24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Rakel Sveinsdóttir skrifar 2. janúar 2023 07:00 Eyþór Máni Steinarsson, framkvæmdastjóri og einn eigenda Hopp rafhlaupahjólaleigunnar, leggur áherslu á að vinna við það sem honum finnst skemmtilegt, róttækt og áhugavert. Honum finnst líka gaman að öllu sem telst til andstæðna. Til dæmis að klæða sig eins og hann sé að fara á fund með fjárfestum, en stilla sér upp fyrir ljósmyndara í fjárhúsi. Vísir/Vilhelm „Ég var með einn gaffal, einn hníf, einn disk og örbylgjuofn. Ég vaskaði upp þegar að ég fór í sturtu í áhaldageymslunni í kjallaranum,“ segir Eyþór Máni Steinarsson framkvæmdastjóri og einn af eigendum Hopp rafhlaupahjólaleigunnar þegar hann rifjar upp fyrstu misserin sín í Reykjavík. Þá rétt að verða 16 ára, á leigumarkaði og í skóla. Haustið 2021 var Eyþór tilnefndur sem Framúrskarandi ungi Íslendingurinn. Enda ekki nema von. Því Eyþór Máni er nú þegar búin að afreka margt sem aðrir næðu ekki á heilli ævi. Eyþór er líka gott dæmi um þá kynslóð stjórnenda sem kallast Z-kynslóðin. Það er kynslóðin sem fædd er tímabilið 1995-2012 og sögð er sú kynslóð sem mun breyta atvinnulífi og vinnustöðum algjörlega miðað við það sem við nú þekkjum. Því hugsunarhátturinn er hreinlega svo allt annar en sá sem þekkist hjá þeirri kynslóð sem nú er ríkjandi sem stjórnendahópur. Ég er alltaf jafn hissa þegar fyrirtæki eru að slá á brjóst sér fyrir að bjóða starfsfólki upp á fjarvinnu sem valkost. Því í mínum huga er það svo sjálfsagður hlutur í þeim störfum sem það er hægt. Ég myndi alla vega aldrei fara að vinna hjá fyrirtæki sem liti ekki á það sem sjálfsagðan hlut,“ segir Eyþór Máni meðal annars í viðtalinu. Við skulum kynnast þessum framúrskarandi unga Íslendingi betur. Fjölskyldumynd frá Hellu en Eyþór er fæddur árið 1998 og er elstur í fimm systkinahópi. Eyþór segist hafa alist upp við mikið frelsi, þótt hann hafi einnig lært það snemma að sýna ábyrgð enda elstur systkina. Eyþór segist alltaf betur og betur gera sér grein fyrir því hvað það voru mikil forréttindi að alast upp í því samfélagi sem Hella er. Foreldrar Eyþórs eru Steinar Þórarinsson og Halldóra Guðlaug. Ólst upp við mikið frelsi Eyþór Máni er fæddur árið 1998 og uppalinn á Hellu. Eyþór er elstur í fimm systkinahópi og því alinn upp í stórri fjölskyldu. Sem hann segir bæði hafa kennt sér að bera ábyrgð snemma, en einnig að hann hafði ákveðið frelsi. „Ég ólst upp við mikið frelsi. Þar sem ég var laus undan yfirvaldi um hvernig ég ætti að nýta tímann minn. Eflaust er þetta frelsi sem ég hefði ekki fengið nema fyrir það að alast upp í svona litlu samfélagi eins og Hella er. Á sama tíma fylgdi það líka ábyrgð að vera elstur. Því auðvitað var ég ungur að passa og skipta á bleium. Og hef alltaf gert mér grein fyrir því að sem elsta systkinið er ég ákveðin fyrirmynd fyrir þau yngri,“ segir Eyþór Máni. Hann segist hafa áttað sig á því meira og betur þegar hann var fluttur til Reykjavíkur og farin að kynnast jafnöldrum þar, hversu mikið frelsi hann bjó í rauninni við í æsku. Og lítur því á það umhverfi sem mikið forréttindaumhverfi að hafa alist upp við. Það var ekkert verið að skipa mér heim að borða á ákveðnum tímum og svo framvegis. Enda mamma og pabbi ung með fullt af börnum og ekkert að hafa tíma til að skipta sér að öllu sem ég var að gera. Ég held að þetta frelsi hafi leitt til góðs og meðal annars haft þau áhrif að ég er mjög snemma farin að þróa mig áfram sem manneskja. Hvað ég vildi gera í framtíðinni og svo framvegis.“ Eyþór horfði til dæmis snemma til Reykjavíkur. Enda fór hann reglulega þangað, gisti þá hjá frændfólki í Hraunbænum og fannst það mjög spennandi. „Að fara í Skalla, kaupa mér ís og leigja spólu var algjör lúxus. Enda ísvélin alltaf biluð á Olís á Hellu,“ segir Eyþór og hlær. Um fermingaraldur var Eyþór búinn að ákveða að hann hefði áhuga á hugbúnaði og forritun. Hann barðist fyrir því að fá að taka framhaldsskólaáfanga í forritun sem hann fékk í gegn í 10.bekk. „Sem gerði mér kleift að vera með tölvu í tímum, þar sem ég skaust undan því að læra íslensku, ensku eða stærðfræði og lærði þess í stað að forrita á netinu. Ekkert endilega neitt flókið. Bara að forrita svona litla leiki og alls konar.“ Þegar Eyþór var í Tækniskólanum tók hann þátt í öllum hakkaþonkeppnum sem hann gat og vann sér inn um fjórar milljónir króna á tímabilinu. Margt sem hann lærði þar nýtir hann sér í dag, til dæmis í kynningum fyrir fjárfesta. Þá var Eyþór verkefnastjóri Skemu Háskóla Reykjavíkur og á því tímabili sóttu um fjögur þúsund krakkar námskeið til að læra forritun. Með fermingapeningana til Reykjavíkur Leiðin lá síðan til Reykjavíkur þar sem Eyþór fór í Tækniskólann til að læra forritun. Hann notaði fermingarpeningana sína til að leigja sér herbergi í kjallara í Kópavogi og greiddi fyrir það 20 þúsund krónur á mánuði. Þetta var árið 2013 og segist Eyþór vægast sagt hafa verið alsæll í herberginu, með örbylgjuofninn og hnífaparasettið. Um leið og Eyþór var kominn til Reykjavíkur fór hann að leita sér að vinnu. „Ég sótti um hjá Tölvutek. Sendi umsókn upp á fjórar blaðsíður hvers vegna þeir ættu að ráða mig. Sem ég hef oft hlegið að síðar enda oft setið hinum megin við borðið að ráða fólk og teldi fjögurra blaðsíðna umsókn alltaf langtum of yfirdrifna. En umsóknin kom mér í gegn því þótt ég væri bara á sextánda ári var augljóst að ekki vantaði áhugann,“ segir Eyþór og hlær. Svo ungur var Eyþór reyndar að mamma hans þurfti að gefa leyfi fyrir starfinu. Það var því hringt í hana frá Tölvutek til að fá grænt ljós á ráðninguna. „Mamma hringdi reyndar í mig eftir það símtal og spurði hvort ég hefði verið að sækja um starf. Ég hafði nefnilega gleymt að láta hana vita þannig að hún kom af fjöllum þegar þeir hringdu. En ég lofaði að ég myndi muna eftir því að tala við hana fyrirfram næst ef eitthvað væri.“ Eyþóri fannst starfið hjá Tölvutek rosalega skemmtilegt. Enda segir hann sig vera sölumann af guðs náð. Allt gangi í rauninni út á sölu ef fólk hugsi um það í hverju flest starfstengdu verkefnin okkar felast: Við erum öll að selja eitthvað. „Það sem gerði mig af svona góðum sölumanni var auðvitað áhuginn sem ég hafði á tölvum og forritun. Og þessi sýn á það hvernig netið og tölvur eru í raun tækifæri til ótakmarkaðrar sköpunar. Ég nýt þess líka svo mikið að tala við nýtt fólk. Og þetta starf í Tölvutek gaf mér gott tækifæri til þess að æfa mig í því, selja og eiga í samskiptum.