Viðskipti innlent

Vala, Einar, Fríða og Guð­mundur til Car­b­fix

Atli Ísleifsson skrifar
Vala Jónsdóttir, Guðmundur Ólafsson, Einar Magnús Einarsson og Fríða Jónsdóttir.
Vala Jónsdóttir, Guðmundur Ólafsson, Einar Magnús Einarsson og Fríða Jónsdóttir. Carbfix

Vala Jónsdóttir, Einar Magnús Einarsson, Fríða Jónsdóttir og Guðmundur Ólafsson hafa öll verið ráðin til Carbfix. 

Í tilkynningu kemur fram að Vala hafi verið ráðin til að stýra mannauðsmálum. 

„Vala var áður starfsþróunarstjóri hjá Össuri og þar áður mannauðsráðgjafi og viðskiptastjóri hjá Gallup Íslandi og verkefnastjóri hjá Félagsvísindastofnun. Hún er með B.A. próf í sálfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. próf í stjórnunarsálfræði frá háskólanum í Nottingham.

Einar Magnús Einarsson hefur verið ráðinn verkefnastjóri í rannsóknar- og þróunarverkefnum. Einar hefur starfað sem sérfræðingur hjá Fjársýslunni, verkefnastjóri í Þróunardeild Össurar og þar á undan sem veðurfræðingur á Veðurstofunni, RÚV og hjá Belgingi. Hann er með B.Sc. próf í jarðeðlisfræði frá Háskóla Íslands og MBA próf frá Háskólanum í Reykjavík.

Fríða Jónsdóttir hefur verið ráðin sem jarðeðlisfræðingur í verkefnaþróun. Fríða var áður hjá verkfræðistofunni VSÓ ráðgjöf þar sem hún sinnti m.a. skipulagningu jarðtæknirannsókna og jarðtækniútreikningum. Hún er með B.Sc. próf í jarðeðlisfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. próf í jarðeðlisfræði frá Uppsala-háskóla.

Guðmundur Ólafsson hefur verið ráðinn sem verkefnastjóri á tæknisviði. Guðmundur var áður verkefnastjóri á iðnaðarsviði Mannvits þar sem hann sinnti fjölbreyttum verkefnum á sviði endurnýjanlegra orkugjafa, umhverfismála og iðnaðar. Hann er með B.Sc. próf í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. próf í vélaverkfræði frá University of Michigan.

Þau hafa öll þegar hafið störf hjá Carbfix.

Um Carbfix:

Carbfix hefur allt frá árinu 2012 fangað CO2 frá Hellisheiðarvirkjun og dælt því ofan í basaltjarðlög þar sem það umbreytist í stein með náttúrulegum ferlum. Hefur sú aðferð til varanlegrar og öruggrar kolefnisförgunar vakið heimsathygli. Á meðal nýrra verkefna Carbfix er Coda Terminal, fyrirhuguð móttöku- og förgunarstöð í Straumsvík, sem ætlað er að farga allt að 3 milljónum tonna af CO2 á ári,“ segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×