Litlar áhyggjur af Strætó en „ömurleg staða“ fyrir ferðaþjónustuna Máni Snær Þorláksson skrifar 14. febrúar 2023 16:10 Jóhannes Svavar Rúnarsson og Björn Ragnarsson ræða um afleiðingar verkfallsins. Vísir/Strætó/Ívar Framkvæmdastjóri Strætó er bjartsýnn á að undanþágubeiðni vegna verkfalls olíubílstjóra verði samþykkt af Eflingu. Forstjóri Kynnisferða segir stöðuna vera ömurlega. „Það þarf nú enginn að hafa áhyggjur á morgun og ekki allavega út þessa viku,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, í samtali við fréttastofu. Ef svarið við beiðninni verður hins vegar ekki jákvætt þá mun það hafa áhrif á strætósamgöngur. „Við gætum þá séð einhver áhrif í næstu viku í fyrsta lagi.“ Jóhannes býst þó við því að Efling samþykki undanþágubeiðnina. „Ég er mjög bjartsýnn maður, annars væri ég ekki hérna í þessu starfi. Við allavega teljum að þessum verkföllum sé nú ekki beint gegn strætó,“ segir hann. Strætó gæti orðið besta leiðin í verkfallinu en það fer eftir því hvort Efling samþykki undanþágubeiðnina.Vísir/Vilhelm „Það eru mjög mikilvægir hópar sem ferðast með strætó til að komast í mikilvæg störf, eins og sýndi sig svo sem í Covid, heilbrigðisstarfsfólk og fleiri. Þannig við erum þokkalega bjartsýn á að við fáum undanþágu.“ Eldsneytisbirgðirnar ættu, að sögn framkvæmdastjórans, að duga í tíu til fjórtán daga. „Það er bara svona „standard“ hjá okkur. Við gerðum ekkert annað en að fylla bara á. Svo er bara að vona að menn setjist við samningaborðið og leysi þetta mál áður en allt fer í óefni.“ Til skoðunar að sækja um undanþágu Björn Ragnarsson, forstjóri Kynnisferða, hefur áhyggjur af afleiðingum verkfallsins á ferðaþjónustu. Kynnisferðir sjá auk annarra um akstur á strætisvögnum og mun undanþágubeiðni Strætó því hjálpa þeim rekstri verði hún samþykkt. Auk þess sér fyrirtækið til dæmis um fólksflutninga til og frá Keflavíkurflugvelli en til skoðunar er að sækja um undanþágu á þeim rekstri. „Við munum auðvitað skoða það með okkar sérfræðingum hvort það sé möguleiki að sækja um einhverja undanþágu til að vera með flutninga á milli. Við sjáum meðal annars um flutning á flugvirkjum fyrir Icelandair og þeir þurfa að komast til vinnu.“ Ömurleg staða Auk olíubílstjóranna sem fara í verkfall á morgun eru félagsmenn Eflingar sem starfa á hótelum ýmist í verkfalli, á leiðinni í verkfall eða eru að fara að greiða atkvæði um verkfall. Áhrif þessara verkfalla geta því haft mikil áhrif á ferðaþjónustuna. Björn telur því ljóst að þetta eigi eftir að leiða til þess að færri ferðamenn komi til landsins: „Þetta er ömurleg staða sem að upp er komin þannig við vonum að samningar takist sem allra allra fyrst þannig að við getum farið að halda áfram. Það er mikill áhugi á landinu og töluvert af ferðamönnum sem eru að koma og við erum náttúrulega ný stigin upp úr Covid. Þannig það er það sem við vonumst til, að við getum nýtt þennan meðbyr.“ Kjaramál Samgöngur Kjaraviðræður 2022-23 Strætó Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
„Það þarf nú enginn að hafa áhyggjur á morgun og ekki allavega út þessa viku,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, í samtali við fréttastofu. Ef svarið við beiðninni verður hins vegar ekki jákvætt þá mun það hafa áhrif á strætósamgöngur. „Við gætum þá séð einhver áhrif í næstu viku í fyrsta lagi.“ Jóhannes býst þó við því að Efling samþykki undanþágubeiðnina. „Ég er mjög bjartsýnn maður, annars væri ég ekki hérna í þessu starfi. Við allavega teljum að þessum verkföllum sé nú ekki beint gegn strætó,“ segir hann. Strætó gæti orðið besta leiðin í verkfallinu en það fer eftir því hvort Efling samþykki undanþágubeiðnina.Vísir/Vilhelm „Það eru mjög mikilvægir hópar sem ferðast með strætó til að komast í mikilvæg störf, eins og sýndi sig svo sem í Covid, heilbrigðisstarfsfólk og fleiri. Þannig við erum þokkalega bjartsýn á að við fáum undanþágu.“ Eldsneytisbirgðirnar ættu, að sögn framkvæmdastjórans, að duga í tíu til fjórtán daga. „Það er bara svona „standard“ hjá okkur. Við gerðum ekkert annað en að fylla bara á. Svo er bara að vona að menn setjist við samningaborðið og leysi þetta mál áður en allt fer í óefni.“ Til skoðunar að sækja um undanþágu Björn Ragnarsson, forstjóri Kynnisferða, hefur áhyggjur af afleiðingum verkfallsins á ferðaþjónustu. Kynnisferðir sjá auk annarra um akstur á strætisvögnum og mun undanþágubeiðni Strætó því hjálpa þeim rekstri verði hún samþykkt. Auk þess sér fyrirtækið til dæmis um fólksflutninga til og frá Keflavíkurflugvelli en til skoðunar er að sækja um undanþágu á þeim rekstri. „Við munum auðvitað skoða það með okkar sérfræðingum hvort það sé möguleiki að sækja um einhverja undanþágu til að vera með flutninga á milli. Við sjáum meðal annars um flutning á flugvirkjum fyrir Icelandair og þeir þurfa að komast til vinnu.“ Ömurleg staða Auk olíubílstjóranna sem fara í verkfall á morgun eru félagsmenn Eflingar sem starfa á hótelum ýmist í verkfalli, á leiðinni í verkfall eða eru að fara að greiða atkvæði um verkfall. Áhrif þessara verkfalla geta því haft mikil áhrif á ferðaþjónustuna. Björn telur því ljóst að þetta eigi eftir að leiða til þess að færri ferðamenn komi til landsins: „Þetta er ömurleg staða sem að upp er komin þannig við vonum að samningar takist sem allra allra fyrst þannig að við getum farið að halda áfram. Það er mikill áhugi á landinu og töluvert af ferðamönnum sem eru að koma og við erum náttúrulega ný stigin upp úr Covid. Þannig það er það sem við vonumst til, að við getum nýtt þennan meðbyr.“
Kjaramál Samgöngur Kjaraviðræður 2022-23 Strætó Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira