiptafærni, tilfinningagreind og annarra hæfniþátta sem snúa að mannlegri hegðun,“ segir Sigrún Kjartansdóttir framkvæmdastjóri Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi. 5. október 2022 07:02 Stóra uppsögnin: 46 prósent starfsfólks opið fyrir nýrri vinnu „Nýjasta mælingin okkar sýnir að 46% starfandi eru annað hvort í virki atvinnuleit eða opin fyrir tækifærum. Þetta eru ótrúlegar tölur. Þetta eru niðurstöður starfandi fólks 25-64 ára sem við gerðum núna í maí,“ segir Tómas Bjarnason sviðsstjóri mannauðsrannsókna og ráðgjafar hjá Gallup. 8. júní 2022 07:00 Stóra uppsögnin: Fólk þarf að langa að vera í vinnunni Á Viðskiptaþinginu 2022 sem haldið er á Alþjóðlega mannauðsdeginum föstudaginn 20.maí næstkomandi, er sjónunum beint að mannauðsmálum. Enda telja ríflega 40% stjórnenda í 400 stærstu fyrirtækjum á Íslandi að skortur verði á vinnuafli á næstunni. 16. maí 2022 07:00 „Á heimsvísu fjölgar giggurum stórkostlega“ Árið 2020 var 33% vöxtur á giggstörfum á heimsvísu og samkvæmt rannsókn McKinsey myndi einn af hverjum sex starfsmönnum í hefðbundnu starfi helst vilja starfa sjálfstætt. Spár gera ráð fyrir gífurlega hröðum vexti gigg-hagkerfisins á næstu árum. 16. desember 2021 07:01 Mest lesið Ekki króna í þrotabúi Base parking Viðskipti innlent Ver vaxtahækkunina: Ekki hægt að selja brauðið ódýrara en hveitið Viðskipti innlent Alma sótti tvo milljarða Viðskipti innlent Árni verður hægri hönd Decks Viðskipti innlent Hafa veitt virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun Viðskipti innlent Vefsíðan hrundi innan tuttugu mínútna Viðskipti innlent Elstu starfandi fiskbúð höfuðborgarsvæðisins skellt í lás Viðskipti innlent Skildu fullar körfur eftir vegna bilunar Viðskipti innlent Hagkaup hefur áfengissölu í dag Viðskipti innlent Arion banki hækkar vexti hressilega Neytendur Fleiri fréttir Draumar rætast: „Konur þurfa ekki alltaf að vera á skrilljón“ Draumar rætast: „Lengi skammaðist ég mín ...“ Biskupinn á hlaupum með Bubba Morthens og Sísí með Grýlunum Tvöfalt líf Ara: „Í fyrra túraði ég í sex vikur“ Klara á Kanarí: „Fólk kom með ferðatöskur af saltfiski og seldi“ Eiginkonan kvartar undan fíflagangi á morgnana Að ná til baka tilfinningunni: Það er gaman í vinnunni Á mannamáli: „Ég er bara einhver „nobody,“ við erum ekki með nein gögn“ Góð ráð til að hvetja starfsfólk til dáða fyrir síðustu spretti ársins Að yfirstíga eitthvað rosalega vandræðalegt atvik Litlu fyrirtækin: Upplifa sjálfbærni sem aukavinnu og vesen Google leiðin: Fjögur atvinnuviðtöl yfirdrifið nóg Ný tækifæri: Til dæmis skór úr endurunnu sjávarplasti Að lifa af hræðilega þynnku í vinnunni Sjá meira
Á dögunum var birt áhugaverð grein á FastCompany þar sem farið er yfir fleiri trend eða atriði sem eru að sýna sig sérstaklega í kjölfar Covid. Þessi atriði eru kölluð R-in fimm, eða „The five R‘s.“ Við skulum rýna aðeins í málin. Fyrst er það The Great Resignation eða stóra uppsögnin sem Atvinnulífið hefur oft fjallað um áður. Stóra uppsögnin er ekki úr lausu lofti gripin því bæði vestanhafs og í Evrópu hafa tölur sýnt meiri hreyfingu á vinnumarkaði en nokkru sinni áður. Í umræddri grein er því haldið fram að þessi þróun hafi í raun hafist árið 2009. En orðið enn meiri áberandi eftir heimsfaraldur og því spáð að svo verði áfram: Fólk muni hreinlega færa sig meira til á vinnumarkaði og eftir því hvað fólk vill hverju sinni. Næst er það The Great Retirement, eða hin umræddu kynslóðaskipti sem Atvinnulífið hefur einnig fjallað um í nokkrum mæli. Þarna er sérstaklega verið að vísa til þess að kynslóðin sem kennd er við að vera Baby Boomers kynslóðin er að komast á aldur og hætta að vinna. Sem fyrir vinnumarkaðinn og mörg fyrirtæki þýða miklar breytingar og oft vísað til