Verðtryggð lán 86 prósent af hreinum nýjum lánum hjá bönkunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. janúar 2023 06:38 Lægstu vextir hjá bönkunum eru nú 7,6 prósent að meðaltali. Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir útlit sé fyrir að fasteignamarkaðurinn sé að kólna hratt þá er enn tiltölulega hátt hlutfall íbúða að seljast á yfirverði. Þannig seldust 17,4 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu á yfirverði í desember, samanborið við 19,3 prósent í nóvember. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þar segir einnig að vinsældir verðtryggðra lána séu að aukast hratt en mun meira hjá bönkunum heldur en lífeyrissjóðunum. Hjá bönkunum séu verðtryggð lán 86 prósent af hreinum nýjum lánum en hjá lífeyrissjóðunum 24 prósent. Lægstu vextir hjá bönkunum eru nú 7,6 prósent að meðaltali. Í nóvember síðastliðnum seldust 613 stakar íbúðir á landinu öllu ef horft er á ársleiðréttar tölur en til samanburðar seldust 644 í október. Mest var salan í mars 2021, þegar 1.500 íbúðir skiptu um hendur. „Íbúðaverð lækkaði um 0,7% í desember frá fyrri mánuði miðað við vísitölu íbúðaverðs. Þar af lækkaði verð á sérbýli um 2,1% en verð á íbúðum í fjölbýli um 0,3%. Á síðustu þremur mánuðum hefur íbúðaverð lækkað um 0,4% á höfuðborgarsvæðinu sem jafngildir 1,6% á ársgrundvelli,“ segir í samantekt. „Þetta er í fyrsta sinn síðan í apríl 2019 sem þriggja mánaða breytingin er neikvæð. Í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins lækkaði íbúðaverð um 2,7% á milli mánaða og á síðustu þremur mánuðum hefur það lækkað um 4,4%. Annars staðar á landsbyggðinni hækkaði íbúðaverð um 1,5% á milli mánaða.“ Þá segir í samantektinni að ef fólk ætli sér að taka óverðtryggt lán fyrir 80 prósent af kaupverði, með greiðslugetu upp á 250 þúsund krónur á mánuði, þá séu aðeins um 100 íbúðir til sölu á höfuðborgarsvæðinu sem standi því til boða. Í byrjun árs 2020 hafi 800 íbúðir staðið fólkinu til boða. „Með vaxtalækkunum í byrjun árs 2020 jókst framboð íbúða sem þessi hópur réð við og náði hámarki í maí 2020 í nærri 1.600 íbúðum en þá dugði þessi greiðslugeta fyrir kaupum á 69,2 m.kr. íbúð. Þetta er helsta ástæða þess að eftirspurn eftir íbúðahúsnæði snarjókst við lækkun vaxta.“ Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þar segir einnig að vinsældir verðtryggðra lána séu að aukast hratt en mun meira hjá bönkunum heldur en lífeyrissjóðunum. Hjá bönkunum séu verðtryggð lán 86 prósent af hreinum nýjum lánum en hjá lífeyrissjóðunum 24 prósent. Lægstu vextir hjá bönkunum eru nú 7,6 prósent að meðaltali. Í nóvember síðastliðnum seldust 613 stakar íbúðir á landinu öllu ef horft er á ársleiðréttar tölur en til samanburðar seldust 644 í október. Mest var salan í mars 2021, þegar 1.500 íbúðir skiptu um hendur. „Íbúðaverð lækkaði um 0,7% í desember frá fyrri mánuði miðað við vísitölu íbúðaverðs. Þar af lækkaði verð á sérbýli um 2,1% en verð á íbúðum í fjölbýli um 0,3%. Á síðustu þremur mánuðum hefur íbúðaverð lækkað um 0,4% á höfuðborgarsvæðinu sem jafngildir 1,6% á ársgrundvelli,“ segir í samantekt. „Þetta er í fyrsta sinn síðan í apríl 2019 sem þriggja mánaða breytingin er neikvæð. Í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins lækkaði íbúðaverð um 2,7% á milli mánaða og á síðustu þremur mánuðum hefur það lækkað um 4,4%. Annars staðar á landsbyggðinni hækkaði íbúðaverð um 1,5% á milli mánaða.“ Þá segir í samantektinni að ef fólk ætli sér að taka óverðtryggt lán fyrir 80 prósent af kaupverði, með greiðslugetu upp á 250 þúsund krónur á mánuði, þá séu aðeins um 100 íbúðir til sölu á höfuðborgarsvæðinu sem standi því til boða. Í byrjun árs 2020 hafi 800 íbúðir staðið fólkinu til boða. „Með vaxtalækkunum í byrjun árs 2020 jókst framboð íbúða sem þessi hópur réð við og náði hámarki í maí 2020 í nærri 1.600 íbúðum en þá dugði þessi greiðslugeta fyrir kaupum á 69,2 m.kr. íbúð. Þetta er helsta ástæða þess að eftirspurn eftir íbúðahúsnæði snarjókst við lækkun vaxta.“
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Sjá meira