Viðskipti

Vöruviðskipti óhagstæð um 15 milljarða króna í janúar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Vöruskiptajöfnuður síðustu tólf mánaða var óhagstæður um 325,1 milljarð króna sem er 92,3 milljörðum króna óhagstæðari jöfnuður en á tólf mánaða tímabili ári fyrr.
Vöruskiptajöfnuður síðustu tólf mánaða var óhagstæður um 325,1 milljarð króna sem er 92,3 milljörðum króna óhagstæðari jöfnuður en á tólf mánaða tímabili ári fyrr. Vísir/Vilhelm

Vöruskipti í janúar voru óhagstæð um 15 milljarða en fluttar voru út vörur fyrir 79,3 milljarða króna og inn fyrir 94,4 milljarða króna. Vöruskiptajöfnuðurinn í janúar var 9,4 milljörðum óhagstæðari en á sama tíma fyrir ári.

Vöruskiptajöfnuður síðustu tólf mánaða var óhagstæður um 325,1 milljarð króna, sem er 92,3 milljörðum króna óhagstæðari jöfnuður en á tólf mánaða tímabil ári fyrr.

Frá þessu er greint á vef Hagstofu Íslands.

Verðmæti vöruútflutnings í janúar 2023 jókst um 3,4 milljarða króna, eða um 4,4 prósent, frá janúar 2022 úr 76 milljörðum króna í 79,3 milljarða króna.

Hagstofa Íslands

„Verðmæti vöruútflutnings á 12 mánaða tímabili var 1.005,0 milljarðar króna og jókst um 216 milljarða króna miðað við tólf mánaða tímabili ári fyrr eða um 27,4% á gengi hvors árs. Iðnaðarvörur voru 57% alls vöruútflutnings og jókst verðmæti þeirra um 38,1% samanborið við tólf mánaða tímabili ári fyrr. Sjávarafurðir voru 35% alls vöruútflutnings en verðmæti þeirra jókst um 15.5% í samanburði við tólf mánaða tímabili ári fyrr,“ segir á vef Hagstofunnar.

Hagstofa Íslands

„Verðmæti vöruinnflutnings nam 94,4 milljörðum króna í janúar 2023 samanborið við 81,6 milljarða í janúar 2022 og jókst því um 12,8 milljarða króna eða um 15,6%. Verðmæti hrá- og rekstrarvöru nam 25,8 milljörðum króna og jókst um 3,9 milljarða (17,9%), verðmæti fjárfestingarvara (utan flutningstækja) nam 25,2 milljörðum króna sem er aukning um 6,6 milljarða króna (35,1%) og verðmæti eldsneytis nam 14,4 milljörðum og jókst um 5,4 milljarða króna (58,5%) samanborið við janúar 2022.

Verðmæti vöruinnflutnings á 12 mánaða tímabili var 1.330,1 milljarður króna og jókst um 308,6 milljarða miðað við tólf mánaða tímabili ári fyrr eða um 30,2% á gengi hvors árs fyrir sig. Aukningin var mest í eldsneyti, hrá- og rekstrarvörum og fjárfestingavörum.

Meðaltal gengisvísitölu1 síðustu tólf mánaða var 190,9 og var gengið 2,3% sterkara en tólf mánaða tímabili ári fyrr þegar meðaltal gengisvísitölu var 195,5. Gengið veiktist um 4,7% í janúar (202,8) samanborið við janúar 2022 (193,7).“

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.