Hamilton horfir öfundaraugum á Red Bull bílinn: Aldrei séð svona hraðan bíl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2023 16:00 Lewis Hamilton endaði í fimmta sæti um helgina og er í fimmta sæti eftir tvær keppnir á nýju formúlu eitt tímabili. AP/Luca Bruno Breski ökukappinn Lewis Hamilton segir að það sé nánast ómögulegt að keppa við Red Bull liðið í formúlu eitt á þessu tímabili. Hamilton hefur sjálfur unnið sjö heimsmeistaratitla og var lengi algjör yfirburðamaður í formúlunni en það hefur lítið gengið hjá honum og Mercedes bílnum síðustu tvö ár. Nú lítur út fyrir að Hamilton og félagar séu alltaf að dragast lengur og lengur aftur úr Red Bull liðinu. Lewis Hamilton has claimed that this Red Bull is the fastest car he s ever seen in F1 https://t.co/DuIz5YP8Nl— ESPN F1 (@ESPNF1) March 19, 2023 Red Bull liðið hefur unnið tvöfalt í báðum keppnunum á nýju tímabili. Max Verstappen, ríkjandi heimsmeistari vann þann fyrri í Barein og liðfélagi hans Sergio Pérez þann síðari í Sádí-Arabíu. Verstappen komst á pall þrátt fyrir að ræsa fimmtándi. „Ég hef aldrei áður séð svona hraðan bíl. Þegar við vorum fljótir þá vorum við ekki svona fljótir,“ sagði Lewis Hamilton við Reuters eftir kappaksturinn um helgina. 'I've never seen a car so fast', says Hamilton of Red Bull https://t.co/Ao3trmbX2R pic.twitter.com/28Umpd0xq1— Reuters (@Reuters) March 20, 2023 Hamilton sagðist hafa verið svo vonlítill að hann hafi ekki einu sinni reynt að halda aftur af Verstappen þegar hann tók fram úr honum á leiðinni úr fimmtánda sæti upp í annað sætið. „Ég reyndi ekki einu sinni að reyna að halda honum fyrir aftan mig því það er svo mikill hraðamunur á bílnum. Ég held að þetta sér hraðasti bíll sem ég hef séð ekki síst í samanburði við hina bílana í brautinni. Ég veit ekki hvernig og af hverju en það er rosalegur munur á hraða bílanna,“ sagði Hamilton. Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Gestirnir geta veitt náðarhöggið Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Hamilton hefur sjálfur unnið sjö heimsmeistaratitla og var lengi algjör yfirburðamaður í formúlunni en það hefur lítið gengið hjá honum og Mercedes bílnum síðustu tvö ár. Nú lítur út fyrir að Hamilton og félagar séu alltaf að dragast lengur og lengur aftur úr Red Bull liðinu. Lewis Hamilton has claimed that this Red Bull is the fastest car he s ever seen in F1 https://t.co/DuIz5YP8Nl— ESPN F1 (@ESPNF1) March 19, 2023 Red Bull liðið hefur unnið tvöfalt í báðum keppnunum á nýju tímabili. Max Verstappen, ríkjandi heimsmeistari vann þann fyrri í Barein og liðfélagi hans Sergio Pérez þann síðari í Sádí-Arabíu. Verstappen komst á pall þrátt fyrir að ræsa fimmtándi. „Ég hef aldrei áður séð svona hraðan bíl. Þegar við vorum fljótir þá vorum við ekki svona fljótir,“ sagði Lewis Hamilton við Reuters eftir kappaksturinn um helgina. 'I've never seen a car so fast', says Hamilton of Red Bull https://t.co/Ao3trmbX2R pic.twitter.com/28Umpd0xq1— Reuters (@Reuters) March 20, 2023 Hamilton sagðist hafa verið svo vonlítill að hann hafi ekki einu sinni reynt að halda aftur af Verstappen þegar hann tók fram úr honum á leiðinni úr fimmtánda sæti upp í annað sætið. „Ég reyndi ekki einu sinni að reyna að halda honum fyrir aftan mig því það er svo mikill hraðamunur á bílnum. Ég held að þetta sér hraðasti bíll sem ég hef séð ekki síst í samanburði við hina bílana í brautinni. Ég veit ekki hvernig og af hverju en það er rosalegur munur á hraða bílanna,“ sagði Hamilton.
Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Gestirnir geta veitt náðarhöggið Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira