Viðskipti innlent

Ómar nýr fram­kvæmda­stjóri hjá Digido

Atli Ísleifsson skrifar
Ómar Þór Ómarsson.
Ómar Þór Ómarsson. Aðsend

Ómar Þór Ómarsson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri vaxtar hjá markaðsstofunni Digido. Hlutverk hans verður að hjálpa íslenskum fyrirtækjum að vaxa á alþjóðavísu.

Í tilkynningu kemur fram að Ómar muni meðal annars leiða nýtt B2B teymi (markaðssetningu fyrirtækja til annarra fyrirtækja) með það markmið að hjálpa íslenskum fyrirtækjum með alþjóðlega stefnumótun.

„Ómar hefur víðtæka reynslu af sölu- og markaðsmálum ásamt viðskipta- og vöruþróun fyrirtækja á alþjóðavísu. Síðastliðin átta ár hefur hann gegnt stöðu markaðsstjóra hjá alþjóðlega fjártæknifyrirtækinu Meniga. Áður starfaði Ómar sem ráðgjafi á fyrirtækjasviði hjá Deloitte í Sviss og viðskiptastjóri hjá Creditinfo. Ómar er með gráðu í fjármálaverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík og gráðu í stafrænni markaðssetningu frá Columbia Háskóla,“ segir í tilkynningunni.

Digido er gagnadrifin markaðsstofa sem starfar með mörgum af stærstu fyrirtækjum landsins við ráðgjöf og umsjón um markaðs- og birtingamál. Meðal samstarfsaðila eru Arion banki, Men & Mice, 50 Skills, Pay Analytics og Origo auk fjölda annarra. 

Hjá Digido starfa ellefu sérfræðingar á sviði markaðs- og auglýsingaráðgjafar með áherslu á gagnadrifna markaðssetningu.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.