Viðskipti innlent

Bein út­sending: Bestu ís­lensku vöru­merkin

Atli Ísleifsson skrifar
Þetta er í þriðja sinn sem brandr verðlaunar íslensk vörumerki.
Þetta er í þriðja sinn sem brandr verðlaunar íslensk vörumerki. Aðsend

Vörumerkja­stof­an brandr mun útnefna „Bestu ís­lensku vörumerkin“ í þriðja sinn klukkan 12 í dag. Viðurkenningar eru veittar í fjór­um flokk­um, sem er skipt upp eft­ir starfs­manna­fjölda og því hvort vörumerk­in starfi á ein­stak­lings- eða fyr­ir­tækja­markaði. Þá er kynntur til sögunnar nýr flokkur: Besta alþjóðlega vörumerkið á Íslandi.

Hægt verður að fylgjast með útsendingunni í spilaranum hér fyrir neðan.

Verðlaun­in eru veitt á grund­velli vörumerkja­stefnu fyr­ir­tækja og er meðal annars litið til viðskiptalík­ana og staðfærslu þeirra við valið. Markmiðið með verðlaununum er að efla umræðu um mik­il­vægi góðrar vörumerkja­stefnu og verðlauna fyr­ir­tæki sem stóðu sig best á þessu sviði á síðasta ári.

Útsendingin hefst klukkan 12 og er hægt að fylgjast með í spilaranum að neðan

Fyrir áramót var kallað eftir tillögum frá almenningi og valnefnd, sem skipuð er tugum sérfræðing­a úr at­vinnu­líf­inu og fræðasam­fé­lag­inu. Í kjölfarið var óskað eftir því að tilnefnd vörumerkum skiluðu inn gögnum og kynningu. Niðurstöður kannanna og einkunnargjafar valnefndar sker svo úr hvert sterkasta vörumerkið er í hverjum flokki.

Í fyrsta skipti verður einnig veitt viðurkenning fyrir besta íslenska vörumerkið í flokknum „Persónubrandr“. Það er gert til að gefa þeim vægi sem eru að búa til sterkt vörumerki í kringum sig sem persónu.

Eftirfarandi vörumerki hljóta til­nefn­ingu í ár

Fyr­ir­tækja­markaður:

  • Advania
  • Brandenburg
  • BYKO
  • Controlant
  • Origo

Einstaklingsmarkaður, starfs­fólk 49 eða færri: 

  • Al­freð
  • Blush
  • Dinout
  • Hopp
  • Smitten
  • Svens

Ein­stak­lings­markaður, starfs­fólk 50 eða fleiri: 

  • 66°Norður
  • Borgarleikhúsið
  • Íslandsbanki
  • Krónan
  • Orkan
  • Play
  • Sky Lagoon

Alþjóðleg vörumerki á Íslandi:

  • Boozt
  • Domino's 
  • IKEA
  • KFC
  • Nocco

Tengdar fréttir





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×