“ Þannig að lá það alveg skýrt fyrir þér allan tímann að forritun og Tækniskólinn væri málið? „Nei alls ekki. Ég var búinn að segja öllum það frá því að ég var lítill að ég ætlaði að fara í MR. Stefndi síðan á lækninn eða eitthvað sambærilegt. Kvöldið sem ég sendi inn umsóknina í framhaldsskóla svissaði ég frá MR og yfir í Tækniskólann. Sem ég hef aldrei séð eftir og er ekkert smá þakklátur fyrir það að hafa farið í Tækniskólann.“ Eyþór hefur sett saman og þjálfað landslið Íslands fyrir heimsleika í vélmennaforritun, en íslenska landsliðið varð til dæmis í 2.sæti á heimsleikunum árið 2018. Landslið Íslands eitt árið má sjá á hópmynd með ráðherra en á efri hópmynd má sjá Eyþór með samstarfsfólki þegar hann var verkefnastjóri í samstarfsverkefni HR, Deloitte og Almannaróms sem gekk út á að kenna vélmenni að tala íslensku. Hakkaþon og ævintýri Árin í Tækniskólanum voru mjög annasamur og lærdómsríkur tími fyrir margra hluta sakir. Því eitt af því sem Eyþór gerði til dæmis var að taka þátt í öllum hakkaþon keppnum sem haldnar voru í forritun. Slíkar keppnir ganga út á að leysa úr einhverju máli með forritun, þar sem frumkvöðlahugsun og sköpun er í forgrunni. Sá sem sigraði vann sér inn peningaverðlaun og svo vel gekk Eyþóri að hann vann sér inn um fjórar milljónir króna á slíkum keppnum. Síðar í sögunni munum við átta okkur á því, hversu vel hakkaþonkeppnirnar áttu eftir að reynast honum. Þegar Eyþór var í Tækniskólanum fékk skólinn umboð til að taka þátt í heimsleikum í vélmennaforritun. Þetta umboð afhenti Tækniskólinn síðan Eyþóri sem þýddi að þá var það í hans höndum að mynda landslið og þjálfa það til að taka þátt í heimsleikunum. „Ég man að ég gekk inn í skólastofu og spurði Kötlu, Dýrleifu og Flosa, sem öll hafa tengingu við Hellu eins og ég, hvernig þeim litist á að koma með mér sem landslið til Mexíkó og keppa sem landsliðið í vélmennaforritunkeppni. Ég var 19 ára og þau 16 og 17 ára,“ segir Eyþór og bætir við: „Það fyndna er að ég er enn með þetta umboð fyrir heimsmeistaramótið þótt nú séu mörg ár liðin. Ég hef oft reynt að koma þessu umboði yfir á einhvern annan en ekki tekist. Þess vegna hef ég þjálfað og farið á fleiri mót. Mér sýnist þó lausn í sjónmáli með að annar aðili fari að taka við.“ Eyþór segir að það sem hafi gert það raunhæft að ungt fólk hafi verið að taka þátt í heimsleikunum séu styrkir frá fyrirtækjum eins og Marel, CCP og fleiri en til marks um árangur íslenska landsliðsins má nefna að liðið lenti í 2.sæti á heimsleikunum árið 2018 og sigraði þá meðal annars bæði Bandaríkin og Rússland. Efri fv: Eyþór í ferð í Norður Kóreu þangað sem hann fór til að taka þátt í 10 km maraþoni. Eyþór og Margrét kærastan hans á góðri stundu en þau hafa meðal annars birt mjög vinsæl deit-myndbönd á Tik Tok. Neðri fv: Neðri fv: Eyþór og Dýrleif fengu hugmynd í þynnkusundi um hvernig þau gætu hjálpast að við að fjármagna fyrstu íbúðarkaupin með því að þykjast vera par. Árið 2020 var gult þema hjá Eyþóri (hús, fatnaður, bíll) en fyrir árið 2023 er hann einnig búinn að setja sér markmið um mismunandi þema hvern mánuð sem lesa má um í viðtali. Fyrsta deilisamgöngulausnin á Íslandi Eyþór hætti í Tölvutek en fór að vinna fyrir Advania um tíma. Hvoru tveggja störf sem hann segir að hafi kennt sér mikið um hvers konar umhverfi ætti betur við hann og hvers konar áskoranir hann falast mest eftir að fást við. Sem í stuttu máli fela í sér að dagar og verkefni séu ekki of mikil rútína, endurtekningar eða innrammað og þegar mótað prógramm. Enn í Tækniskólanum kynntist hann hins vegar samtökum sem hann fékk mikinn áhuga á og hétu Kóder. Þau voru stofnuð af Elísabetu Ólafsdóttir, Jóni Leví og eiginkonu hans, Helgu Tryggvadóttur, sem nú er látin. Kóder samtökin byggðu á þeirri hugsjón að forritunarkennsla ætti að vera aðgengileg öllum, óháð efnahag. Námskeiðin voru ekki hagnaðardrifin, heldur var hugsunin sú að þau stæðu undir kostnaði og gætu greitt kennurum smá laun. „Þetta virkaði þannig að sá peningur sem fékkst fyrir námskeiðin runnu til kennara. Og ég fór fljótt að kenna. Síðar urðu breytingar til þess að ég eiginlega tók svolítið við samtökunum, en ævintýrið endar þannig að Skema, sem var þá aftur innan veggja Háskólans í Reykjavík, hefur samband við okkur með það í huga að vinna eitthvað saman. Eftir miklar vangaveltur endum við á að sameinast við Skema. Það er skýringin á því hvernig það kom til að ég varð verkefnastjóri Skema og byrjaði í Háskólanum í Reykjavík.“ Um fjögur þúsund krakkar sóttu námskeið Skema á þeim tíma sem Eyþór var verkefnastjóri þar. „Ég lærði rosalega mikið um rekstur á þessu verkefni. Því Skema var í miklum fjárhagsvandræðum. Á einu ári tókst mér þó að snúa þeim rekstri við í hógværan plús. Meðal annars með því að gera námskeiðsúrvalið straumlínulagaðra, endurbæta gæði frekar en að þróa nýtt kennsluefni, fækka námskeiðum en hækka verð.“ Þegar Eyþór var orðinn tvítugur bankaði enn eitt tækifærið óvænt á dyrnar. Sem gerði það að verkum að hann hætti hjá Skema. Eftir fall WOW var Reykjavíkurborg í vandræðum með hjólaleiguna sem þeir höfðu rekið í borginni. Ég sá auglýsingu um að rekstur hjólaleigunnar ætti að fara í útboð, hringdi í vini mína Kötlu og Pétur Magnús og fékk þau með mér í að senda inn umsókn. Heila helgi sátum við og skrifuðum 60 blaðsíðna skýrslu og umsókn. Við hreinlega vöktum í 72 klukkustundir og rétt náðum að senda þetta inn á mánudeginum. Auðvitað svo sem ekkert að trúa því að við kæmust í gegn.“ En viti menn: Þau unnu útboðið. „Ég fékk tölvupóst um að við hefðum sigrað útboðið. En sá þann tölvupóst ekki fyrr en um tveimur vikum of seint, ég var bara ekkert að hugsa um þetta. En þetta þýddi þá að við fengum 10 milljóna króna styrk til að sjá til þess að setja á laggirnar hjólaleigu í borginni sem við myndum reka í tvö ár.“ Í kjölfarið varð til fyrsta deilisamgöngulausn landsins: Deilihjólaleiga í Reykjavík undir merkjum Donkey Republic. „Þetta verkefni kveikti í mér þá ástræðu að vinna að betrumbættum samgöngum í Reykjavík. Því þarna sá maður svo vel hvernig hægt er að komast á milli staða með öðrum leiðum en eingöngu á einkabílnum. Að uppgötva þessa ástríðu var í rauninni stórt atriði fyrir mig. Svona eins og hulu hefði verið svift af augum mínum þar sem ég upplifi einkabílinn sem ákveðið vandamál frekar en lausn.