þess í dag að ný áskorun að takast á við innan vinnustaða eru þau kynslóðaskipti sem þar þurfa að fara fram vegna þess að fólk sem hefur starfað jafnvel áratugum saman hjá sama vinnuveitanda, er nú að fara að hætta sökum aldurs. Þriðja R-ið er síðan The Great Reshuffle, sem við skulum kalla Stóru uppstokkunina. Hún vísar til þess að frá árinu 2021, þegar hreyfingin fór að sýna sig svo mikið á vinnumarkaði sbr. Stóra uppsögnin, sýna tölur að allt að helmingur þess fólks sem hefur sagt upp störfum sínum hefur gert það róttækar breytingar á vinnu sinni að það hefur hreinlega ákveðið að skipta alveg um gír. Og farið að vinna við eitthvað allt annað. Sumsé: Skipt um starfsgrein. Góðu fréttirnar sem fylgja þessum tölum er að í þessum hópi starfa nú fleiri við eitthvað sem þeim langar að vinna við, í samanburði við fyrri störf. Þá er það The Great Refusal en hérna er verið að tala um þá þróun að nú eru það starfsmenn sem setja kröfurnar en ekki aðeins vinnuveitendur sem ráða ferðinni. Atvinnulífið hefur fjallað um þessa þróun líka, en í stuttu máli felur hún það í sér að valdið er að færast meira til starfsfólks og frá vinnuveitendum, sem þess í stað gera sér grein fyrir því að til framtíðar þurfa vinnustaðir að leggja meira á sig til að halda í eða laða til sín hæft starfsfólk. Hér er ekkert sjálfgefið lengur. Fólk vill vera ánægt í starfi; með launin sín, starfið sitt, líðan á vinnustað og svo framvegis. Fimmta R-ið er síðan The Great Relocation sem við getum yfirfært yfir á fjarvinnu og þá möguleika sem fjarvinna býður uppá. Í dag er fjarvinna ótrúlega algeng og óhætt að segja að þessi valkostur hafi sprungið út í kjölfar Covid. Margir vinnustaðir hafa mótað fjarvinnustefnu fyrir sitt starfsfólk og margt starfsfólk velur nú störf sín út frá því hvort starfið bjóði upp á fjarvinnu eða ekki. Þótt fjarvinna hafi tæknilega verið möguleg lengi, er það ekki fyrr en í Covid sem hún fer að teljast það sjálfsögð að engar líkur eru á öðru en að hún verði mjög áberandi á vinnumarkaði um ókomna framtíð.
Vinnumarkaður Starfsframi Mannauðsmál Vinnustaðurinn Fjarvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Stóra uppsögnin: 22% sjá eftir því að hafa sagt upp vinnunni Í kjölfar Covid reið yfir atvinnulífið um allan heim bylgja sem aldrei áður hefur þekkst: Stóra uppsgögnin. Þar sem fólk í hrönnum sagði upp störfum sínum. Stundum til að fylgja eftir stórum draumum um róttækar breytingar. Stundum til að gerast giggarar. Stundum til að vinna fjarvinnu Og svo framvegis og svo framvegis. 17. febrúar 2023 07:01 Þurfum að breyta stjórnun og skipulagi til að halda í rétta starfsfólkið „Það er ekki langt síðan að hinn dæmigerði starfsmannastjóri var karlmaður á miðjum aldri með lögfræðimenntun. Í dag eru mannauðsstjórar með mun fjölbreyttari bakgrunn og oft með lengri menntun og meiri krafa gerð til mannauðsfólks hvað varðar samskiptafærni, tilfinningagreind og annarra hæfniþátta sem snúa að mannlegri hegðun,“ segir Sigrún Kjartansdóttir framkvæmdastjóri Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi. 5. október 2022 07:02 Stóra uppsögnin: 46 prósent starfsfólks opið fyrir nýrri vinnu „Nýjasta mælingin okkar sýnir að 46% starfandi eru annað hvort í virki atvinnuleit eða opin fyrir tækifærum. Þetta eru ótrúlegar tölur. Þetta eru niðurstöður starfandi fólks 25-64 ára sem við gerðum núna í maí,“ segir Tómas Bjarnason sviðsstjóri mannauðsrannsókna og ráðgjafar hjá Gallup. 8. júní 2022 07:00 Stóra uppsögnin: Fólk þarf að langa að vera í vinnunni Á Viðskiptaþinginu 2022 sem haldið er á Alþjóðlega mannauðsdeginum föstudaginn 20.maí næstkomandi, er sjónunum beint að mannauðsmálum. Enda telja ríflega 40% stjórnenda í 400 stærstu fyrirtækjum á Íslandi að skortur verði á vinnuafli á næstunni. 