Viðskipti innlent

Verð­bólgan rýfur tíu prósenta múrinn

Bjarki Sigurðsson skrifar
Verðbólgan hefur ekki verið svo há síðan í september árið 2009.
Verðbólgan hefur ekki verið svo há síðan í september árið 2009. Vísir/Vilhelm

Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,39 prósent milli mánaða og mælist verðbólgan á ársgrundvelli nú 10,2 prósent. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hefur hækkað um 8,9 prósent síðustu tólf mánuði. 

Þetta kemur fram í nýjum gögnum Hagstofunnar. Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í febrúar 2023, er sem stendur í 577,3 stigum en í maí árið 1988 voru stigin hundrað talsins. Hún hækkar um 1,39 prósent frá fyrri mánuði. 

Verð á mat- og drykkjarvörum hækkaði um 1,9 prósent, verð á fötum og skóm hækkaði um 6,8 prósent og verð á húsgögnum, heimilisbúnaði og fleira hækkaði um 8,7 prósent. 

Þetta er í fyrsta sinn sem verðbólgan rýfur tíu prósenta múrinn síðan í september árið 2009. Frá því um aldamótin hefur hún mest mælst 18,6 prósent í janúar árið 2009.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×