“ Þegar Eyþór var tvítugur sá hann auglýsingu um útboð þar sem Reykjavíkurborg óskaði eftir því að fá aðila til að reka reiðhjólaleigu í borginni. Eyþór hringdi í vini sína og saman vöktu þau heila helgi og skrifuðu 60 blaðsíðna skýrslu og umsókn, þó þannig að ekkert þeirra taldi raunæft að þau ynnu útboðið. Sem þau þó gerðu og í kjölfarið var stofnuð fyrsta deilisamgöngulausn landsins undir merkjum Donkey Republic. Hopp Áður en þessum tveimur rekstrarárum var lokið með hjólaleiguna fyrir borgina, var Eyþór hins vegar kominn með hugann annað. Að Hopp. Því félagi hans, Kristján Ingi, kynnti hann fyrir sameiginlegum vinum sínum, þeim Ægi Þorsteinssyni, Ragnari Þór Valgeirssyni og Eiríki Heiðari Nilssyni, sem stofnuðu og reka hugbúnaðarfyrirtækið Aranja. Aranja var í þann mund að opna hlaupahjólaleiguna Hopp, sem drifin yrði áfram á hugbúnaði sem þeir félagar höfðu þróað. „Við vorum reyndar farin að vinna saman áður en við hættum með hjólaleiguna. Samnýttum húsnæði og annað. Því þótt við værum strangt til tekið í samkeppni, við með reiðhjól en þeir með rafhlaupahjól, þá var bara vilji hjá okkur að vinna saman.“ Eyþór segir ekki hafa verið áhugi af þeirra hálfu að halda áfram hjólaleigurekstrinum fyrir borgina að tveimur árum liðnum. Sú starfsemi hafi strangt til tekið varla verið að borga sig. Hann var hins vegar fljótur að stökkva á það tækifæri að gerast rekstrarstjóri Hopp. Þá 21 árs. Fljótlega gerðist hann síðan einn eigenda félagsins. „Ég kom ekki með neinn pening í félagið. Og finnst mikilvægt að það komi fram að þegar að ég kom að rekstrinum, höfðu þeir félagar í Aranja unnið að hugbúnaðarlausninni og Hopp í marga mánuði og kostað allt til sem til þess þurfti,“ segir Eyþór og er greinilega þakklátur fyrir það tækifæri sem honum gafst með aðkomu að Hopp. Enda er Hopp nú starfrækt í átta löndum sem samtals reka um 7500 rafhlaupahjól til útleigu. Vöxturinn er hraður og mikill. Tekjulíkanið byggir á „franchise“ módelinu, sem þýðir að rekstraraðilar ytra eru sjálfstæðir sem leyfishafar að Hopp rekstri. Svipað og tengja má við alls kyns íslensk fyrirtæki sem eru rekin undir hatti erlendra heita. Til dæmis KFC, Subway, Hertz, Avis, Levy ‘s og svo framvegis. „Ég kynntist þessu módeli fyrst þegar ég var sjálfur sérleyfishafi á vegum Donkey Republic. Yfirfærði þetta sama tekjulíkan á Hopp reksturinn. Enda orðinn nokkuð meðvitaður um að þetta módel væri eitthvað sem yrði gefandi á endanum.“ Fyrsta erlenda starfstöðin var opnuð á Costa Blanca á Spáni. „Við opnuðum á Spáni áður en við opnuðum á Akureyri. Það skýrist einmitt af því að það var Íslendingur úti sem hafði samband við okkur um hvort hann gæti orðið leyfishafi fyrir Hopp rekstri,“ segir Eyþór. Þá hefur Hopp fengið góða fjármögnun fjárfesta til að vaxa enn frekar á alþjóðavísu. Fyrst með um 380 milljóna króna fjármögnum sem núna nær tæpum 700 milljónum króna með fleiri fjárfestum innanborðs. Í nýsköpun telst það oftast erfiðasti hjallinn að leita fjárfesta og fjármögnunar. Hvernig hefur þú upplifað það hlutverk? „Mér finnst það reyndar stórkostlega skemmtilegt. Ég held að það skýrist af því að ég hef eiginlega verið með í þessu frá byrjun. Það er ekkert í sögu Hopp sem ég þekki ekki og síðan brenn ég fyrir þessu. Ef ég á líka að vera alveg hreinskilin þá var ég náttúrulega löngu orðinn boðflenna í öllum hakkaþonkeppnum landsins og búin að margsigra í þessum keppnum. Ég þekkti þaðan hvaða sviðsmyndir eru bestar. Og hef eiginlega bara yfirfært þær yfir á rekstur Hopp,“ segir Eyþór. Sem þó er svo ungur að þegar hann er erlendis þarf hann að biðja aðra starfsmenn Hopp að sjá um að leigja bílaleigubíl þegar þess þarf. Því lágmarksaldurinn fyrir bílaleigubíla eru 25 ár en Eyþór sjálfur enn 24 ára. En að vera svona ungur og fá svona háar upphæðir í fjármögnun, hefur þér fundist fólk vera með efasemdir vegna þess hversu ungur þú ert? Ég er meðvitaður um að mönnum finnst auðvitað ekkert sjálfsagt að láta rúmlega tvítugan aðila fá hundruði milljóna króna í fjármögnun. En þetta er allt að verða auðveldara. Ekki aðeins vegna þess að ég er að verða aðeins eldri heldur vegna þess að rekstur Hopp er að sýna sig og sanna, sem er á endanum það eina sem skiptir máli.“ Fjármögnun er allri ætlað í það að hraða vöxt Hopp á alþjóðavísu. Hopp er þó þegar starfrækt á fimmtán stöðum á Íslandi en það eru Reykjavík, Hveragerði, Selfoss, Vík, Vestmannaeyjum, Höfn í Hornafirði, Akureyri, Húsavík, Blönduósi, Akranes, Borgarnes, Reykjanesbæ, Grindavík, á Egilstöðum, Ísafirði, Borgarnes. „Systkini mín og foreldrar eru náttúrulega æfamóðguð yfir því að ég sé ekki enn búinn að drattast til að opna Hopp á Hellu,“ segir Eyþór og kímir. Erlendis eru starfstöðvar Hopp á þremur stöðum á Spáni, á tveimur stöðum í Noregi, í Færeyjum, á tveimur stöðum í Grikklandi, á þremur stöðum í Póllandi, á einum stað í Svíþjóð og á einum stað á Ítalíu. Þá mun Hopp opna í Króatíu á næstu dögum. Eyþór tilheyrir Z kynslóðinni sem sögð er sú kynslóð sem mun breyta stjórnun og atvinnulífi algjörlega, einfaldlega vegna þess að viðhorf og áherslur þessarar kynslóðar eru allt aðrar en áður hafa þekkst. Í dag starfar Hopp í átta löndum. Vöxturinn er hraður og mun Hopp opna starfstöð í Króatíu á næstu dögum. Eyþór segist sjálfur telja að Z kynslóðin verði kynslóð upplifunar en ekki neyslukynslóð. Meira spennandi sé að upplifa en að kaupa hluti. Eyþór Máni og einkalífið Það er gaman að spjalla við Eyþór. Að sjá og heyra hvernig viðhorf ungs stjórnenda, sem svo sannarlega tilheyrir Z kynslóðinni svokölluðu, talar og hugsar. „Ég held að mín kynslóð verði upplifunarkynslóð frekar en neyslukynslóð,“ segir Eyþór meðal annars og vísar þar í hversu mikill óþarfi honum finnst að keppast við að kaupa sem stærst eða mest af einhverjum veraldlegum gæðum. „Frekar vil ég sitja og drekka gott rauðvín með vinum,“ segir Eyþór og hlær. Það er þó ekki hægt annað en að spyrjast fyrir um einkahagina. Og þá kemur skemmtileg saga um fyrstu íbúðarkaupin. „Ég fór í tilbúna sambúð með Dýrleifi vinkonu minni. Hún átti pening fyrir útborgun á íbúð, sem mig vantaði. Ég var hins vegar nógu tekjuhár til að greiða af húsnæðislánum. Við skráðum okkur því í sambúð til að koma okkur í gegnum greiðslumat og keyptum íbúð á Bergþórugötunni. Vorum þar með sitthvort herbergið en leigðum út eitt herbergi til viðbótar,“ segir Eyþór og bætir við: „Þegar að við keyptum Bergþórugötuna var ég 20 ára en Dýrleif ekki orðin 18 ára. Við þurfum því að plata fasteignasalann til að bíða með frágang á kaupsamningi í þrjár vikur þar til Dýrleif átti afmæli og við gátum gengið frá öllu sem til þurfti hjá bankanum og svo framvegis.