Innherji

Á annan tug einka­fjár­­festa keyptu breytan­­leg skulda­bréf á Al­vot­ech

Hörður Ægisson skrifar
Róbert Wessmann, forstjóri og stærsti hluthafi Alvotech. Fulltrúar Bandaríska lyfjaeftirlitsins (FDA) komu til landsins í dag til að gera gera endurúttekt á framleiðsluaðstöðu félagsins og mun sú heimsókn standa yfir til 17. mars. Fáist hún samþykkt áformar félagið að hefja sölu á sínu stærsta lyfi í Bandaríkjunum um mitt þetta ár.
Róbert Wessmann, forstjóri og stærsti hluthafi Alvotech. Fulltrúar Bandaríska lyfjaeftirlitsins (FDA) komu til landsins í dag til að gera gera endurúttekt á framleiðsluaðstöðu félagsins og mun sú heimsókn standa yfir til 17. mars. Fáist hún samþykkt áformar félagið að hefja sölu á sínu stærsta lyfi í Bandaríkjunum um mitt þetta ár.

Vel yfir tuttugu fjárfestar, einkum verðbréfasjóðir og lífeyrissjóðir, komu að kaupum á breytanlegum skuldabréfum upp á samtals um tíu milljarða sem Alvotech gaf út undir lok síðasta árs en innlendir einkafjárfestar voru um helmingurinn af þeim fjölda, samkvæmt gögnum um þátttakendur í útboðinu. Skuldabréfunum, sem bera 12,5 til 15 prósenta vexti á ársgrundvelli, má breyta yfir í almenn hlutabréf í árslok 2023 á genginu 10 Bandaríkjadalir á hlut en markaðsgengið er nú um 40 prósentum hærra, eða rúmlega 14 dalir.


Tengdar fréttir

Al­vot­ech tekið inn í vísi­tölu MSCI fyrir vaxtar­markaði

Íslenska líftæknilyfjafyrirtækið Alvotech, verðmætasta félagið í Kauphöllinni, verður tekið inn í vísitölu MSCI fyrir vaxtarmarkaði frá og með næstkomandi mánaðarmótum. Það ætti að hafa í för með sér aukna fjárfestingu frá erlendum vísitölusjóðum en Alvotech bíður þess nú sömuleiðis að vera bætt við nýmarkaðsvísitöluna hjá FTSE Russell.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×