Handbolti

Klár í slaginn eftir flensuna

Stefán Árni Pálsson skrifar
Elvar Örn Jónsson hefur ekki verið í landsliðshópnum síðustu tvo leiki vegna veikinda. 
Elvar Örn Jónsson hefur ekki verið í landsliðshópnum síðustu tvo leiki vegna veikinda.  vísir/vilhelm

„Það er æðislegt að geta hitt strákana aftur og komast líka á æfingu,“ segir Elvar Örn Jónsson leikmaður íslenska landsliðsins fyrir æfingu liðsins í Scandinavium höllinni í Gautaborg í gær.

Liðið mætir Svíum í öðrum leik liðsins í milliriðli í kvöld og verður leikurinn í raun að vinnast til að komast í 8-liða úrslitin.

„Ég fékk bara flensu og er búinn að vera slappur síðustu daga en er allur að koma til núna.“

Hann segir að auðvitað sé ekki gott að missa út tvo leiki í mótinu.

„Ég lenti reyndar í svipuðum aðstæðum í fyrra með Covid svo það er komin einhver reynsla í þetta. Ég hef verið duglegur að horfa á video og er að greina þá og er bara klár í slaginn.“

Elvar segir að leikurinn í kvöld verði mjög erfiður.

„Þetta eru núverandi Evrópumeistarar og frábærir í öllum stöðum. Þetta verður hörkuleikur og við þurfum að eiga algjöran toppleik til þess að vinna þá. Við vitum alveg hvað við getum þegar við lendum á toppdegi og höfum fulla trú á okkur. Þetta verður ógeðslega gaman með fjögur þúsund Íslendinga í stúkunni.“

Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni.

Klippa: Viðtal við Elvar Örn Jónsson fyrir leikinn gegn Svíum



Fleiri fréttir

Sjá meira


×