“ En voruð þið par? „Nei, nei,“ segir Eyþór og hlær. Hann og Dýrleif séu góðir vinir og sambýlingar. Þetta hafi bara verið hugmynd sem kom upp í þynnkusundi sameiginleg ákvörðun hjá þeim til að hjálpast að við fyrstu íbúðarkaupin. Sem þau högnuðust bæði vel á og gátu keypt sér sitt hvora íbúðina í kjölfarið. En yfir í sjálf ástarmálin. Ertu í sambandi? „Já. Ég er í sambandi í dag með Margréti Einarsdóttur handbolta- og kvikmyndagerðarkonu. Við erum mjög góð saman og bæði mjög sjálfstæðir karakterar. Sem ég fíla vel. Við eigum bæði sitthvora íbúðina og hvort um sig mjög sjálfstætt líf en þeim mun yndislegri stundir þegar við erum saman.“ Um tíma birtu Eyþór og Margrét stutt þema myndbönd á Tik Tok, sem sýndu mismunandi stefnumót. Hér er til dæmis þemað stefnumót eins og hjá gamla fólkinu. Myndböndin fengu allt að hálfa milljón áhorfa. @maggakjae #date #dateideas #oldpeople #fyp Sweet Caroline - Neil Diamond Á árinu 2023 gerir Eyþór ráð fyrir að vinnan verði fyrirferðarmikil. Enda vöxturinn hraður hjá Hopp. Fyrir hvern mánuð er hann hins vegar líka búinn að setja sér þemamarkmið. Sem dæmi um þema má nefna að einn mánuðurinn gengur þá út á að prófa að elda nýjan mat, annar mánuður að læra á hljóðfæri, enn annar mánuður að prófa íþróttir sem hann hefur ekki prófað og svo framvegis. „Ég er að reyna að læra að vera með áhugamál. Því ég tengi vinnuna svo mikið við að vera áhugamál. Ég var til dæmis formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl, er í nefndum fyrir Innviðaráðuneytið og fleira og upplifi allt þetta sem áhugamál. Fyrrverandi kærastan mín benti mér hins vegar á að ekkert af þessu telst til áhugamála heldur eru þetta verkefni og vinna.“ Eyþór viðurkennir að auðvitað hafi það verið rosalega gaman að fá tilnefninguna í fyrra Framúrskarandi ungur Íslendingur. En hann er hógvær. „Auðvitað er þetta skemmtilegt, maður fékk blómvönd og innrammað plagg sem ég svo sem veit ekki hvar er en hef örugglega látið mömmu fá. En ég trúi ekki á að maður eigi að geyma verðlaun og viðurkenningar. Því ef maður hengir sig á slíkt, heldur maður ekki áfram að þróa hugarfarið sitt og vaxa sem manneskja.“ En fjárhagurinn. Ertu milljónamæringur? „Já,“ segir Eyþór og skellir upp úr. Ég meina, það er allavega tæknilega séð satt. Ég átti nóg fyrir innborgun í íbúð og hluturinn minn í Hopp er fræðilega séð einhvers virði ef þau væru til sölu og einhver hefði hug á að kaupa. Ég hef aldrei verið alinn upp í ríkidæmi eða með peninga sem bakland. Þess vegna finnst mér líka svo vænt um þetta tímabil þar sem ég lifði bara á pulsum og appelsínum, með eitt hnífaparasett, einn disk og örbylgjuofn. Því þótt maður sé kannski frekar dekraður í dag, þýðir þetta að ef ég gat lifað svona einu sinni, veit ég að ég gæti gert það aftur ef þyrfti. Og það er góð tilfinning að vita með sjálfum mér.“ Eyþór leggur mikla áherslu á að vinna aðeins að því sem honum finnst skemmtilegt. „Ég er bara í þessu vegna þess að mig langaði til að gera eitthvað nýtt. Og hafði áhuga á að gera eitthvað sem er róttækt og áhugavert.“ Hér að neðan má sjá nokkrar eldri fréttir af Vísi sem tengjast Eyþóri Mána og hans verkefnum síðustu árin. Starfsframi Nýsköpun Umhverfismál Samfélagsleg ábyrgð Rafhlaupahjól Tengdar fréttir Fá 381 milljóna fjármögnun og vilja verða McDonald's rafhlaupahjólanna Hopp hefur tryggt 381 milljóna króna fjármögnun frá Brunni vaxtarsjóði II. Stefnir íslenska rafskútufélagið nú á frekari útrás á erlenda markaði með sérleyfum (e. franchise). 3. nóvember 2021 09:02 Rafskútuleigan Hopp í útrás til Spánar Hlaupahjólaleigan Hopp opnaði í dag hlaupahjólaleigu á Spáni í samstarfi við spænska félagið GO2PLACE Sl. Um svokallað sérleyfi er að ræða en Hopp leitar nú að fleiri samstarfsaðilum sem hafa áhuga á samstarfi erlendis. 12. ágúst 2020 13:20 Íslenska landsliðið í vélmennaforritun lenti í öðru sæti á heimsmeistaramótinu Vélmennið er týnt. 27. ágúst 2018 19:30 Krakkar læra forritun í vetrarfríinu Menningarmiðstöðin Gerðuberg stóð í dag fyrir nokkuð óvenjulegu forritunarnámskeiði fyrir krakka, þar sem þau lærðu að forrita í gegnum tónlist. Nú eru vetrarfrí í flestum grunnskólum, en börnin voru ánægð með að verja því í að reyna fyrir sér við forritunina. 20. febrúar 2017 19:30 Bjóða áskrift að hjóli í borginni á 3500 krónur Í morgun hóf ný deilihjólaleiga starfsemi í Reykjavík og var henni hleypt af stokkunum við eina af rúmlega 40 stöðvum sem notendur geta sótt eða skilað hjólum. 10. september 2019 11:06 Mest lesið Séreign inn á húsnæðislán hafi nýst sterkefnuðum mest Viðskipti innlent Íslandsbanki hækkar líka vexti verðtryggðra lána Viðskipti innlent Ver vaxtahækkunina: Ekki hægt að selja brauðið ódýrara en hveitið Viðskipti innlent Ekki króna í þrotabúi Base parking Viðskipti innlent Með ólíkindum og merki um taumlausa græðgi Neytendur Draumar rætast: „Lengi skammaðist ég mín ...“ Atvinnulíf Skildu fullar körfur eftir vegna bilunar Viðskipti innlent Arion banki hækkar vexti hressilega Neytendur Draumar rætast: „Konur þurfa ekki alltaf að vera á skrilljón“ Atvinnulíf Fær bætur vegna brúnu blettanna í mottunni Neytendur Fleiri fréttir Draumar rætast: „Konur þurfa ekki alltaf að vera á skrilljón“ Draumar rætast: „Lengi skammaðist ég mín ...“ Biskupinn á hlaupum með Bubba Morthens og Sísí með Grýlunum Tvöfalt líf Ara: „Í fyrra túraði ég í sex vikur“ Klara á Kanarí: „Fólk kom með ferðatöskur af saltfiski og seldi“ Eiginkonan kvartar undan fíflagangi á morgnana Að ná til baka tilfinningunni: Það er gaman í vinnunni Á mannamáli: „Ég er bara einhver „nobody,“ við erum ekki með nein gögn“ Góð ráð til að hvetja starfsfólk til dáða fyrir síðustu spretti ársins Að yfirstíga eitthvað rosalega vandræðalegt atvik Litlu fyrirtækin: Upplifa sjálfbærni sem aukavinnu og vesen Google leiðin: Fjögur atvinnuviðtöl yfirdrifið nóg Ný tækifæri: Til dæmis skór úr endurunnu sjávarplasti Að lifa af hræðilega þynnku í vinnunni Sjá meira
