Atvinnulíf

Fólk farið að nota OpenAl gervi­greindina í sam­tals­með­ferðum

Rakel Sveinsdóttir skrifar
Fjarheilbirgðisþjónusta er komin til að vera og sífellt að verða meira áberandi. Nú virðist hin nýja OpenAl gervigreind vera að ryðja sér til rúms líka innan heilbrigðisgeirans, ýmist til frekari stuðnings eða í stað samtalsmeðferða.
Fjarheilbirgðisþjónusta er komin til að vera og sífellt að verða meira áberandi. Nú virðist hin nýja OpenAl gervigreind vera að ryðja sér til rúms líka innan heilbrigðisgeirans, ýmist til frekari stuðnings eða í stað samtalsmeðferða. Vísir/Getty

Á dögunum sagði Stöð 2 frá því að fyrir forvitnissakir hefði gervigreind verið notuð til að semja stutta kynningu fyrir Ísland í dag. Vísað var í forritið ChatGPT á vegum fyrirtækisins OpenAI sem á síðastliðnum vikum hefur vægast sagt verið að slá í gegn víðs vegar um heiminn.

Svo mikið að stjórnendur fyrirtækja eru farnir að nýta sér forritið á ýmsa vegu. 

Allt frá textagerð yfir í aðstoð við mat á fyrirtækjavirði. 

Eða að kóða heilu vefsíðurnar.

OpenAl er að stórum hluta í eigu Microsoft og virðist enginn átta sig á því fyrir víst hversu magnað þetta forrit mun á endanum verða. Hver verða mörkin á getu gervigreindar yfir höfuð?

Nú berast fréttir um að gervigreind sé að ryðja sér til rúms sem hluti af samtalsmeðferðum. Til dæmis hjá sálfræðingum.

Í byrjun janúar tilkynnti einn eigenda fjarheilbrigðisþjónustufyrirtækisins Koko það á Twitter að fyrirtækið væri farið að nota ChatGPT til að styðja við þjónustu fyrirtækisins viðum fjögur þúsund skjólstæðinga. ChatGPT er þó ekki hluti af fjarheilbrigðisþjónustu Koko heldur segist fyrirtækið nota gervigreindina til viðbótar við sína þjónustu.

Með það fyrir augum að besta hana.

Sem gekk ekki því í viðtali við FastCompany segir einn forsvarsmanna að almennt geti notendur Koko gefið þjónustunni endurgjöf með því að svara hvort þjónustan hafi verið Góð, allt í lagi eða slæm. Eftir að farið var að nota ChatGPT til viðbótar við Kokoþjónustuna sjálfa, fjölgaði jákvæðum endurgjöfum notenda umtalsvert.

Á Reddit hafa notendur einnig verið að gefa dæmi um hvernig fólk getur notað ChatGPT til að fá svör við læknisfræðilegum spurningum eða sem sálfræðimeðferð.

Þá tiltekur Fastcompany dæmi um einstakling sem notar ChatGPT til að besta sálfræðimeðferðina sína og gera það þá í samvinnu við sálfræðinginn.

Þessi óvænta en hraða þróun á því hvernig notendur og fyrirtæki eru að nýta sér þessa nýju tækni veldur ýmsum ugg. Til dæmis er haft eftir írskum sálfræðingi í greininni að ChatGPT sé í senn bæði spennandi og ógnvænleg tækni.

Þar sem mörgum siðferðislegum spurningum er meðal annars ósvarað.

Sá hinn sami segir hins vegar mikilvægt að allir þeir sem sinna þerapíu ættu ekki að reyna að sporna við þróuninni, heldur frekar að takast á við stöðuna og reyna að átta sig á því hvernig þessi nýja tækni geti nýst þeim og skjólstæðingum sínum. Að hans mati sé ChatGPT tæknin nægilega góð til að jafngilda einfaldri samtalsmeðferð á fyrri stigum. Gervigreindin eigi hins vegar erfiðara um vik þegar málin eru rædd dýpri, eru orðin persónulegri eða flóknari.

Gera má ráð fyrir að OpenAL gervigreindin muni sýna ólíkar og óvæntar birtingarmyndir notenda á næstu mánuðum og misserum. Svo hratt virðist hún vera að aukast í notkun. Vitað hafi verið lengi að gervigreindin færi meira og meira að láta til sín taka í daglegu lífi og starfi. 

Nú sé hins vegar komið að því að mannfólkið þurfi að fara að átta sig betur á því hvenær gervigreindin nýtist í stað fólks og/eða hvenær við þurfum á persónulegum samskiptum eða nálgunum að halda.

Í meðfylgjandi umfjöllun tekur Snorri Másson fréttamaður Stöðvar 2 gervigreindina til nánari skoðunar út frá skólakerfinu og ræðir við Magnús Þór Jónsson, formann Kennarasambandsins. 


Tengdar fréttir

Trendin 2023: „Við getum ekki lengur treyst á reynslu fortíðarinnar“

„Við getum ekki lengur treyst á reynslu fortíðarinnar heldur verðum við að horfa til framtíðar og vera tilbúin að bregðast við óþekktri framtíð,“ segir Íris Sigtryggsdóttir stjórnendaráðgjafi hjá Eldar Coaching og stjórnarkona í Mannauði, félagi mannauðsfólks á Íslandi, um áherslur í mannauðsmálum framundan.

24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn

„Ég var með einn gaffal, einn hníf, einn disk og örbylgjuofn. Ég vaskaði upp þegar að ég fór í sturtu í áhaldageymslunni í kjallaranum,“ segir Eyþór Máni Steinarsson framkvæmdastjóri og einn af eigendum Hopp rafhlaupahjólaleigunnar þegar hann rifjar upp fyrstu misserin sín í Reykjavík. Þá rétt að verða 16 ára, á leigumarkaði og í skóla.

Z kyn­slóðin er allt öðru­vísi en eldri kyn­slóðir og mun breyta öllu

„Við þurfum alltaf að taka samtalið. Við þurfum alltaf að passa að vera í samráði við unga fólkið því að þau munu breyta öllu. Z kynslóðin, sem nú er 10 til 27 ára, er kynslóð sem er allt öðruvísi en kynslóðin sem er ríkjandi stjórnendahópur í dag,“ segir Anna Steinsen einn eigandi KVAN.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.