Innherji

Sitja ekki á ó­inn­leystu tapi vegna skulda­bréfa sem hafa lækkað í verði

Hörður Ægisson skrifar
Viðskiptabankarnir fjórir hér á landi – Arion, Íslandsbanki, Kvika og Landsbankinn – segjast allir beita annarri aðferð en SVB-bankinn í Bandaríkjunum við að meta virði skuldabréfa í bókum sínum. Í öllum tilfellum fullyrða bankarnir að þeir séu því ekki með neitt óinnleyst tap vegna skuldabréfaeigna.
Viðskiptabankarnir fjórir hér á landi – Arion, Íslandsbanki, Kvika og Landsbankinn – segjast allir beita annarri aðferð en SVB-bankinn í Bandaríkjunum við að meta virði skuldabréfa í bókum sínum. Í öllum tilfellum fullyrða bankarnir að þeir séu því ekki með neitt óinnleyst tap vegna skuldabréfaeigna.

Íslensku viðskiptabankarnir fjórir sitja ekki á neinu óinnleystu tapi í bókum sínum í tengslum við mörg hundruð milljarða króna eign þeirra í skuldabréfum en ólíkt því sem átti við um Silicon Valley Bank (SVB), sem varð gjaldþrota fyrir helgi, eru slík verðbréf metin á markaðsvirði í reikningum bankanna hér á landi. Margir evrópskir bankar beita hins vegar sömu aðferð og SVB þar sem skuldabréfasafn þeirra er metið á kostnaðarverði en meðal annars vegna sterkrar lausafjárstöðu er ólíklegt að bankarnir neyðist til að selja þau bréf með afföllum, samkvæmt nýrri greiningu Moody´s.


Tengdar fréttir

Regl­u­verk­ið virk­að­i ekki og vaxt­a­stefn­an gerð­i bank­a „háða“ lág­um vöxt­um

Gjaldþrot Silicon Valley Bank (SVB) sýnir að sú stefna sem fjármálayfirvöld hafa rekið í einn og hálfan áratug var röng. Regluverkið virkaði ekki og vaxtastefnan gerði banka „háða“ lágum vöxtum. Fleiri bankar glími við samskonar vanda og SVB en það stefnir þó ekki í aðra bankakrísu, segir Jón Daníelsson, prófessor í hagfræði við London School of Economics.

Gjaldþrot banka í Kísildal smitast til fjármálamarkaða á Íslandi

Gjald­þrot bank­ans Sil­ic­on Vall­ey Bank í Band­a­ríkj­un­um hef­ur leitt til verð­lækk­an­a á hlut­a­bréf­a­mörk­uð­um um all­an heim og breytt spám um stýr­i­vaxt­a­hækk­an­ir. Hér­lend­is hafa ver­ið um­tals­verð­ar lækk­an­ir á hlut­a­bréf­um og kraf­a á ó­verð­tryggð rík­is­skuld­a­bréf lækk­að­i vegn­a vænt­ing­a um að Seðl­a­bank­inn hækk­i stýr­i­vext­i minn­a en áður var tal­ið.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.