Haustið 2021 var Eyþór tilnefndur sem Framúrskarandi ungi Íslendingurinn. Enda ekki nema von. Því Eyþór Máni er nú þegar búin að afreka margt sem aðrir næðu ekki á heilli ævi. Eyþór er líka gott dæmi um þá kynslóð stjórnenda sem kallast Z-kynslóðin. Það er kynslóðin sem fædd er tímabilið 1995-2012 og sögð er sú kynslóð sem mun breyta atvinnulífi og vinnustöðum algjörlega miðað við það sem við nú þekkjum. Því hugsunarhátturinn er hreinlega svo allt annar en sá sem þekkist hjá þeirri kynslóð sem nú er ríkjandi sem stjórnendahópur. Ég er alltaf jafn hissa þegar fyrirtæki eru að slá á brjóst sér fyrir að bjóða starfsfólki upp á fjarvinnu sem valkost. Því í mínum huga er það svo sjálfsagður hlutur í þeim störfum sem það er hægt. Ég myndi alla vega aldrei fara að vinna hjá fyrirtæki sem liti ekki á það sem sjálfsagðan hlut,“ segir Eyþór Máni meðal annars í viðtalinu. Við skulum kynnast þessum framúrskarandi unga Íslendingi betur. Fjölskyldumynd frá Hellu en Eyþór er fæddur árið 1998 og er elstur í fimm systkinahópi. Eyþór segist hafa alist upp við mikið frelsi, þótt hann hafi einnig lært það snemma að sýna ábyrgð enda elstur systkina. Eyþór segist alltaf betur og betur gera sér grein fyrir því hvað það voru mikil forréttindi að alast upp í því samfélagi sem Hella er. Foreldrar Eyþórs eru Steinar Þórarinsson og Halldóra Guðlaug. Ólst upp við mikið frelsi Eyþór Máni er fæddur árið 1998 og uppalinn á Hellu. Eyþór er elstur í fimm systkinahópi og því alinn upp í stórri fjölskyldu. Sem hann segir bæði hafa kennt sér að bera ábyrgð snemma, en einnig að hann hafði ákveðið frelsi. „Ég ólst upp við mikið frelsi. Þar sem ég var laus undan yfirvaldi um hvernig ég ætti að nýta tímann minn. Eflaust er þetta frelsi sem ég hefði ekki fengið nema fyrir það að alast upp í svona litlu samfélagi eins og Hella er. Á sama tíma fylgdi það líka ábyrgð að vera elstur. Því auðvitað var ég ungur að passa og skipta á bleium. Og hef alltaf gert mér grein fyrir því að sem elsta systkinið er ég ákveðin fyrirmynd fyrir þau yngri,“ segir Eyþór Máni. Hann segist hafa áttað sig á því meira og betur þegar hann var fluttur til Reykjavíkur og farin að kynnast jafnöldrum þar, hversu mikið frelsi hann bjó í rauninni við í æsku. Og lítur því á það umhverfi sem mikið forréttindaumhverfi að hafa alist upp við. Það var ekkert verið að skipa mér heim að borða á ákveðnum tímum og svo framvegis. Enda mamma og pabbi ung með fullt af börnum og ekkert að hafa tíma til að skipta sér að öllu sem ég var að gera. Ég held að þetta frelsi hafi leitt til góðs og meðal annars haft þau áhrif að ég er mjög snemma farin að þróa mig áfram sem manneskja. Hvað ég vildi gera í framtíðinni og svo framvegis.“ Eyþór horfði til dæmis snemma til Reykjavíkur. Enda fór hann reglulega þangað, gisti þá hjá frændfólki í Hraunbænum og fannst það mjög spennandi. „Að fara í Skalla, kaupa mér ís og leigja spólu var algjör lúxus. Enda ísvélin alltaf biluð á Olís á Hellu,“ segir Eyþór og hlær. Um fermingaraldur var Eyþór búinn að ákveða að hann hefði áhuga á hugbúnaði og forritun. Hann barðist fyrir því að fá að taka framhaldsskólaáfanga í forritun sem hann fékk í gegn í 10.bekk. „Sem gerði mér kleift að vera með tölvu í tímum, þar sem ég skaust undan því að læra íslensku, ensku eða stærðfræði og lærði þess í stað að forrita á netinu. Ekkert endilega neitt flókið. Bara að forrita svona litla leiki og alls konar.“ Þegar Eyþór var í Tækniskólanum tók hann þátt í öllum hakkaþonkeppnum sem hann gat og vann sér inn um fjórar milljónir króna á tímabilinu. Margt sem hann lærði þar nýtir hann sér í dag, til dæmis í kynningum fyrir fjárfesta. Þá var Eyþór verkefnastjóri Skemu Háskóla Reykjavíkur og á því tímabili sóttu um fjögur þúsund krakkar námskeið til að læra forritun. Með fermingapeningana til Reykjavíkur Leiðin lá síðan til Reykjavíkur þar sem Eyþór fór í Tækniskólann til að læra forritun. Hann notaði fermingarpeningana sína til að leigja sér herbergi í kjallara í Kópavogi og greiddi fyrir það 20 þúsund krónur á mánuði. Þetta var árið 2013 og segist Eyþór vægast sagt hafa verið alsæll í herberginu, með örbylgjuofninn og hnífaparasettið. Um leið og Eyþór var kominn til Reykjavíkur fór hann að leita sér að vinnu. „Ég sótti um hjá Tölvutek. Sendi umsókn upp á fjórar blaðsíður hvers vegna þeir ættu að ráða mig. Sem ég hef oft hlegið að síðar enda oft setið hinum megin við borðið að ráða fólk og teldi fjögurra blaðsíðna umsókn alltaf langtum of yfirdrifna. En umsóknin kom mér í gegn því þótt ég væri bara á sextánda ári var augljóst að ekki vantaði áhugann,“ segir Eyþór og hlær. Svo ungur var Eyþór reyndar að mamma hans þurfti að gefa leyfi fyrir starfinu. Það var því hringt í hana frá Tölvutek til að fá grænt ljós á ráðninguna. „Mamma hringdi reyndar í mig eftir það símtal og spurði hvort ég hefði verið að sækja um starf. Ég hafði nefnilega gleymt að láta hana vita þannig að hún kom af fjöllum þegar þeir hringdu. En ég lofaði að ég myndi muna eftir því að tala við hana fyrirfram næst ef eitthvað væri.“ Eyþóri fannst starfið hjá Tölvutek rosalega skemmtilegt. Enda segir hann sig vera sölumann af guðs náð. Allt gangi í rauninni út á sölu ef fólk hugsi um það í hverju flest starfstengdu verkefnin okkar felast: Við erum öll að selja eitthvað. „Það sem gerði mig af svona góðum sölumanni var auðvitað áhuginn sem ég hafði á tölvum og forritun. Og þessi sýn á það hvernig netið og tölvur eru í raun tækifæri til ótakmarkaðrar sköpunar. Ég nýt þess líka svo mikið að tala við nýtt fólk. Og þetta starf í Tölvutek gaf mér gott tækifæri til þess að æfa mig í því, selja og eiga í samskiptum.“ Þannig að lá það alveg skýrt fyrir þér allan tímann að forritun og Tækniskólinn væri málið? „Nei alls ekki. Ég var búinn að segja öllum það frá því að ég var lítill að ég ætlaði að fara í MR. Stefndi síðan á lækninn eða eitthvað sambærilegt. Kvöldið sem ég sendi inn umsóknina í framhaldsskóla svissaði ég frá MR og yfir í Tækniskólann. Sem ég hef aldrei séð eftir og er ekkert smá þakklátur fyrir það að hafa farið í Tækniskólann.