„Snýst um að einfalda hlutina, geta gert þá vel og það sama aftur og aftur“ Siggeir Ævarsson skrifar 17. febrúar 2023 22:37 Lárus Jónsson og lærisveinar hans hafa unnið fjóra leiki í röð. vísir/hulda margrét Lárus Jónsson þjálfari Þórs í Subway-deild karla hefur heldur betur ástæðu til að brosa um þessar mundir. Hans menn búnir að vinna fjóra leiki í röð og farnir að sjá sæti í úrslitakeppninni í hillingum. Fjórði sigurinn kom í Keflavík í kvöld, og var í raun bara nokkuð þægilegur sigur þar sem Þórsarar virtust vera með leikinn nokkurn veginn í sínum höndum allan tímann. „Við vorum þarna einhverjum tíu stigum yfir í hálfleik. Þeir voru svolítið að halda sér inni í leiknum á sóknarfráköstum, Milka var svolítið að halda þeim inni í leiknum þar. Hann tekur 15 fráköst í kvöld. En svo fannst mér þeir bara svolítið springa í 4. leikhluta. Við vorum búnir að rótera aðeins meira. Náðum að halda velli og klára 3. fjórðunginn allt í lagi en svo í 4. fannst mér þeir springa. Milka hélt þeim inni í leiknum í fyrri hálfleik, helvíti góður og erfiður við að eiga, en var líka búinn að spila 18 mínútur í fyrri hálfleik. Hann hélt þeim inni í fyrri hálfleik en var orðinn aðeins þreyttur í seinni.“ Það má segja að Þórsarar hafi náð að spila sinn leik, keyra upp hraðann og láta stóru menn Keflavíkur, þá Milka og Okeke, hafa mikið fyrir hlutunum. Lárus var að vonum sáttur með framlag síns liðs, en það voru margir að leggja í púkkið. „Við vorum að fá gott framlag víða. Jordan átti frábæran leik, mjög hraður og erfitt fyrir Milka að eiga við hann. Pablo kom rosalega vel inn í þetta af bekknum. Það voru þrír sem voru að skora yfir 20 stig. Við fengum engan ofurleik frá Stymma en það voru margir að leggja í púkkið.“ Það er mikil breyting á liði Þórs síðan í upphafi móts. Hvað er það sem ríður baggamuninn? „Við fáum Jordan inn. Eftir það höfum við bara tapað einum leik. Við breyttum liðinu rosalega mikið frá því í október. Þrír strákar farið í burtu og Styrmir kominn inn. Við vorum bara ekki búnir að finna neinn takt og finna út hvernig við vildum spila. Við vorum með allt öðruvísi lið og uppleggið var allt öðruvísi. Við vorum að spila öðruvísi kerfi en núna erum við bara vonandi komnir í einhvern takt. Þetta snýst um það kannski að einfalda hlutina, geta gert þá vel og það sama aftur og aftur.“ Jordan Semple átti skínandi góðan leik í kvöld og hrósaði Lárus honum og nefndi sérstaklega hvað hann væri hraður og góður sendingarmaður miðað við stóran mann. „Bara mjög góður. Hann var að hjálpa okkur varnarlega og að verja hringinn ágætlega þegar þeir voru komnir í upplögð færi. Mikill hraði í honum. Það sem hann hefur kannski líka sem er gott í stórum manni að hann er rosalega góður sendingarmaður. Það er þægilegt að spila með honum.“ Þórsarar hljóta að vera komnir með að minnsta kostið annað augað á úrslitakeppnina miðað við hvernig úrslitin eru að detta í hús þessa dagana? „Það er gamla góða klisjan. Við erum að hugsa um okkur. Við erum búnir að ákveða það. Nú er pása en næsti leikur er risaleikur. ÍR á heimavelli og við þurfum bara einbeita okkur að því að reyna að vinna ÍR.“ Nú er landsleikjahlé framundan í deildinni. Við spurðum Lárus hvort hann ætlaði ekkert að skella sér til Tene, mögulega í hópferð með Máté Dalmay, þjálfara Hauka? „Hann er kannski sá eini sem þarf ekki á því að halda að fara til Tene, hann er miklu brúnni en ég! Ég fer kannski bara á skíði á Akureyri eða eitthvað.“ Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Þór Þ. 83-104 | Þórsarar fyrstir til að vinna Keflvíkinga í Keflavík Þórsarar frá Þorlákshöfn urðu í kvöld fyrsta liðið til að vinna sigur gegn Keflvíkingum á þeirra heimavelli á tímabilinu í Subway-deild karla í körfubolta. Lokatölur 83-104, en Þórsarar hafa verið á mikilli siglingu og liðið nálgast sæti í úrslitakeppninni eftir sinn fjórða deildarsigur í röð. 17. febrúar 2023 23:01 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Enski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Sjá meira
