Viðskipti innlent

Andri Þór ráðinn til Advania

Atli Ísleifsson skrifar
Andri Þór Atlason.
Andri Þór Atlason. Advania

Andri Þór Atlason hefur gengið til liðs við mannauðslausnir Advania til að leiða vörustýringu og þróun Bakvarðar. Hann starfaði áður hjá Abacus Medicine og hefur víðtæka reynslu úr tækni- og lyfjageiranum í Kaupmannahöfn.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Advania. Þar segir að Andri Þór sé menntaður viðskiptafræðingur með meistaragráðu í nýsköpun og viðskiptaþróun frá Copenhagen Business School. 

„Hann fer nú fyrir vörustýringu og þróun á Bakverði sem er tíma- og verkskráningakerfi Advania og þjónar stórum hluta vinnustaða í íslensku atvinnulífi,“ segir í tilkynningunni.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×