Viðskipti innlent

Jón Garðar ráðinn sviðs­stjóri við­skipta­sviðs Faxa­flóa­hafna

Atli Ísleifsson skrifar
Jón Garðar Jörundsson.
Jón Garðar Jörundsson. Faxaflóaahafnir

Jón Garðar Jörundsson hefur verið ráðinn í stöðu sviðsstjóra viðskiptasviðs Faxaflóahafna og tekur við stöðunni af Gunnari Tryggvasyni sem ráðinn var í stöðu hafnarstjóra félagsins í lok seinasta árs.

Í tilkynningu kemur fram að Jón Garðar hafi undanfarin ár starfað sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Arnarlaxi en þar áður sem framkvæmdastjóri Hafkalks ehf. og ráðgjafi hjá KPMG. 

Jón Garðar er með BSc gráðu í Viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík, MSc í Fjármálum og fjárfestingum frá Edinborgarháskóla sem og MBA frá sama skóla.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×