16. maí 2022 07:00 „Á heimsvísu fjölgar giggurum stórkostlega“ Árið 2020 var 33% vöxtur á giggstörfum á heimsvísu og samkvæmt rannsókn McKinsey myndi einn af hverjum sex starfsmönnum í hefðbundnu starfi helst vilja starfa sjálfstætt. Spár gera ráð fyrir gífurlega hröðum vexti gigg-hagkerfisins á næstu árum. 16. desember 2021 07:01 Mest lesið Ekki króna í þrotabúi Base parking Viðskipti innlent Ver vaxtahækkunina: Ekki hægt að selja brauðið ódýrara en hveitið Viðskipti innlent Alma sótti tvo milljarða Viðskipti innlent Árni verður hægri hönd Decks Viðskipti innlent Hafa veitt virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun Viðskipti innlent Vefsíðan hrundi innan tuttugu mínútna Viðskipti innlent Elstu starfandi fiskbúð höfuðborgarsvæðisins skellt í lás Viðskipti innlent Skildu fullar körfur eftir vegna bilunar Viðskipti innlent Hagkaup hefur áfengissölu í dag Viðskipti innlent Arion banki hækkar vexti hressilega Neytendur Fleiri fréttir Draumar rætast: „Konur þurfa ekki alltaf að vera á skrilljón“ Draumar rætast: „Lengi skammaðist ég mín ...“ Biskupinn á hlaupum með Bubba Morthens og Sísí með Grýlunum Tvöfalt líf Ara: „Í fyrra túraði ég í sex vikur“ Klara á Kanarí: „Fólk kom með ferðatöskur af saltfiski og seldi“ Eiginkonan kvartar undan fíflagangi á morgnana Að ná til baka tilfinningunni: Það er gaman í vinnunni Á mannamáli: „Ég er bara einhver „nobody,“ við erum ekki með nein gögn“ Góð ráð til að hvetja starfsfólk til dáða fyrir síðustu spretti ársins Að yfirstíga eitthvað rosalega vandræðalegt atvik Litlu fyrirtækin: Upplifa sjálfbærni sem aukavinnu og vesen Google leiðin: Fjögur atvinnuviðtöl yfirdrifið nóg Ný tækifæri: Til dæmis skór úr endurunnu sjávarplasti Að lifa af hræðilega þynnku í vinnunni Sjá meira
Stóra uppsögnin: 22% sjá eftir því að hafa sagt upp vinnunni Í kjölfar Covid reið yfir atvinnulífið um allan heim bylgja sem aldrei áður hefur þekkst: Stóra uppsgögnin. Þar sem fólk í hrönnum sagði upp störfum sínum. Stundum til að fylgja eftir stórum draumum um róttækar breytingar. Stundum til að gerast giggarar. Stundum til að vinna fjarvinnu Og svo framvegis og svo framvegis. 17. febrúar 2023 07:01
Þurfum að breyta stjórnun og skipulagi til að halda í rétta starfsfólkið „Það er ekki langt síðan að hinn dæmigerði starfsmannastjóri var karlmaður á miðjum aldri með lögfræðimenntun. Í dag eru mannauðsstjórar með mun fjölbreyttari bakgrunn og oft með lengri menntun og meiri krafa gerð til mannauðsfólks hvað varðar samskiptafærni, tilfinningagreind og annarra hæfniþátta sem snúa að mannlegri hegðun,“ segir Sigrún Kjartansdóttir framkvæmdastjóri Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi. 5. október 2022 07:02
Stóra uppsögnin: 46 prósent starfsfólks opið fyrir nýrri vinnu „Nýjasta mælingin okkar sýnir að 46% starfandi eru annað hvort í virki atvinnuleit eða opin fyrir tækifærum. Þetta eru ótrúlegar tölur. Þetta eru niðurstöður starfandi fólks 25-64 ára sem við gerðum núna í maí,“ segir Tómas Bjarnason sviðsstjóri mannauðsrannsókna og ráðgjafar hjá Gallup. 8. júní 2022 07:00
Stóra uppsögnin: Fólk þarf að langa að vera í vinnunni Á Viðskiptaþinginu 2022 sem haldið er á Alþjóðlega mannauðsdeginum föstudaginn 20.maí næstkomandi, er sjónunum beint að mannauðsmálum. Enda telja ríflega 40% stjórnenda í 400 stærstu fyrirtækjum á Íslandi að skortur verði á vinnuafli á næstunni. 16. maí 2022 07:00
„Á heimsvísu fjölgar giggurum stórkostlega“ Árið 2020 var 33% vöxtur á giggstörfum á heimsvísu og samkvæmt rannsókn McKinsey myndi einn af hverjum sex starfsmönnum í hefðbundnu starfi helst vilja starfa sjálfstætt. Spár gera ráð fyrir gífurlega hröðum vexti gigg-hagkerfisins á næstu árum. 16. desember 2021 07:01