Tiger gaf Thomas túrtappa Sindri Sverrisson skrifar 17. febrúar 2023 09:31 Það fór vel á með Tiger Woods og Justin Thomas á mótinu sem Tiger sjálfur heldur, The Genesis Invitational, í gær. Getty/Cliff Hawkins Tiger Woods olli fjölmörgum stuðningsmönnum sínum ekki vonbrigðum á fyrsta hring The Genesis Invitational mótsins í golfi. Gjöf sem hann gaf Justin Thomas á hringnum vakti þó mesta athygli. Tiger er gestgjafi mótsins sem er hluti af PGA-mótaröðinni, en það fer fram í Los Angeles. Áhorfendur kyrjuðu nafn hans í lok dags eftir að hann hafði fengið fugl á síðustu þremur holunum og endað á 69 höggum, eða -2 höggum. Tiger er greinilega ekki drauður úr öllum æðum og átti ítrekað betri teighögg en Justin Thomas og Rory McIlroy, og eftir að hafa slegið lengra en Thomas af níunda teig gaf hann hinum 29 ára gamla Thomas athyglisverða gjöf. Tiger laumaði nefnilega túrtappa í lófa Thomas, hvað sem það átti svo sem að tákna, og glotti einnig til Thomas eftir að hafa sett niður lokapúttið sitt við mikinn fögnuð viðstaddra. pic.twitter.com/BnQ7PacLQx— Hard Rock Sportsbook (@HardRockSB) February 17, 2023 Eftir hringinn mátti heyra á McIlroy að hann væri ekki ánægður með hvernig Tiger tókst ítrekað að slá lengra en kollegar sínir af teig. „Ég þarf að taka til starfa á æfingasvæðinu. Ég stillti dræverinn minn til að bæta við fláa í byrjun vikunnar en gæti þurft að breyta honum til baka aftur. Ég er ekki ánægður með að hann sé að slá lengra en ég,“ sagði McIlroy. Tiger er í 27. sæti eftir fyrsta hring en Thomas lék höggi betur og er í 14. sæti. McIlroy er svo á -4 höggum í 7. sæti. Max Homa og Keith Mitchell eru efstir á -7 höggum en Jon Rahm einn í 3. sæti á -6 höggum. Golf Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Tiger er gestgjafi mótsins sem er hluti af PGA-mótaröðinni, en það fer fram í Los Angeles. Áhorfendur kyrjuðu nafn hans í lok dags eftir að hann hafði fengið fugl á síðustu þremur holunum og endað á 69 höggum, eða -2 höggum. Tiger er greinilega ekki drauður úr öllum æðum og átti ítrekað betri teighögg en Justin Thomas og Rory McIlroy, og eftir að hafa slegið lengra en Thomas af níunda teig gaf hann hinum 29 ára gamla Thomas athyglisverða gjöf. Tiger laumaði nefnilega túrtappa í lófa Thomas, hvað sem það átti svo sem að tákna, og glotti einnig til Thomas eftir að hafa sett niður lokapúttið sitt við mikinn fögnuð viðstaddra. pic.twitter.com/BnQ7PacLQx— Hard Rock Sportsbook (@HardRockSB) February 17, 2023 Eftir hringinn mátti heyra á McIlroy að hann væri ekki ánægður með hvernig Tiger tókst ítrekað að slá lengra en kollegar sínir af teig. „Ég þarf að taka til starfa á æfingasvæðinu. Ég stillti dræverinn minn til að bæta við fláa í byrjun vikunnar en gæti þurft að breyta honum til baka aftur. Ég er ekki ánægður með að hann sé að slá lengra en ég,“ sagði McIlroy. Tiger er í 27. sæti eftir fyrsta hring en Thomas lék höggi betur og er í 14. sæti. McIlroy er svo á -4 höggum í 7. sæti. Max Homa og Keith Mitchell eru efstir á -7 höggum en Jon Rahm einn í 3. sæti á -6 höggum.
Golf Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira