Hann heitir réttu nafni John Lydon en er oftast þekktur sem Johnny Rotten. Hann samdi lagið Hawaii um eiginkonu sína, Nora, sem er með Alzheimer's. Hann vonaðist eftir því að geta vakið athygli á þeim hræðilega sjúkdómi með þátttöku sinni.
Lagið söng hann með hljómsveit sinni Public Image Ltd. sem hann stofnaði árið 1978 eftir að hafa hætt í Sex Pistols.
Í stað Public Image Ltd. mun hljómsveitin Wild Youth taka þátt fyrir hönd Íra með lagið We Are One. Hljómsveitin er ágætlega þekkt og hefur fylgt tónlistarmönnum á borð við Lewis Capaldi og Niall Horan á tónleikaferðalögum.