Óvissa eitur í beinum fjárfesta Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. mars 2023 12:00 Magnús Harðarson. Nasdaq Iceland Þrátt fyrir yfirtöku svissneska stórbankans UBS á Credit Suisse í gær reyndist það ekki vera nóg til að róa fjármálamarkaði. Við opnun markaða í morgun lækkuðu hlutabréf í Credit Suisse um 62%. Íslenska Kauphöllin er þá rauðglóandi - forstjóri Kauphallar segir óvissu eitur í beinum fjárfesta. Vonir stóðu til að fréttir af yfirtökunni myndu verða til þess að endurheimta traust innan bankageirans og koma á jafnvægi á fjármálamörkuðum. Þessu var þó ekki fyrir að fara við opnun markaða nú í morgun. Hlutabréf í Credit Suisse tóku dýfu um 60,5 prósent en hlutabréf í UBS hafa þá fallið um 16% sem er mesta lækkun bankans á einum og sama deginum frá bankahruni 2008. Þá hafa hlutabréf í evrópskum bönkum einnig lækkað í dag. UBS keypti Credit Suisse á 3,24 milljarða Bandaríkjadala sem langt undir því verði sem bankinn var metinn á fyrir helgi eða 8 milljarða Bandaríkjadala. Þessi óróleiki hefur líka haft áhrif á íslensku Kauphöllina sem var að mestu rauðglóandi við opnun markaða. Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallar, var spurður hvort hann kynni einhverja skýringu á því í ljósi þess að lending væri nú komin í mál svissneska bankans. „Ég rek þetta til óvissunnar sem fylgir svona viðburði. Þrátt fyrir að þetta sé ríkistryggð yfirtaka þá er þetta til merkis um að þarna hafi ástandið ekki verið gott. Ég rek þetta fyrst og fremst til óvissu sem felst í því að svona ástand getur haft áhrif á efnahagslífið og þar með til dæmis ákvarðanir Seðlabanka, verðbólgu og ganginn í efnahagslífinu almennt.“ Á miðvikudag verður ný vaxtaákvörðun Seðlabankans kynnt. Innherji á Vísi segir frá því í dag að mikill meirihluti markaðsaðila geri ráð fyrir að Seðlabankinn muni hækka vexti ýmist um 75 eða 100 punkta. Viðskiptamiðillinn leitaði til tuttugu og tveggja greinenda á fjármálamarkaði og flestir voru sammála um að hækkunin verði meiri en 50 punkta. Er ekki óhætt að segja að óvissa sé óvinur markaðarins? „Já, almennt séð þá er óvissa eitur í beinum fjárfesta, það er óhætt að segja það,“ segir Magnús. En það eru ekki bara slæmar fréttir af Kauphöllinni því í dag var þriðja og síðasta skrefið tekið í að færa íslenska hlutabréfamarkaðinn úr vaxtaflokki í nýmarkaðsflokk. Fyrirtækið FTSE Russell metur gæði hlutabréfamarkaða og reiknar vísitölur sem ýmsir sjóðir fjárfesta í samræmi við. Þessi hækkun gæti þýtt innflæði á íslenskan markað upp á 40-50 milljarða. „Það er bæði gæðastimpill á markaðnum og viðurkenning á því starfi sem hefur fram og það þýðir að erlendir fjárfestar eru viljugir til þess að koma inn á markaðinn.“ Fjármálamarkaðir Tengdar fréttir 167 ára „vandræðabarn bankakerfisins“ heyrir sögunni til 167 ára saga hins fornfræga banka Credit Suisse er á enda eftir að bankanum tókst ekki að standa af sér enn eina krísuna. Vandræði bankans, sem lýst hefur verið sem vandræðabarni bankakerfisins, hafa mallað árum saman áður en upp úr sauð um helgina. Nýleg saga svissneska bankans er stráð þyrnum af ævintýralegri stærð. 20. mars 2023 11:34 Flestir telja að Seðlabankinn hækki vexti um meira en 50 punkta Mikill meirihluti markaðsaðila gerir ráð fyrir því, samkvæmt könnun Innherja, að Seðlabanki Íslands hækki vexti um 75 eða 100 punkta á næsta vaxtaákvörðunarfundi bankans á miðvikudaginn. Eftir sem áður helgast spár um brattar vaxtahækkanir af þrálátri verðbólgu, hækkandi verðbólguvæntingum og kröftugri einkaneyslu. 20. mars 2023 09:41 Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Vonir stóðu til að fréttir af yfirtökunni myndu verða til þess að endurheimta traust innan bankageirans og koma á jafnvægi á fjármálamörkuðum. Þessu var þó ekki fyrir að fara við opnun markaða nú í morgun. Hlutabréf í Credit Suisse tóku dýfu um 60,5 prósent en hlutabréf í UBS hafa þá fallið um 16% sem er mesta lækkun bankans á einum og sama deginum frá bankahruni 2008. Þá hafa hlutabréf í evrópskum bönkum einnig lækkað í dag. UBS keypti Credit Suisse á 3,24 milljarða Bandaríkjadala sem langt undir því verði sem bankinn var metinn á fyrir helgi eða 8 milljarða Bandaríkjadala. Þessi óróleiki hefur líka haft áhrif á íslensku Kauphöllina sem var að mestu rauðglóandi við opnun markaða. Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallar, var spurður hvort hann kynni einhverja skýringu á því í ljósi þess að lending væri nú komin í mál svissneska bankans. „Ég rek þetta til óvissunnar sem fylgir svona viðburði. Þrátt fyrir að þetta sé ríkistryggð yfirtaka þá er þetta til merkis um að þarna hafi ástandið ekki verið gott. Ég rek þetta fyrst og fremst til óvissu sem felst í því að svona ástand getur haft áhrif á efnahagslífið og þar með til dæmis ákvarðanir Seðlabanka, verðbólgu og ganginn í efnahagslífinu almennt.“ Á miðvikudag verður ný vaxtaákvörðun Seðlabankans kynnt. Innherji á Vísi segir frá því í dag að mikill meirihluti markaðsaðila geri ráð fyrir að Seðlabankinn muni hækka vexti ýmist um 75 eða 100 punkta. Viðskiptamiðillinn leitaði til tuttugu og tveggja greinenda á fjármálamarkaði og flestir voru sammála um að hækkunin verði meiri en 50 punkta. Er ekki óhætt að segja að óvissa sé óvinur markaðarins? „Já, almennt séð þá er óvissa eitur í beinum fjárfesta, það er óhætt að segja það,“ segir Magnús. En það eru ekki bara slæmar fréttir af Kauphöllinni því í dag var þriðja og síðasta skrefið tekið í að færa íslenska hlutabréfamarkaðinn úr vaxtaflokki í nýmarkaðsflokk. Fyrirtækið FTSE Russell metur gæði hlutabréfamarkaða og reiknar vísitölur sem ýmsir sjóðir fjárfesta í samræmi við. Þessi hækkun gæti þýtt innflæði á íslenskan markað upp á 40-50 milljarða. „Það er bæði gæðastimpill á markaðnum og viðurkenning á því starfi sem hefur fram og það þýðir að erlendir fjárfestar eru viljugir til þess að koma inn á markaðinn.“
Fjármálamarkaðir Tengdar fréttir 167 ára „vandræðabarn bankakerfisins“ heyrir sögunni til 167 ára saga hins fornfræga banka Credit Suisse er á enda eftir að bankanum tókst ekki að standa af sér enn eina krísuna. Vandræði bankans, sem lýst hefur verið sem vandræðabarni bankakerfisins, hafa mallað árum saman áður en upp úr sauð um helgina. Nýleg saga svissneska bankans er stráð þyrnum af ævintýralegri stærð. 20. mars 2023 11:34 Flestir telja að Seðlabankinn hækki vexti um meira en 50 punkta Mikill meirihluti markaðsaðila gerir ráð fyrir því, samkvæmt könnun Innherja, að Seðlabanki Íslands hækki vexti um 75 eða 100 punkta á næsta vaxtaákvörðunarfundi bankans á miðvikudaginn. Eftir sem áður helgast spár um brattar vaxtahækkanir af þrálátri verðbólgu, hækkandi verðbólguvæntingum og kröftugri einkaneyslu. 20. mars 2023 09:41 Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
167 ára „vandræðabarn bankakerfisins“ heyrir sögunni til 167 ára saga hins fornfræga banka Credit Suisse er á enda eftir að bankanum tókst ekki að standa af sér enn eina krísuna. Vandræði bankans, sem lýst hefur verið sem vandræðabarni bankakerfisins, hafa mallað árum saman áður en upp úr sauð um helgina. Nýleg saga svissneska bankans er stráð þyrnum af ævintýralegri stærð. 20. mars 2023 11:34
Flestir telja að Seðlabankinn hækki vexti um meira en 50 punkta Mikill meirihluti markaðsaðila gerir ráð fyrir því, samkvæmt könnun Innherja, að Seðlabanki Íslands hækki vexti um 75 eða 100 punkta á næsta vaxtaákvörðunarfundi bankans á miðvikudaginn. Eftir sem áður helgast spár um brattar vaxtahækkanir af þrálátri verðbólgu, hækkandi verðbólguvæntingum og kröftugri einkaneyslu. 20. mars 2023 09:41