“ Eyþór hefur sett saman og þjálfað landslið Íslands fyrir heimsleika í vélmennaforritun, en íslenska landsliðið varð til dæmis í 2.sæti á heimsleikunum árið 2018. Landslið Íslands eitt árið má sjá á hópmynd með ráðherra en á efri hópmynd má sjá Eyþór með samstarfsfólki þegar hann var verkefnastjóri í samstarfsverkefni HR, Deloitte og Almannaróms sem gekk út á að kenna vélmenni að tala íslensku. Hakkaþon og ævintýri Árin í Tækniskólanum voru mjög annasamur og lærdómsríkur tími fyrir margra hluta sakir. Því eitt af því sem Eyþór gerði til dæmis var að taka þátt í öllum hakkaþon keppnum sem haldnar voru í forritun. Slíkar keppnir ganga út á að leysa úr einhverju máli með forritun, þar sem frumkvöðlahugsun og sköpun er í forgrunni. Sá sem sigraði vann sér inn peningaverðlaun og svo vel gekk Eyþóri að hann vann sér inn um fjórar milljónir króna á slíkum keppnum. Síðar í sögunni munum við átta okkur á því, hversu vel hakkaþonkeppnirnar áttu eftir að reynast honum. Þegar Eyþór var í Tækniskólanum fékk skólinn umboð til að taka þátt í heimsleikum í vélmennaforritun. Þetta umboð afhenti Tækniskólinn síðan Eyþóri sem þýddi að þá var það í hans höndum að mynda landslið og þjálfa það til að taka þátt í heimsleikunum. „Ég man að ég gekk inn í skólastofu og spurði Kötlu, Dýrleifu og Flosa, sem öll hafa tengingu við Hellu eins og ég, hvernig þeim litist á að koma með mér sem landslið til Mexíkó og keppa sem landsliðið í vélmennaforritunkeppni. Ég var 19 ára og þau 16 og 17 ára,“ segir Eyþór og bætir við: „Það fyndna er að ég er enn með þetta umboð fyrir heimsmeistaramótið þótt nú séu mörg ár liðin. Ég hef oft reynt að koma þessu umboði yfir á einhvern annan en ekki tekist. Þess vegna hef ég þjálfað og farið á fleiri mót. Mér sýnist þó lausn í sjónmáli með að annar aðili fari að taka við.“ Eyþór segir að það sem hafi gert það raunhæft að ungt fólk hafi verið að taka þátt í heimsleikunum séu styrkir frá fyrirtækjum eins og Marel, CCP og fleiri en til marks um árangur íslenska landsliðsins má nefna að liðið lenti í 2.sæti á heimsleikunum árið 2018 og sigraði þá meðal annars bæði Bandaríkin og Rússland. Efri fv: Eyþór í ferð í Norður Kóreu þangað sem hann fór til að taka þátt í 10 km maraþoni. Eyþór og Margrét kærastan hans á góðri stundu en þau hafa meðal annars birt mjög vinsæl deit-myndbönd á Tik Tok. Neðri fv: Neðri fv: Eyþór og Dýrleif fengu hugmynd í þynnkusundi um hvernig þau gætu hjálpast að við að fjármagna fyrstu íbúðarkaupin með því að þykjast vera par. Árið 2020 var gult þema hjá Eyþóri (hús, fatnaður, bíll) en fyrir árið 2023 er hann einnig búinn að setja sér markmið um mismunandi þema hvern mánuð sem lesa má um í viðtali. Fyrsta deilisamgöngulausnin á Íslandi Eyþór hætti í Tölvutek en fór að vinna fyrir Advania um tíma. Hvoru tveggja störf sem hann segir að hafi kennt sér mikið um hvers konar umhverfi ætti betur við hann og hvers konar áskoranir hann falast mest eftir að fást við. Sem í stuttu máli fela í sér að dagar og verkefni séu ekki of mikil rútína, endurtekningar eða innrammað og þegar mótað prógramm. Enn í Tækniskólanum kynntist hann hins vegar samtökum sem hann fékk mikinn áhuga á og hétu Kóder. Þau voru stofnuð af Elísabetu Ólafsdóttir, Jóni Leví og eiginkonu hans, Helgu Tryggvadóttur, sem nú er látin. Kóder samtökin byggðu á þeirri hugsjón að forritunarkennsla ætti að vera aðgengileg öllum, óháð efnahag. Námskeiðin voru ekki hagnaðardrifin, heldur var hugsunin sú að þau stæðu undir kostnaði og gætu greitt kennurum smá laun. „Þetta virkaði þannig að sá peningur sem fékkst fyrir námskeiðin runnu til kennara. Og ég fór fljótt að kenna. Síðar urðu breytingar til þess að ég eiginlega tók svolítið við samtökunum, en ævintýrið endar þannig að Skema, sem var þá aftur innan veggja Háskólans í Reykjavík, hefur samband við okkur með það í huga að vinna eitthvað saman. Eftir miklar vangaveltur endum við á að sameinast við Skema. Það er skýringin á því hvernig það kom til að ég varð verkefnastjóri Skema og byrjaði í Háskólanum í Reykjavík.“ Um fjögur þúsund krakkar sóttu námskeið Skema á þeim tíma sem Eyþór var verkefnastjóri þar. „Ég lærði rosalega mikið um rekstur á þessu verkefni. Því Skema var í miklum fjárhagsvandræðum. Á einu ári tókst mér þó að snúa þeim rekstri við í hógværan plús. Meðal annars með því að gera námskeiðsúrvalið straumlínulagaðra, endurbæta gæði frekar en að þróa nýtt kennsluefni, fækka námskeiðum en hækka verð.“ Þegar Eyþór var orðinn tvítugur bankaði enn eitt tækifærið óvænt á dyrnar. Sem gerði það að verkum að hann hætti hjá Skema. Eftir fall WOW var Reykjavíkurborg í vandræðum með hjólaleiguna sem þeir höfðu rekið í borginni. Ég sá auglýsingu um að rekstur hjólaleigunnar ætti að fara í útboð, hringdi í vini mína Kötlu og Pétur Magnús og fékk þau með mér í að senda inn umsókn. Heila helgi sátum við og skrifuðum 60 blaðsíðna skýrslu og umsókn. Við hreinlega vöktum í 72 klukkustundir og rétt náðum að senda þetta inn á mánudeginum. Auðvitað svo sem ekkert að trúa því að við kæmust í gegn.“ En viti menn: Þau unnu útboðið. „Ég fékk tölvupóst um að við hefðum sigrað útboðið. En sá þann tölvupóst ekki fyrr en um tveimur vikum of seint, ég var bara ekkert að hugsa um þetta. En þetta þýddi þá að við fengum 10 milljóna króna styrk til að sjá til þess að setja á laggirnar hjólaleigu í borginni sem við myndum reka í tvö ár.“ Í kjölfarið varð til fyrsta deilisamgöngulausn landsins: Deilihjólaleiga í Reykjavík undir merkjum Donkey Republic. „Þetta verkefni kveikti í mér þá ástræðu að vinna að betrumbættum samgöngum í Reykjavík. Því þarna sá maður svo vel hvernig hægt er að komast á milli staða með öðrum leiðum en eingöngu á einkabílnum. Að uppgötva þessa ástríðu var í rauninni stórt atriði fyrir mig. Svona eins og hulu hefði verið svift af augum mínum þar sem ég upplifi einkabílinn sem ákveðið vandamál frekar en lausn.“ Þegar Eyþór var tvítugur sá hann auglýsingu um útboð þar sem Reykjavíkurborg óskaði eftir því að fá aðila til að reka reiðhjólaleigu í borginni. Eyþór hringdi í vini sína og saman vöktu þau heila helgi og skrifuðu 60 blaðsíðna skýrslu og umsókn, þó þannig að ekkert þeirra taldi raunæft að þau ynnu útboðið. Sem þau þó gerðu og í kjölfarið var stofnuð fyrsta deilisamgöngulausn landsins undir merkjum Donkey Republic. Hopp Áður en þessum tveimur rekstrarárum var lokið með hjólaleiguna fyrir borgina, var Eyþór hins vegar kominn með hugann annað. Að Hopp. Því félagi hans, Kristján Ingi, kynnti hann fyrir sameiginlegum vinum sínum, þeim Ægi Þorsteinssyni, Ragnari Þór Valgeirssyni og Eiríki Heiðari Nilssyni, sem stofnuðu og reka hugbúnaðarfyrirtækið Aranja. Aranja var í þann mund að opna hlaupahjólaleiguna Hopp, sem drifin yrði áfram á hugbúnaði sem þeir félagar höfðu þróað. „Við vorum reyndar farin að vinna saman áður en við hættum með hjólaleiguna. Samnýttum húsnæði og annað. Því þótt við værum strangt til tekið í samkeppni, við með reiðhjól en þeir með rafhlaupahjól, þá var bara vilji hjá okkur að vinna saman.