„Við vorum þarna einhverjum tíu stigum yfir í hálfleik. Þeir voru svolítið að halda sér inni í leiknum á sóknarfráköstum, Milka var svolítið að halda þeim inni í leiknum þar. Hann tekur 15 fráköst í kvöld. En svo fannst mér þeir bara svolítið springa í 4. leikhluta. Við vorum búnir að rótera aðeins meira. Náðum að halda velli og klára 3. fjórðunginn allt í lagi en svo í 4. fannst mér þeir springa. Milka hélt þeim inni í leiknum í fyrri hálfleik, helvíti góður og erfiður við að eiga, en var líka búinn að spila 18 mínútur í fyrri hálfleik. Hann hélt þeim inni í fyrri hálfleik en var orðinn aðeins þreyttur í seinni.“ Það má segja að Þórsarar hafi náð að spila sinn leik, keyra upp hraðann og láta stóru menn Keflavíkur, þá Milka og Okeke, hafa mikið fyrir hlutunum. Lárus var að vonum sáttur með framlag síns liðs, en það voru margir að leggja í púkkið. „Við vorum að fá gott framlag víða. Jordan átti frábæran leik, mjög hraður og erfitt fyrir Milka að eiga við hann. Pablo kom rosalega vel inn í þetta af bekknum. Það voru þrír sem voru að skora yfir 20 stig. Við fengum engan ofurleik frá Stymma en það voru margir að leggja í púkkið.“ Það er mikil breyting á liði Þórs síðan í upphafi móts. Hvað er það sem ríður baggamuninn? „Við fáum Jordan inn. Eftir það höfum við bara tapað einum leik. Við breyttum liðinu rosalega mikið frá því í október. Þrír strákar farið í burtu og Styrmir kominn inn. Við vorum bara ekki búnir að finna neinn takt og finna út hvernig við vildum spila. Við vorum með allt öðruvísi lið og uppleggið var allt öðruvísi. Við vorum að spila öðruvísi kerfi en núna erum við bara vonandi komnir í einhvern takt. Þetta snýst um það kannski að einfalda hlutina, geta gert þá vel og það sama aftur og aftur.“ Jordan Semple átti skínandi góðan leik í kvöld og hrósaði Lárus honum og nefndi sérstaklega hvað hann væri hraður og góður sendingarmaður miðað við stóran mann. „Bara mjög góður. Hann var að hjálpa okkur varnarlega og að verja hringinn ágætlega þegar þeir voru komnir í upplögð færi. Mikill hraði í honum. Það sem hann hefur kannski líka sem er gott í stórum manni að hann er rosalega góður sendingarmaður. Það er þægilegt að spila með honum.“ Þórsarar hljóta að vera komnir með að minnsta kostið annað augað á úrslitakeppnina miðað við hvernig úrslitin eru að detta í hús þessa dagana? „Það er gamla góða klisjan. Við erum að hugsa um okkur. Við erum búnir að ákveða það. Nú er pása en næsti leikur er risaleikur. ÍR á heimavelli og við þurfum bara einbeita okkur að því að reyna að vinna ÍR.“ Nú er landsleikjahlé framundan í deildinni. Við spurðum Lárus hvort hann ætlaði ekkert að skella sér til Tene, mögulega í hópferð með Máté Dalmay, þjálfara Hauka? „Hann er kannski sá eini sem þarf ekki á því að halda að fara til Tene, hann er miklu brúnni en ég! Ég fer kannski bara á skíði á Akureyri eða eitthvað.“
Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Þór Þ. 83-104 | Þórsarar fyrstir til að vinna Keflvíkinga í Keflavík Þórsarar frá Þorlákshöfn urðu í kvöld fyrsta liðið til að vinna sigur gegn Keflvíkingum á þeirra heimavelli á tímabilinu í Subway-deild karla í körfubolta. Lokatölur 83-104, en Þórsarar hafa verið á mikilli siglingu og liðið nálgast sæti í úrslitakeppninni eftir sinn fjórða deildarsigur í röð. 17. febrúar 2023 23:01 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Enski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Þór Þ. 83-104 | Þórsarar fyrstir til að vinna Keflvíkinga í Keflavík Þórsarar frá Þorlákshöfn urðu í kvöld fyrsta liðið til að vinna sigur gegn Keflvíkingum á þeirra heimavelli á tímabilinu í Subway-deild karla í körfubolta. Lokatölur 83-104, en Þórsarar hafa verið á mikilli siglingu og liðið nálgast sæti í úrslitakeppninni eftir sinn fjórða deildarsigur í röð. 17. febrúar 2023 23:01