Hægt verður að fylgjast með útsendingunni í spilaranum hér fyrir neðan.
Verðlaunin eru veitt á grundvelli vörumerkjastefnu fyrirtækja og er meðal annars litið til viðskiptalíkana og staðfærslu þeirra við valið. Markmiðið með verðlaununum er að efla umræðu um mikilvægi góðrar vörumerkjastefnu og verðlauna fyrirtæki sem stóðu sig best á þessu sviði á síðasta ári.
Útsendingin hefst klukkan 12 og er hægt að fylgjast með í spilaranum að neðan.
Fyrir áramót var kallað eftir tillögum frá almenningi og valnefnd, sem skipuð er tugum sérfræðinga úr atvinnulífinu og fræðasamfélaginu. Í kjölfarið var óskað eftir því að tilnefnd vörumerkum skiluðu inn gögnum og kynningu. Niðurstöður kannanna og einkunnargjafar valnefndar sker svo úr hvert sterkasta vörumerkið er í hverjum flokki.
Í fyrsta skipti verður einnig veitt viðurkenning fyrir besta íslenska vörumerkið í flokknum „Persónubrandr“. Það er gert til að gefa þeim vægi sem eru að búa til sterkt vörumerki í kringum sig sem persónu.

Eftirfarandi vörumerki hljóta tilnefningu í ár
Fyrirtækjamarkaður:
- Advania
- Brandenburg
- BYKO
- Controlant
- Origo
Einstaklingsmarkaður, starfsfólk 49 eða færri:
- Alfreð
- Blush
- Dinout
- Hopp
- Smitten
- Svens
Einstaklingsmarkaður, starfsfólk 50 eða fleiri:
- 66°Norður
- Borgarleikhúsið
- Íslandsbanki
- Krónan
- Orkan
- Play
- Sky Lagoon
Alþjóðleg vörumerki á Íslandi:
- Boozt
- Domino's
- IKEA
- KFC
- Nocco