Golf

Bale fer vel af stað á PGA

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gareth Bale mundar golfkylfuna.
Gareth Bale mundar golfkylfuna. getty/Jed Jacobsohn

Frumraun Gareths Bale á PGA-mótaröðinni fór vel af stað. Hann keppir á Pebble Beach Pro-Am um helgina.

Bale lagði takkaskóna á hilluna í byrjun árs eftir farsælan feril. Hann hefur ekki setið auðum höndum síðan þá og fékk meðal annars tækifæri til að keppa á PGA-mótaröðinni.

Meðal annarra stjarna sem keppa á Pebble Beach Pro-Am eru leikararnir Jason Bateman og Bill Murray, rapparinn Macklemore og NFL-leikmaðurinn Aaron Rodgers.

Bale er í liði með atvinnumanninum Joseph Bramlett og þeir spiluðu fyrsta hringinn á mótinu á samtals sjö höggum undir pari. Þeir eru í 18. sæti mótsins.

Efstu 25 liðin fara áfram og spila á lokadegi mótsins á sunnudaginn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.