“ Eyþór segir ekki hafa verið áhugi af þeirra hálfu að halda áfram hjólaleigurekstrinum fyrir borgina að tveimur árum liðnum. Sú starfsemi hafi strangt til tekið varla verið að borga sig. Hann var hins vegar fljótur að stökkva á það tækifæri að gerast rekstrarstjóri Hopp. Þá 21 árs. Fljótlega gerðist hann síðan einn eigenda félagsins. „Ég kom ekki með neinn pening í félagið. Og finnst mikilvægt að það komi fram að þegar að ég kom að rekstrinum, höfðu þeir félagar í Aranja unnið að hugbúnaðarlausninni og Hopp í marga mánuði og kostað allt til sem til þess þurfti,“ segir Eyþór og er greinilega þakklátur fyrir það tækifæri sem honum gafst með aðkomu að Hopp. Enda er Hopp nú starfrækt í átta löndum sem samtals reka um 7500 rafhlaupahjól til útleigu. Vöxturinn er hraður og mikill. Tekjulíkanið byggir á „franchise“ módelinu, sem þýðir að rekstraraðilar ytra eru sjálfstæðir sem leyfishafar að Hopp rekstri. Svipað og tengja má við alls kyns íslensk fyrirtæki sem eru rekin undir hatti erlendra heita. Til dæmis KFC, Subway, Hertz, Avis, Levy ‘s og svo framvegis. „Ég kynntist þessu módeli fyrst þegar ég var sjálfur sérleyfishafi á vegum Donkey Republic. Yfirfærði þetta sama tekjulíkan á Hopp reksturinn. Enda orðinn nokkuð meðvitaður um að þetta módel væri eitthvað sem yrði gefandi á endanum.“ Fyrsta erlenda starfstöðin var opnuð á Costa Blanca á Spáni. „Við opnuðum á Spáni áður en við opnuðum á Akureyri. Það skýrist einmitt af því að það var Íslendingur úti sem hafði samband við okkur um hvort hann gæti orðið leyfishafi fyrir Hopp rekstri,“ segir Eyþór. Þá hefur Hopp fengið góða fjármögnun fjárfesta til að vaxa enn frekar á alþjóðavísu. Fyrst með um 380 milljóna króna fjármögnum sem núna nær tæpum 700 milljónum króna með fleiri fjárfestum innanborðs. Í nýsköpun telst það oftast erfiðasti hjallinn að leita fjárfesta og fjármögnunar. Hvernig hefur þú upplifað það hlutverk? „Mér finnst það reyndar stórkostlega skemmtilegt. Ég held að það skýrist af því að ég hef eiginlega verið með í þessu frá byrjun. Það er ekkert í sögu Hopp sem ég þekki ekki og síðan brenn ég fyrir þessu. Ef ég á líka að vera alveg hreinskilin þá var ég náttúrulega löngu orðinn boðflenna í öllum hakkaþonkeppnum landsins og búin að margsigra í þessum keppnum. Ég þekkti þaðan hvaða sviðsmyndir eru bestar. Og hef eiginlega bara yfirfært þær yfir á rekstur Hopp,“ segir Eyþór. Sem þó er svo ungur að þegar hann er erlendis þarf hann að biðja aðra starfsmenn Hopp að sjá um að leigja bílaleigubíl þegar þess þarf. Því lágmarksaldurinn fyrir bílaleigubíla eru 25 ár en Eyþór sjálfur enn 24 ára. En að vera svona ungur og fá svona háar upphæðir í fjármögnun, hefur þér fundist fólk vera með efasemdir vegna þess hversu ungur þú ert? Ég er meðvitaður um að mönnum finnst auðvitað ekkert sjálfsagt að láta rúmlega tvítugan aðila fá hundruði milljóna króna í fjármögnun. En þetta er allt að verða auðveldara. Ekki aðeins vegna þess að ég er að verða aðeins eldri heldur vegna þess að rekstur Hopp er að sýna sig og sanna, sem er á endanum það eina sem skiptir máli.“ Fjármögnun er allri ætlað í það að hraða vöxt Hopp á alþjóðavísu. Hopp er þó þegar starfrækt á fimmtán stöðum á Íslandi en það eru Reykjavík, Hveragerði, Selfoss, Vík, Vestmannaeyjum, Höfn í Hornafirði, Akureyri, Húsavík, Blönduósi, Akranes, Borgarnes, Reykjanesbæ, Grindavík, á Egilstöðum, Ísafirði, Borgarnes. „Systkini mín og foreldrar eru náttúrulega æfamóðguð yfir því að ég sé ekki enn búinn að drattast til að opna Hopp á Hellu,“ segir Eyþór og kímir. Erlendis eru starfstöðvar Hopp á þremur stöðum á Spáni, á tveimur stöðum í Noregi, í Færeyjum, á tveimur stöðum í Grikklandi, á þremur stöðum í Póllandi, á einum stað í Svíþjóð og á einum stað á Ítalíu. Þá mun Hopp opna í Króatíu á næstu dögum. Eyþór tilheyrir Z kynslóðinni sem sögð er sú kynslóð sem mun breyta stjórnun og atvinnulífi algjörlega, einfaldlega vegna þess að viðhorf og áherslur þessarar kynslóðar eru allt aðrar en áður hafa þekkst. Í dag starfar Hopp í átta löndum. Vöxturinn er hraður og mun Hopp opna starfstöð í Króatíu á næstu dögum. Eyþór segist sjálfur telja að Z kynslóðin verði kynslóð upplifunar en ekki neyslukynslóð. Meira spennandi sé að upplifa en að kaupa hluti. Eyþór Máni og einkalífið Það er gaman að spjalla við Eyþór. Að sjá og heyra hvernig viðhorf ungs stjórnenda, sem svo sannarlega tilheyrir Z kynslóðinni svokölluðu, talar og hugsar. „Ég held að mín kynslóð verði upplifunarkynslóð frekar en neyslukynslóð,“ segir Eyþór meðal annars og vísar þar í hversu mikill óþarfi honum finnst að keppast við að kaupa sem stærst eða mest af einhverjum veraldlegum gæðum. „Frekar vil ég sitja og drekka gott rauðvín með vinum,“ segir Eyþór og hlær. Það er þó ekki hægt annað en að spyrjast fyrir um einkahagina. Og þá kemur skemmtileg saga um fyrstu íbúðarkaupin. „Ég fór í tilbúna sambúð með Dýrleifi vinkonu minni. Hún átti pening fyrir útborgun á íbúð, sem mig vantaði. Ég var hins vegar nógu tekjuhár til að greiða af húsnæðislánum. Við skráðum okkur því í sambúð til að koma okkur í gegnum greiðslumat og keyptum íbúð á Bergþórugötunni. Vorum þar með sitthvort herbergið en leigðum út eitt herbergi til viðbótar,“ segir Eyþór og bætir við: „Þegar að við keyptum Bergþórugötuna var ég 20 ára en Dýrleif ekki orðin 18 ára. Við þurfum því að plata fasteignasalann til að bíða með frágang á kaupsamningi í þrjár vikur þar til Dýrleif átti afmæli og við gátum gengið frá öllu sem til þurfti hjá bankanum og svo framvegis.“ En voruð þið par? „Nei, nei,“ segir Eyþór og hlær. Hann og Dýrleif séu góðir vinir og sambýlingar. Þetta hafi bara verið hugmynd sem kom upp í þynnkusundi sameiginleg ákvörðun hjá þeim til að hjálpast að við fyrstu íbúðarkaupin. Sem þau högnuðust bæði vel á og gátu keypt sér sitt hvora íbúðina í kjölfarið. En yfir í sjálf ástarmálin. Ertu í sambandi? „Já. Ég er í sambandi í dag með Margréti Einarsdóttur handbolta- og kvikmyndagerðarkonu. Við erum mjög góð saman og bæði mjög sjálfstæðir karakterar. Sem ég fíla vel. Við eigum bæði sitthvora íbúðina og hvort um sig mjög sjálfstætt líf en þeim mun yndislegri stundir þegar við erum saman.