Óskiljanlegar boltalíkingar ekki Seðlabankanum sæmandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. febrúar 2023 19:43 Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins gerir athugasemdir við röksemdir Seðlabankans fyrir vaxtahækkunum. Það standist ekki skoðun að nýgerðir kjarasamningar séu ástæða hækkunar, þar sem seðlabankastjóri hafi lýst ánægju með þá fyrir skömmu. Vaxtahækkun dagsins hafi ekki komið ekki á óvart. Þvert á móti hafi markaðsaðilar búist við henni. „Það sem Samtök atvinnulífsins gera athugasemd við er röksemdin sem liggur til grundvallar vaxtahækkuninni, þar sem Seðlabankinn er enn eina ferðina að skipta um skoðun. Lýsir því núna yfir að fyrst og fremst sé ástæðan nýgerðir kjarasamningar, eftir að hafa lýst því yfir fyrir nokkrum vikum síðan að þessi kjarasamningar væru vel ásættanlegir og myndu að öllum líkindum ekki leiða til vaxtahækkana,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Verðmætasta eign Seðlabankans sé trúverðugleiki, sem hann rýri með því að skipta sífellt um skoðun. „Mér þykir mikill losarabragur á yfirlýsingu Seðlabankans og þessar boltalíkingar, sem eru með öllu óskiljanlegar, eru bankanum ekki sæmandi.“ Skilaboðin séu skýr Engu að síður hafi ákvörðun og yfirlýsingar Seðlabankans áhrif á yfirstandandi kjaradeilur. „Verið er að senda mjög skýr skilaboð til aðila vinnumarkaðarins og hins opinbera, um að lengra verði ekki gengið, hvorki við gerð kjarasamning né í þenslu hins opinbera. Okkur ber að leggja við hlustir þegar þau skilaboð berast.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Seðlabankinn Efnahagsmál Verðlag Tengdar fréttir „Þetta er vítahringur sem maður óttast að sé hafinn“ Forseti ASÍ óttast að vítahringur vaxtahækkana sé hafinn. Miðstjórn sambandsins hafnar því að skýringuna á hárri verðbólgu sé að finna í kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum. 8. febrúar 2023 16:10 Harður tónn Seðlabankans hífir upp kröfu ríkisbréfa Ávöxtunarkröfur á óverðtryggðum ríkisskuldabréfum á styttri endanum hækkuðu um allt að 30 punkta í morgun eftir að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað að hækka vexti um 0,5 prósentustig. 8. febrúar 2023 13:49 Seðlabankinn hafi dregið stutta stráið Seðlabankastjóri segir Seðlabankinn hafi dregið það stutta strá að þurfa að bregðast við verðbólgu hér á landi, sem skýri enn eina stýrivaxtahækkun bankans í morgun. Stjórnendur bankans gagnrýndu hið opinbera og aðila vinnumarkaðarins nokkuð fyrir ákvarðanir síðustu missera og var talað um sjálfsmark í því samhengi. Var því velt upp hvort að þessir aðilar væru staddir í öðrum veruleika en Seðlabankinn. 8. febrúar 2023 11:29 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Elísabet Hanna til Bara tala Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023. Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá meira
Vaxtahækkun dagsins hafi ekki komið ekki á óvart. Þvert á móti hafi markaðsaðilar búist við henni. „Það sem Samtök atvinnulífsins gera athugasemd við er röksemdin sem liggur til grundvallar vaxtahækkuninni, þar sem Seðlabankinn er enn eina ferðina að skipta um skoðun. Lýsir því núna yfir að fyrst og fremst sé ástæðan nýgerðir kjarasamningar, eftir að hafa lýst því yfir fyrir nokkrum vikum síðan að þessi kjarasamningar væru vel ásættanlegir og myndu að öllum líkindum ekki leiða til vaxtahækkana,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Verðmætasta eign Seðlabankans sé trúverðugleiki, sem hann rýri með því að skipta sífellt um skoðun. „Mér þykir mikill losarabragur á yfirlýsingu Seðlabankans og þessar boltalíkingar, sem eru með öllu óskiljanlegar, eru bankanum ekki sæmandi.“ Skilaboðin séu skýr Engu að síður hafi ákvörðun og yfirlýsingar Seðlabankans áhrif á yfirstandandi kjaradeilur. „Verið er að senda mjög skýr skilaboð til aðila vinnumarkaðarins og hins opinbera, um að lengra verði ekki gengið, hvorki við gerð kjarasamning né í þenslu hins opinbera. Okkur ber að leggja við hlustir þegar þau skilaboð berast.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Seðlabankinn Efnahagsmál Verðlag Tengdar fréttir „Þetta er vítahringur sem maður óttast að sé hafinn“ Forseti ASÍ óttast að vítahringur vaxtahækkana sé hafinn. Miðstjórn sambandsins hafnar því að skýringuna á hárri verðbólgu sé að finna í kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum. 8. febrúar 2023 16:10 Harður tónn Seðlabankans hífir upp kröfu ríkisbréfa Ávöxtunarkröfur á óverðtryggðum ríkisskuldabréfum á styttri endanum hækkuðu um allt að 30 punkta í morgun eftir að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað að hækka vexti um 0,5 prósentustig. 8. febrúar 2023 13:49 Seðlabankinn hafi dregið stutta stráið Seðlabankastjóri segir Seðlabankinn hafi dregið það stutta strá að þurfa að bregðast við verðbólgu hér á landi, sem skýri enn eina stýrivaxtahækkun bankans í morgun. Stjórnendur bankans gagnrýndu hið opinbera og aðila vinnumarkaðarins nokkuð fyrir ákvarðanir síðustu missera og var talað um sjálfsmark í því samhengi. Var því velt upp hvort að þessir aðilar væru staddir í öðrum veruleika en Seðlabankinn. 8. febrúar 2023 11:29 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Elísabet Hanna til Bara tala Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023. Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá meira
„Þetta er vítahringur sem maður óttast að sé hafinn“ Forseti ASÍ óttast að vítahringur vaxtahækkana sé hafinn. Miðstjórn sambandsins hafnar því að skýringuna á hárri verðbólgu sé að finna í kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum. 8. febrúar 2023 16:10
Harður tónn Seðlabankans hífir upp kröfu ríkisbréfa Ávöxtunarkröfur á óverðtryggðum ríkisskuldabréfum á styttri endanum hækkuðu um allt að 30 punkta í morgun eftir að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað að hækka vexti um 0,5 prósentustig. 8. febrúar 2023 13:49
Seðlabankinn hafi dregið stutta stráið Seðlabankastjóri segir Seðlabankinn hafi dregið það stutta strá að þurfa að bregðast við verðbólgu hér á landi, sem skýri enn eina stýrivaxtahækkun bankans í morgun. Stjórnendur bankans gagnrýndu hið opinbera og aðila vinnumarkaðarins nokkuð fyrir ákvarðanir síðustu missera og var talað um sjálfsmark í því samhengi. Var því velt upp hvort að þessir aðilar væru staddir í öðrum veruleika en Seðlabankinn. 8. febrúar 2023 11:29