Viðskipti innlent

Lára hætt hjá Aztiq

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Lára Ómarsdóttir tók við starfi samskiptastjóra Aztic árið 2021.
Lára Ómarsdóttir tók við starfi samskiptastjóra Aztic árið 2021.

Fjölmiðlakonan Lára Ómarsdóttur hefur skrifað undir starfsflokasamning hjá fjárfestingafélaginu Aztiq

Lára greinir sjálf frá þessu á Facebook en hún hefur verið samskiptastjóri Aztiq undanfarin tvö ár.

„Þetta hefur verið ákaflega lærdómsríkur tími, krefjandi, skemmtilegur og gefandi og ég hef verið afar heppin með samstarfsfólk. Nú mun starfið taka ákveðnum breytingum og sýn okkar er um margt ólík. Því var það niðurstaðan að ég myndi stíga frá borði,“ skrifar Lára sem kveðst ekki vita hvað taki næst við, þó hún sé viss um að það verði mjög spennandi og skemmtilegt.

Áður en Lára tók við starfi samskiptastjóra Astiq hafði hún starfað sem fréttamaður og dagskrárgerðarkona, lengst af hjá Ríkisútvarpinu.

Aztiq er að stórum hluta í eigu Róberts Wessman. Stærstu eignir Aztiq eru í lyfjafyrirtækjunum Alvogen og Alvotech.


Tengdar fréttir

Lára af skjánum og til Aztiq Fund

Lára Ómarsdóttir, sem starfað hefur sem fréttamaður á RÚV, hefur verið ráðin samskiptastjóri Aztiq Fund.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×