Mate skýtur á Valsara: Veit ekki á hvaða vegferð þeir eru Sæbjörn Þór S. Steinke skrifar 2. febrúar 2023 22:54 Mate Dalmay, þjálfari Hauka. Vísir/Diego „Akkúrat núna er ég svolítið vonlaus og svekktur,“ sagði Mate Dalmay, þjálfari Hauka, eftir tap sinna manna gegn Íslandsmeisturum Vals í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Hann nefndi tvennt sem hann var svekktastur með. Fyrra var kafli í fyrri hálfleik þar sem vantaði blóð á tennurnar til að búa til meiri mun. „Þeir einhvern veginn hægja rosalega á okkur þegar við erum í ágætis flæði, ég held að það sé fjórum-fimm sinnum þar sem einhver liggur hjá þeim og kemur svo inn á strax aftur. Ekkert eðlilega mikil reynsla í þessum „floppum“ og þykjustumeiðslum. Svo bilar ritaraborðið tvisvar. Þá einhvern veginn koðnum við niður.“ Það seinna er að við erum alltof litlir í „crunch time“ á meðan Kári setur mörg skot, Callum Lawson setur eina grísa flautukörfu ofan í og svo flautuþrist. Á þeim kafla erum við að klúðra troðslu, Emil er að klúðra sniðskoti, Danni er að klúðra flotskoti. Við náum ekki þessum auðveldu körfum, hvað þá einhverjum erfiðum.“ „Við vorum of litlir til að vinna í jöfnum leik og svo var það almennur leikþáttur í fyrri hálfleik.“ Mate viðurkennir að hann hafi ekki verið sáttur við allt það sem hann lagði upp með sóknarlega í lokaleikhlutanum. „Við erum líka gasaðir í fjórða, erum að hreyfa liðið of lítið og ég er ekkert sérstaklega ánægður með það sem ég fékk af bekknum í dag. Menn þorðu ekki alveg að vera til fannst mér. Það er rosalega erfitt að spila fjórir á móti fimm sóknarlega þegar menn eru að fela sig.“ Einn af byrjunarliðsmönnum Hauka, Orri Gunnarsson, missti af sínum öðrum leik í röð í kvöld vegna meiðsla. Mate vonast til að fá hann inn í næsta leik. Mate talaði um kaflann í fyrri hálfleik, hluta af þeim kafla var Hilmar Smári Henningsson á bekknum hjá Haukum þar sem hann var snöggur að næla sér í þrjár villur. Var hann svekktur út í Hilmar eða dómgæsluna? „Mér fannst þetta bara rosalega leiðinlegur leikur. Mér fannst þeir [dómararnir] falla í allar „floppgildrur“ Valsmanna. Þær eru rosalega margar og mjög mikið að falla í þær allar.“ „Ég veit ekki á hvaða vegferð þeir [Valsarar] eru. Þeir ættu kannski frekar að reyna spila betri körfubolta en þetta.“ Höfundi fannst Mate láta einhver orð falla í átt að Finni Frey Stefánssyni, þjálfara Vals, í leiknum. „Var ég að gera það? Það vita allir hvernig hann er, er í eyrunum á dómurunum allan tímann. Þegar ég er kominn með einhverja átta-níu titla þá kannski geri ég það líka. Ég fékk aðvörun strax og er á þeim stað í lífinu að ég á að grjóthalda kjafti. Það er bara sanngjarnt. En það voru engin orðaskipti, ég öskraði einhvern tímann út í loftið: „Hættiði nú þessu helvítis væli.“ Eitthvað svona en það var ekkert meira en það.“ Haukar hafa átt gott tímabil en eiga enn eftir að vinna liðin fyrir ofan sig í deildinni. Hvenær kemur að því? „Val ætlum við að vinna í undanúrslitum í apríl. Og ætli við vinnum ekki Keflavík í næstu viku?“ sagði sá ungverski að lokum. Subway-deild karla Haukar Valur Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 84-76 | Kári skaut uppeldisfélagið í kaf Valsmenn eru aftur komnir á topp Subway-deildarinnar eftir átta stiga heimasigur gegn Haukum í fimmtándu umferð deildarinnar, lokatölur urðu 84-76. 2. febrúar 2023 22:35 Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Sjá meira
