Viðskipti innlent

Hjalti Þór og Bene­dikt til eigna­stýringar LV

Atli Ísleifsson skrifar
Hjalti Þór Skaftason og Benedikt Guðmundsson.
Hjalti Þór Skaftason og Benedikt Guðmundsson. LV

Hjalti Þór Skaftason og Benedikt Guðmundsson hafa verið ráðnir í eignastýringu Lífeyrissjóðs verzlunarmanna.

Í tilkynningu kemur fram að Hjalti hafi verið ráðinn sérfræðingur í eignastýringu sjóðsins. 

„Hann kemur frá Capital Four í Kaupmannahöfn þar sem hann hefur starfað frá árinu 2019 sem greinandi á evrópskum og bandarískum hávaxtaskuldabréfamörkuðum. Áður starfaði Hjalti hjá Kviku banka á árunum 2014-2019, fyrst í áhættustýringu og svo í fyrirtækjaráðgjöf.

Hjalti er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá HR og M.Sc. í fjármálahagfræði frá HÍ. Einnig hefur hann lokið prófi í verðbréfaviðskiptum og er CFA handhafi.

Benedikt hefur verið ráðinn greinandi í eignastýringu sjóðsins. Hann er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. gráðu í fjármálum frá Edinborgarháskóla. Benedikt kemur frá KPMG þar sem hann starfaði sem fjármála- og rekstrarráðgjafi,“ segir í tilkynningunni.

Á eignastýringarsviði LV starfa nú átta starfsmenn. Eignasöfn sjóðsins nema um 1.200 milljörðum króna og eru í eigu um 180 þúsund sjóðfélaga.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×