Viðskipti innlent

Kaka ársins 2023 komin í sölu

Máni Snær Þorláksson skrifar
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra, Guðrún Erla Guðjónsdóttir í Mosfellsbakaríi, og Sigurður Már Guðjónsson, formaður Landssambands bakarameistara.
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra, Guðrún Erla Guðjónsdóttir í Mosfellsbakaríi, og Sigurður Már Guðjónsson, formaður Landssambands bakarameistara. Aðsend

Kaka ársins 2023 var afhent matvælaráðherra í dag. Kakan kemur úr smiðju Guðrúnar Erlu Guðjónsdóttur í Mosfellsbakaríi.

Landssamband bakarameistara efnir á hverju ári til keppni um köku ársins og var engin undanteking gerð á því í ár. Sigurvegarinn í ár er Guðrún Erla en kaka með Doré karamellu-mousse með parrion-kremi og heslihnetumarengsbotni.

Sala á kökunni hefst í bakaríum félagsmanna Landssambands bakarameistara um allt land í dag í tilefni af Valentínusardegi sem er næstkomandi þriðjudag. Þá verður kakan til sölu út árið.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×