„Ekki mjög þægilegt en þetta er eitthvað sem er löngu ákveðið með stjórn og leikmönnum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. febrúar 2023 23:00 Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals. Vísir/Hulda Margrét Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, segir að sitt lið hafi ekki átt skilið að vinna leik sinn gegn Haukum í Olís-deild kvenna í kvöld. Valur, sem er á toppi Olís-deildarinnar, vann ansi nauman sigur á liðinu sem er í fimmta sæti. Þegar hann var spurður að því eftir leik hvort þetta hefði verið naumari sigur en hann átti von á, þá sagði hann: „Já, ég skal alveg viðurkenna það.“ „En ég átti von á hörkuleik. Haukar voru yfir meiripart leiksins og í raun áttum við ekki skilið að vinna þennan leik. Við sýndum karakter í lokin, rifum okkur upp og fengum góða markvörslu. Það var líklega það sem skóp þennan sigur.“ Ágúst tók leikhlé snemma leiks þar sem hans lið var ekki að byrja vel. Lét hann leikmenn sína heyra það? „Nei, ég var ekkert að því. Ég var bara aðeins að spjalla við þær og fá fólk til að ræsa á sér. Það heppnaðist ekki alltof vel en við náðum að éta þetta aðeins niður fyrir hálfleikinn. Þetta var járn í járn í seinni hálfleik og ég er guðslifandi feginn að við fengum tvö stig.“ Hann viðurkennir að hann hafi verið orðinn stressaður á því að þetta myndi ekki detta með Val í dag. „Auðvitað var ég það. Haukar eru með gott lið, þær eru í mjög góðu formi og geta hlaupið mikið. Þær áttu alveg skilið að vinna en við stálum og ég er mjög ánægður með það.“ Það vakti athygli að Sara Sif Helgadóttir byrjaði á bekknum hjá Val en hún kom svo inn í markið og varði mjög vel. „Sara er búin að vera að glíma við meiðsli og við erum að spara hana aðeins. Hrafnhildur hefur líka verið að standa sig vel. Sara kom vel inn í dag og var kannski ástæðan á bak við að við náum í þessi tvö stig.“ Ágúst er tiltölulega nýkominn til baka eftir að hafa farið með karlalandsliðinu til Svíþjóðar á HM. Hann er þar í þjálfarateyminu. Var erfitt að vera fjarri Valsliðinu á meðan? „Já, það er ekki mjög þægilegt en þetta er eitthvað sem er löngu ákveðið með stjórn og leikmönnum. Þetta kom ekki upp korter í mót sko. Ég nenni ekki að vera að velta því fyrir mér.“ Hann var gagnrýndur fyrir þetta, en Valsliðið náði aðeins í þrjú stig úr þremur leikjum á meðan hann var fjarri. „Þetta er eitthvað sem ég og félagið erum með samkomulag um. Þess vegna er ekkert meira um það að segja,“ sagði Ágúst að lokum. Olís-deild kvenna Valur Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Haukar 27-26 | Toppliðið þurfti að hafa fyrir hlutunum Topplið Vals þurfti að hafa fyrir hlutunum er liðið tók á móti Haukum í Olís-deild kvenna í handbolta í kvöld. Eftir jafnan og spennandi leik unnu Valskonur að lokum nauman eins marks sigur, 27-26. 3. febrúar 2023 21:46 Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Fleiri fréttir Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Sjá meira
Þegar hann var spurður að því eftir leik hvort þetta hefði verið naumari sigur en hann átti von á, þá sagði hann: „Já, ég skal alveg viðurkenna það.“ „En ég átti von á hörkuleik. Haukar voru yfir meiripart leiksins og í raun áttum við ekki skilið að vinna þennan leik. Við sýndum karakter í lokin, rifum okkur upp og fengum góða markvörslu. Það var líklega það sem skóp þennan sigur.“ Ágúst tók leikhlé snemma leiks þar sem hans lið var ekki að byrja vel. Lét hann leikmenn sína heyra það? „Nei, ég var ekkert að því. Ég var bara aðeins að spjalla við þær og fá fólk til að ræsa á sér. Það heppnaðist ekki alltof vel en við náðum að éta þetta aðeins niður fyrir hálfleikinn. Þetta var járn í járn í seinni hálfleik og ég er guðslifandi feginn að við fengum tvö stig.“ Hann viðurkennir að hann hafi verið orðinn stressaður á því að þetta myndi ekki detta með Val í dag. „Auðvitað var ég það. Haukar eru með gott lið, þær eru í mjög góðu formi og geta hlaupið mikið. Þær áttu alveg skilið að vinna en við stálum og ég er mjög ánægður með það.“ Það vakti athygli að Sara Sif Helgadóttir byrjaði á bekknum hjá Val en hún kom svo inn í markið og varði mjög vel. „Sara er búin að vera að glíma við meiðsli og við erum að spara hana aðeins. Hrafnhildur hefur líka verið að standa sig vel. Sara kom vel inn í dag og var kannski ástæðan á bak við að við náum í þessi tvö stig.“ Ágúst er tiltölulega nýkominn til baka eftir að hafa farið með karlalandsliðinu til Svíþjóðar á HM. Hann er þar í þjálfarateyminu. Var erfitt að vera fjarri Valsliðinu á meðan? „Já, það er ekki mjög þægilegt en þetta er eitthvað sem er löngu ákveðið með stjórn og leikmönnum. Þetta kom ekki upp korter í mót sko. Ég nenni ekki að vera að velta því fyrir mér.“ Hann var gagnrýndur fyrir þetta, en Valsliðið náði aðeins í þrjú stig úr þremur leikjum á meðan hann var fjarri. „Þetta er eitthvað sem ég og félagið erum með samkomulag um. Þess vegna er ekkert meira um það að segja,“ sagði Ágúst að lokum.
Olís-deild kvenna Valur Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Haukar 27-26 | Toppliðið þurfti að hafa fyrir hlutunum Topplið Vals þurfti að hafa fyrir hlutunum er liðið tók á móti Haukum í Olís-deild kvenna í handbolta í kvöld. Eftir jafnan og spennandi leik unnu Valskonur að lokum nauman eins marks sigur, 27-26. 3. febrúar 2023 21:46 Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Fleiri fréttir Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Sjá meira
Leik lokið: Valur - Haukar 27-26 | Toppliðið þurfti að hafa fyrir hlutunum Topplið Vals þurfti að hafa fyrir hlutunum er liðið tók á móti Haukum í Olís-deild kvenna í handbolta í kvöld. Eftir jafnan og spennandi leik unnu Valskonur að lokum nauman eins marks sigur, 27-26. 3. febrúar 2023 21:46
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn