Viðskipti innlent

Átta milljónir pítsa pantaðar í Domino‘s-appinu á tíu árum

Atli Ísleifsson skrifar
Upprunalegt útlit Dominios' appsins fyrir tíu árum síðan.
Upprunalegt útlit Dominios' appsins fyrir tíu árum síðan. Dominos

Íslendingar hafa pantað rúmlega átta milljónir pítsa í gegnum Domino’s-appið á þeim tíu árum sem það hefur verið starfrækt.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Domino’s en tíu ár eru í dag liðin frá því að appið var tekið í notkun.

Magnús Hafliðason, forstjóri Domino's á Íslandi.Dominos

Þar segir að 95 prósent af veltu fyrirtækisins fari nú gegnum vefinn eða appið sem hafi verið unnið í samstarfi við huðbúnaðarfyrirtækið Stokk. Að sama skapi hefur fækkað mjög tilfellum þar sem viðskiptavinir hringi í þjónustuver til að panta pítsu.

Haft er eftir Magnúsi Hafliðasyni, forstjóra Domino‘s á Íslandi að þetta sé mikil breyting frá því sem áður var. Hann segir yngri viðskiptavini fyrirtækisins hringja síður og borga frekar fyrirfram.

„Hjá yngri viðskiptavinum eru stafrænar leiðir náttúrulegt fyrsta val, bæði við pöntun og almenna þjónustu, og sjáum við það einnig hvað varðar nýtingu á vefspjalli. Eins gott og símanúmerið okkar er þá er það ekki brennt í minni þeirra eins og hjá eldri kynslóðum.“

Ennfremur segir í tilkynningunni að yfir átta milljónir pítsa á tíu árum þýði að að meðaltali sé send inn ein og hálf pöntun á hverri mínútu allt árið um kring.

Appið í dag.Dominos





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×