Hann nefndi tvennt sem hann var svekktastur með. Fyrra var kafli í fyrri hálfleik þar sem vantaði blóð á tennurnar til að búa til meiri mun. „Þeir einhvern veginn hægja rosalega á okkur þegar við erum í ágætis flæði, ég held að það sé fjórum-fimm sinnum þar sem einhver liggur hjá þeim og kemur svo inn á strax aftur. Ekkert eðlilega mikil reynsla í þessum „floppum“ og þykjustumeiðslum. Svo bilar ritaraborðið tvisvar. Þá einhvern veginn koðnum við niður.“ Það seinna er að við erum alltof litlir í „crunch time“ á meðan Kári setur mörg skot, Callum Lawson setur eina grísa flautukörfu ofan í og svo flautuþrist. Á þeim kafla erum við að klúðra troðslu, Emil er að klúðra sniðskoti, Danni er að klúðra flotskoti. Við náum ekki þessum auðveldu körfum, hvað þá einhverjum erfiðum.“ „Við vorum of litlir til að vinna í jöfnum leik og svo var það almennur leikþáttur í fyrri hálfleik.“ Mate viðurkennir að hann hafi ekki verið sáttur við allt það sem hann lagði upp með sóknarlega í lokaleikhlutanum. „Við erum líka gasaðir í fjórða, erum að hreyfa liðið of lítið og ég er ekkert sérstaklega ánægður með það sem ég fékk af bekknum í dag. Menn þorðu ekki alveg að vera til fannst mér. Það er rosalega erfitt að spila fjórir á móti fimm sóknarlega þegar menn eru að fela sig.“ Einn af byrjunarliðsmönnum Hauka, Orri Gunnarsson, missti af sínum öðrum leik í röð í kvöld vegna meiðsla. Mate vonast til að fá hann inn í næsta leik. Mate talaði um kaflann í fyrri hálfleik, hluta af þeim kafla var Hilmar Smári Henningsson á bekknum hjá Haukum þar sem hann var snöggur að næla sér í þrjár villur. Var hann svekktur út í Hilmar eða dómgæsluna? „Mér fannst þetta bara rosalega leiðinlegur leikur. Mér fannst þeir [dómararnir] falla í allar „floppgildrur“ Valsmanna. Þær eru rosalega margar og mjög mikið að falla í þær allar.“ „Ég veit ekki á hvaða vegferð þeir [Valsarar] eru. Þeir ættu kannski frekar að reyna spila betri körfubolta en þetta.“ Höfundi fannst Mate láta einhver orð falla í átt að Finni Frey Stefánssyni, þjálfara Vals, í leiknum. „Var ég að gera það? Það vita allir hvernig hann er, er í eyrunum á dómurunum allan tímann. Þegar ég er kominn með einhverja átta-níu titla þá kannski geri ég það líka. Ég fékk aðvörun strax og er á þeim stað í lífinu að ég á að grjóthalda kjafti. Það er bara sanngjarnt. En það voru engin orðaskipti, ég öskraði einhvern tímann út í loftið: „Hættiði nú þessu helvítis væli.“ Eitthvað svona en það var ekkert meira en það.“ Haukar hafa átt gott tímabil en eiga enn eftir að vinna liðin fyrir ofan sig í deildinni. Hvenær kemur að því? „Val ætlum við að vinna í undanúrslitum í apríl. Og ætli við vinnum ekki Keflavík í næstu viku?“ sagði sá ungverski að lokum.
Subway-deild karla Haukar Valur Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 84-76 | Kári skaut uppeldisfélagið í kaf Valsmenn eru aftur komnir á topp Subway-deildarinnar eftir átta stiga heimasigur gegn Haukum í fimmtándu umferð deildarinnar, lokatölur urðu 84-76. 2. febrúar 2023 22:35 Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 84-76 | Kári skaut uppeldisfélagið í kaf Valsmenn eru aftur komnir á topp Subway-deildarinnar eftir átta stiga heimasigur gegn Haukum í fimmtándu umferð deildarinnar, lokatölur urðu 84-76. 2. febrúar 2023 22:35
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti