„Vorum bara að vinna þá á varnarleik“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. mars 2023 22:45 Lárus Jónsson, þjálfari Þórs. Vísir/Vilhelm Lárus Jónsson, þjálfari Þórs frá Þorlákshöfn, var eðlilega í skýjunum eftir magnaðan sigur liðsins gegn Tindastóli í framlengdum leik í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. „Þetta var geggjað. Við spiluðum líka svona leik við Njarðvík í síðustu viku og hann var geggjað skemmtilegur og það er bara gaman að taka þátt í svona leikjum alveg sama hvort þú vinnur eða tapar,“ sagði Lárus jónsson, þjálfari Þórs að leik loknum. „Þú ferð alltaf með gott bragð í munninum. Við fórum með gott bragð í munninum frá Njarðvík þó við höfum tapað þeim leik. Þá er maður svekktur, en þegar liðið þitt er að leggja allt í sölurnar þá er maður hrikalega kátur.“ Fyrir leik talaði Lárus um að líklega væri það frákastabaráttan sem myndi skilja liðin að í kvöld og eins og allt annað í leiknum var hún hnífjöfn. „Við tókum einu frákasti meira en þeir. Eigum við ekki að segja að við höfum unnið þá baráttu? En þeir eru besta frákastaliðið í deildinni þannig að það var mjög gott hjá okkur.“ „Ég fékk góða tilfinningu eftir fyrsta leikhlutann því þá vorum við að stoppa þá mjög vel og ég var líka með rosa góða tilfinningu í hálfleik. Þeir voru með 31 stig og við vorum bara að vinna þá á varnarleik og fá töluvert opnari skot heldur en þeir.“ „Í þriðja leikhluta fannst mér við byrja vel, en svo náðu þeir mjög mikið af trasition körfum í bakið á okkur. Svo fannst mér [Antonio] Woods vera alveg svakalegur fyrir þá þegar fór að líða á leikinn.“ Lárus hélt svo áfram að hrósa varnarleiki liðsins í leik kvöldsins. „Frábær vörn. Mér fannst Tómar [Valur Þrastarson] vera gera rosalega vel á Woods. Svo fannst mér vera smá tímapunktur þar sem þeir náðu yfirhöndinni, en Vinnie [Shahid] fer út af hjá okkur og þá fórum við að láta boltann flæða aðeins meira og þá settum við einhverja þrista og komum okkur aftur inn í leikinn,“ sagði Lárus að lokum. Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Tindastóll Tengdar fréttir Umfjöllun: Þór Þ. - Tindastóll 93-90 | Háspenna lífshætta í framlengdum leik Þórsarar unnu vægast sagt nauman þriggja stiga sigur er liðið tók á móti Tindastól í 20. umferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 93-90 í framlengdum leik þar sem liðin héldust í hendur frá fyrstu mínútu. 17. mars 2023 22:10 Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn Færeyjar - Ísland | Loka mótinu gegn færeyskum frænkum Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Sjá meira
„Þetta var geggjað. Við spiluðum líka svona leik við Njarðvík í síðustu viku og hann var geggjað skemmtilegur og það er bara gaman að taka þátt í svona leikjum alveg sama hvort þú vinnur eða tapar,“ sagði Lárus jónsson, þjálfari Þórs að leik loknum. „Þú ferð alltaf með gott bragð í munninum. Við fórum með gott bragð í munninum frá Njarðvík þó við höfum tapað þeim leik. Þá er maður svekktur, en þegar liðið þitt er að leggja allt í sölurnar þá er maður hrikalega kátur.“ Fyrir leik talaði Lárus um að líklega væri það frákastabaráttan sem myndi skilja liðin að í kvöld og eins og allt annað í leiknum var hún hnífjöfn. „Við tókum einu frákasti meira en þeir. Eigum við ekki að segja að við höfum unnið þá baráttu? En þeir eru besta frákastaliðið í deildinni þannig að það var mjög gott hjá okkur.“ „Ég fékk góða tilfinningu eftir fyrsta leikhlutann því þá vorum við að stoppa þá mjög vel og ég var líka með rosa góða tilfinningu í hálfleik. Þeir voru með 31 stig og við vorum bara að vinna þá á varnarleik og fá töluvert opnari skot heldur en þeir.“ „Í þriðja leikhluta fannst mér við byrja vel, en svo náðu þeir mjög mikið af trasition körfum í bakið á okkur. Svo fannst mér [Antonio] Woods vera alveg svakalegur fyrir þá þegar fór að líða á leikinn.“ Lárus hélt svo áfram að hrósa varnarleiki liðsins í leik kvöldsins. „Frábær vörn. Mér fannst Tómar [Valur Þrastarson] vera gera rosalega vel á Woods. Svo fannst mér vera smá tímapunktur þar sem þeir náðu yfirhöndinni, en Vinnie [Shahid] fer út af hjá okkur og þá fórum við að láta boltann flæða aðeins meira og þá settum við einhverja þrista og komum okkur aftur inn í leikinn,“ sagði Lárus að lokum.
Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Tindastóll Tengdar fréttir Umfjöllun: Þór Þ. - Tindastóll 93-90 | Háspenna lífshætta í framlengdum leik Þórsarar unnu vægast sagt nauman þriggja stiga sigur er liðið tók á móti Tindastól í 20. umferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 93-90 í framlengdum leik þar sem liðin héldust í hendur frá fyrstu mínútu. 17. mars 2023 22:10 Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn Færeyjar - Ísland | Loka mótinu gegn færeyskum frænkum Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Sjá meira
Umfjöllun: Þór Þ. - Tindastóll 93-90 | Háspenna lífshætta í framlengdum leik Þórsarar unnu vægast sagt nauman þriggja stiga sigur er liðið tók á móti Tindastól í 20. umferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 93-90 í framlengdum leik þar sem liðin héldust í hendur frá fyrstu mínútu. 17. mars 2023 22:10