Lífið

Johnny Rotten hlaut ekki náð fyrir augum Íra

Bjarki Sigurðsson skrifar
Johnny Rotten á tónleikum í London í fyrrasumar.
Johnny Rotten á tónleikum í London í fyrrasumar. Getty/Jim Dyson

Johnny Rotten, fyrrverandi söngvari hljómsveitarinnar Sex Pistol, mun ekki keppa fyrir hönd Íra í Eurovision í ár. Lag hans, Hawaii, tapaði fyrir hljómsveitinni Wild Youth í undankeppni Írlands í gær. 

Hann heitir réttu nafni John Lydon en er oftast þekktur sem Johnny Rotten. Hann samdi lagið Hawaii um eiginkonu sína, Nora, sem er með Alzheimer's. Hann vonaðist eftir því að geta vakið athygli á þeim hræðilega sjúkdómi með þátttöku sinni. 

Lagið söng hann með hljómsveit sinni Public Image Ltd. sem hann stofnaði árið 1978 eftir að hafa hætt í Sex Pistols. 

Í stað Public Image Ltd. mun hljómsveitin Wild Youth taka þátt fyrir hönd Íra með lagið We Are One. Hljómsveitin er ágætlega þekkt og hefur fylgt tónlistarmönnum á borð við Lewis Capaldi og Niall Horan á tónleikaferðalögum. 


Tengdar fréttir

Goðsögn pönksins vill taka þátt í Eurovision

Þjóðirnar 37 sem taka þátt í Eurovision söngvakeppninni í vor eru smám saman farnar að velja framlag sitt. Írland, sem hefur unnið keppnina 7 sinnum, eða oftar en nokkur önnur þjóð, velur framlag sitt í byrjun næsta mánaðar. Þar hefur einn keppandi algerlega stolið senunni og í raun reitt marga til reiði.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.