“ Um tíma birtu Eyþór og Margrét stutt þema myndbönd á Tik Tok, sem sýndu mismunandi stefnumót. Hér er til dæmis þemað stefnumót eins og hjá gamla fólkinu. Myndböndin fengu allt að hálfa milljón áhorfa. @maggakjae #date #dateideas #oldpeople #fyp Sweet Caroline - Neil Diamond Á árinu 2023 gerir Eyþór ráð fyrir að vinnan verði fyrirferðarmikil. Enda vöxturinn hraður hjá Hopp. Fyrir hvern mánuð er hann hins vegar líka búinn að setja sér þemamarkmið. Sem dæmi um þema má nefna að einn mánuðurinn gengur þá út á að prófa að elda nýjan mat, annar mánuður að læra á hljóðfæri, enn annar mánuður að prófa íþróttir sem hann hefur ekki prófað og svo framvegis. „Ég er að reyna að læra að vera með áhugamál. Því ég tengi vinnuna svo mikið við að vera áhugamál. Ég var til dæmis formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl, er í nefndum fyrir Innviðaráðuneytið og fleira og upplifi allt þetta sem áhugamál. Fyrrverandi kærastan mín benti mér hins vegar á að ekkert af þessu telst til áhugamála heldur eru þetta verkefni og vinna.“ Eyþór viðurkennir að auðvitað hafi það verið rosalega gaman að fá tilnefninguna í fyrra Framúrskarandi ungur Íslendingur. En hann er hógvær. „Auðvitað er þetta skemmtilegt, maður fékk blómvönd og innrammað plagg sem ég svo sem veit ekki hvar er en hef örugglega látið mömmu fá. En ég trúi ekki á að maður eigi að geyma verðlaun og viðurkenningar. Því ef maður hengir sig á slíkt, heldur maður ekki áfram að þróa hugarfarið sitt og vaxa sem manneskja.“ En fjárhagurinn. Ertu milljónamæringur? „Já,“ segir Eyþór og skellir upp úr. Ég meina, það er allavega tæknilega séð satt. Ég átti nóg fyrir innborgun í íbúð og hluturinn minn í Hopp er fræðilega séð einhvers virði ef þau væru til sölu og einhver hefði hug á að kaupa. Ég hef aldrei verið alinn upp í ríkidæmi eða með peninga sem bakland. Þess vegna finnst mér líka svo vænt um þetta tímabil þar sem ég lifði bara á pulsum og appelsínum, með eitt hnífaparasett, einn disk og örbylgjuofn. Því þótt maður sé kannski frekar dekraður í dag, þýðir þetta að ef ég gat lifað svona einu sinni, veit ég að ég gæti gert það aftur ef þyrfti. Og það er góð tilfinning að vita með sjálfum mér.“ Eyþór leggur mikla áherslu á að vinna aðeins að því sem honum finnst skemmtilegt. „Ég er bara í þessu vegna þess að mig langaði til að gera eitthvað nýtt. Og hafði áhuga á að gera eitthvað sem er róttækt og áhugavert.“ Hér að neðan má sjá nokkrar eldri fréttir af Vísi sem tengjast Eyþóri Mána og hans verkefnum síðustu árin.
Starfsframi Nýsköpun Umhverfismál Samfélagsleg ábyrgð Rafhlaupahjól Tengdar fréttir Fá 381 milljóna fjármögnun og vilja verða McDonald's rafhlaupahjólanna Hopp hefur tryggt 381 milljóna króna fjármögnun frá Brunni vaxtarsjóði II. Stefnir íslenska rafskútufélagið nú á frekari útrás á erlenda markaði með sérleyfum (e. franchise). 3. nóvember 2021 09:02 Rafskútuleigan Hopp í útrás til Spánar Hlaupahjólaleigan Hopp opnaði í dag hlaupahjólaleigu á Spáni í samstarfi við spænska félagið GO2PLACE Sl. Um svokallað sérleyfi er að ræða en Hopp leitar nú að fleiri samstarfsaðilum sem hafa áhuga á samstarfi erlendis. 12. ágúst 2020 13:20 Íslenska landsliðið í vélmennaforritun lenti í öðru sæti á heimsmeistaramótinu Vélmennið er týnt. 27. ágúst 2018 19:30 Krakkar læra forritun í vetrarfríinu Menningarmiðstöðin Gerðuberg stóð í dag fyrir nokkuð óvenjulegu forritunarnámskeiði fyrir krakka, þar sem þau lærðu að forrita í gegnum tónlist. Nú eru vetrarfrí í flestum grunnskólum, en börnin voru ánægð með að verja því í að reyna fyrir sér við forritunina. 20. febrúar 2017 19:30 Bjóða áskrift að hjóli í borginni á 3500 krónur Í morgun hóf ný deilihjólaleiga starfsemi í Reykjavík og var henni hleypt af stokkunum við eina af rúmlega 40 stöðvum sem notendur geta sótt eða skilað hjólum. 10. september 2019 11:06 Mest lesið Séreign inn á húsnæðislán hafi nýst sterkefnuðum mest Viðskipti innlent Íslandsbanki hækkar líka vexti verðtryggðra lána Viðskipti innlent Ver vaxtahækkunina: Ekki hægt að selja brauðið ódýrara en hveitið Viðskipti innlent Ekki króna í þrotabúi Base parking Viðskipti innlent Með ólíkindum og merki um taumlausa græðgi Neytendur Draumar rætast: „Lengi skammaðist ég mín ...“ Atvinnulíf Skildu fullar körfur eftir vegna bilunar Viðskipti innlent Arion banki hækkar vexti hressilega Neytendur Draumar rætast: „Konur þurfa ekki alltaf að vera á skrilljón“ Atvinnulíf Fær bætur vegna brúnu blettanna í mottunni Neytendur Fleiri fréttir Draumar rætast: „Konur þurfa ekki alltaf að vera á skrilljón“ Draumar rætast: „Lengi skammaðist ég mín ...“ Biskupinn á hlaupum með Bubba Morthens og Sísí með Grýlunum Tvöfalt líf Ara: „Í fyrra túraði ég í sex vikur“ Klara á Kanarí: „Fólk kom með ferðatöskur af saltfiski og seldi“ Eiginkonan kvartar undan fíflagangi á morgnana Að ná til baka tilfinningunni: Það er gaman í vinnunni Á mannamáli: „Ég er bara einhver „nobody,“ við erum ekki með nein gögn“ Góð ráð til að hvetja starfsfólk til dáða fyrir síðustu spretti ársins Að yfirstíga eitthvað rosalega vandræðalegt atvik Litlu fyrirtækin: Upplifa sjálfbærni sem aukavinnu og vesen Google leiðin: Fjögur atvinnuviðtöl yfirdrifið nóg Ný tækifæri: Til dæmis skór úr endurunnu sjávarplasti Að lifa af hræðilega þynnku í vinnunni Sjá meira
Fá 381 milljóna fjármögnun og vilja verða McDonald's rafhlaupahjólanna Hopp hefur tryggt 381 milljóna króna fjármögnun frá Brunni vaxtarsjóði II. Stefnir íslenska rafskútufélagið nú á frekari útrás á erlenda markaði með sérleyfum (e. franchise). 3. nóvember 2021 09:02
Rafskútuleigan Hopp í útrás til Spánar Hlaupahjólaleigan Hopp opnaði í dag hlaupahjólaleigu á Spáni í samstarfi við spænska félagið GO2PLACE Sl. Um svokallað sérleyfi er að ræða en Hopp leitar nú að fleiri samstarfsaðilum sem hafa áhuga á samstarfi erlendis. 12. ágúst 2020 13:20
Íslenska landsliðið í vélmennaforritun lenti í öðru sæti á heimsmeistaramótinu Vélmennið er týnt. 27. ágúst 2018 19:30
Krakkar læra forritun í vetrarfríinu Menningarmiðstöðin Gerðuberg stóð í dag fyrir nokkuð óvenjulegu forritunarnámskeiði fyrir krakka, þar sem þau lærðu að forrita í gegnum tónlist. Nú eru vetrarfrí í flestum grunnskólum, en börnin voru ánægð með að verja því í að reyna fyrir sér við forritunina. 20. febrúar 2017 19:30
Bjóða áskrift að hjóli í borginni á 3500 krónur Í morgun hóf ný deilihjólaleiga starfsemi í Reykjavík og var henni hleypt af stokkunum við eina af rúmlega 40 stöðvum sem notendur geta sótt eða skilað hjólum. 10. september 2019 11:06