Handbolti

Óðinn bara tólf mörkum á eftir marka­hæsta manni þrátt fyrir fimm færri leiki

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Óðinn Þór Ríkharðsson er að spila frábærlega í Evrópudeildinni með Kadetten Schaffhausen.
Óðinn Þór Ríkharðsson er að spila frábærlega í Evrópudeildinni með Kadetten Schaffhausen. eurohandball.com

Íslenski landsliðsmaðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði fjórtán mörk fyrir Kadetten Schaffhausen í sigri svissneska liðsins í sextán liða úrslitunum Evrópudeildarinnar í handbolta í gær.

Kadetten vann þá sex marka heimasigur á sænska liðinu Ystads IF, 38-32, og er því í ágætum málum fyrir seinni leikinn sem fram í Svíþjóð.

Óðinn skoraði þrettán mörk í síðasta leiknum í riðlakeppninni og er nú kominn með 81 mark í tíu leikjum í Evrópudeildinni á þessari leiktíð.

Óðinn er með 13,5 mörk í leik í síðustu tveimur leikjum en með yfir átta mörk í leik á öllu tímabilinu.

Óðinn er nú tólf mörkum á eftir Bence Nagy hjá Ferencváros sem markahæstur með 93 mörk en Nagy hefur spilað fimmtán leiki eða fimm fleiri leiki en Óðinn.

Ihor Tuchenko hjá HC Motor er með 90 mörk í 11 leikjum og Francisco Costa hjá Sportinghefur skorað 81 mark í 13 leikjum.

HC Motor er svo gott sem úr leik eins og Ferencváros eftir stór töp á heimavelli og þá tapaði Sporting með þremur mörkum á útivelli í fyrri leik sínum.

Komist Kadetten áfram er Óðinn líklegur til að hækka sig á þessum lista haldi hann áfram að raða inn mörkum.

Í síðustu tveimur leikjum, í deild og Evrópukeppni, þá hefur Óðinn skorað 14 mörk úr aðeins fimmtán skotum. Við erum því að tala um 28 mörk úr 30 skotum sem gerir 93 prósent skotnýtingu í síðustu tveimur leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×