Viðskipti innlent

Innkalla MUNA hampolíu vegna of mikils THC

Hólmfríður Gísladóttir skrifar

Icepharma hefur sent frá sér tilkynningu um innköllun á framleiðslulotu af MUNA hampolíu vegna of hás innihalds af THC (tetrahydrocannabinol). Ráðist er í innköllunina í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. 

Innköllunin á aðeins við MUNA hampolíu með strikamerkið 5694230036981, lotunúmerið Q581 og best fyrir dagsetninguna 30.01.2023.

Varan var seld í Krónunni, Nettó, Fjarðarkaupum, Hagkaup, Kjörbúðinni, Iceland, Melabúðinni, Heimkaupum, Brauðhúsinu, H verslun, Hjá Jóhönnu og Lyfjaveri.

„Viðskiptavinir sem keypt hafa ofangreinda vöru eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga eða skila henni í verslunina þar sem hún var keypt gegn fullri endurgreiðslu,“ segir í tilkynningu frá Icepharma.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×