Viðskipti innlent

Björn nýr fram­kvæmda­stjóri hjá Arion banka

Bjarki Sigurðsson skrifar
Björn Björnsson er nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs Arion Banka.
Björn Björnsson er nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs Arion Banka.

Björn Björnsson hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs Arion banka. Hann mun hefja störf þann 6. mars næstkomandi. 

Áður en Björn var ráðinn til Arion starfaði hann hjá Boston Consulting Group (BCG). Hjá BCG hefur hann meðal annars starfað með mörgum af stærstu fjármálafyrirtækjum Ástralíu og Norðurlanda að stefnumarkandi verkefnum í upplýsingatækni. Fyrir vann hann sem stjórnandi og sérfræðingur hjá íslenskum fjármálafyrirtækjum, meðal annars sem framkvæmdastjóri áhættustýringar hjá Byr.

Björn er með BS próf í tölvunarfræði og MS próf í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og MBA próf frá Melbourne Business School. Björn er giftur Hrefnu Þorbjörgu Hákonardóttur sjúkraþjálfara og eiga þau tvö börn.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×