Þetta vona Íslendingar að gerist á HM á morgun Sindri Sverrisson skrifar 19. janúar 2023 10:01 Ísland mun fá rosalegan stuðning í Gautaborg á morgun frá sprenglærðum stuðningsmönnum. Þeir geta mætt snemma og stutt við bakið á Grænhöfðaeyjum og Brasilíu ef þeir vilja, því það gæti gagnast Íslandi. VÍSIR/VILHELM Strákarnir okkar þurfa að öllum líkindum á sigri eða að minnsta kosti jafntefli að halda gegn Svíþjóð á morgun til að komast í 8-liða úrslit á HM í handbolta. Tapi liðið mun það sennilega þurfa að treysta á önnur úrslit en það mun skýrast betur fyrir leikinn. Á morgun er næstsíðasta umferð milliriðlakeppninnar og mun Ísland mæta Evrópumeisturum Svía í lokaleik dagsins, klukkan 19:30 að íslenskum tíma. Áður en að því kemur mætast Grænhöfðaeyjar og Portúgal, og Brasilía og Ungverjaland. Svona er staðan fyrir leikina en tvö efstu liðin komast í 8-liða úrslit: Staðan í riðli Íslands þegar hvert lið á tvo leiki eftir. Tvö efstu liðin komast í 8-liða úrslit. Séu lið jöfn að stigum ráða innbyrðis úrslit stöðu þeirra, eða heildarmarkatala ef þau gerðu jafntefli.Wikipedia Það sem myndi henta Íslendingum best væri að Grænhöfðaeyjar og Brasilía fögnuðu sigri á morgun. Þá væri Ísland með örlögin í eigin höndum jafnvel þó að liðið tapaði gegn Svíum, og myndi duga að vinna Brasilíu á sunnudaginn. Sennilegra er hins vegar að Ísland missi Portúgal upp fyrir sig á morgun, og það myndi strax flækja málin. Portúgal mætir nefnilega Svíum á sunnudaginn og ef að Svíar vinna Ísland verða þeir búnir að tryggja sér efsta sæti riðilsins, og geta slakað alveg á gegn Portúgölum. Og ef að Ungverjar vinna Brasilíu og svo Grænhöfðaeyjar á sunnudag er alveg ljóst að það væri ekki nóg fyrir Ísland að vinna bara Brasilíu, til að ná 2. sæti. Ef Portúgal og Ungverjaland vinna bæði á morgun, en Ísland tapar, mun því aðeins veik von lifa um sæti í 8-liða úrslitum. Ísland þyrfti þá að treysta á sigur eða jafntefli Svía gegn Portúgal á sunnudag, í leik sem myndi ekki skipta Svía máli, og það að Grænhöfðaeyjar tækju stig af Ungverjum. Sigur eða jafntefli dugar alltaf til að Ísland ráði eigin örlögum Sigur gegn Svíum kæmi Íslandi hins vegar í algjöra kjörstöðu en liðið myndi þó alltaf þurfa að vinna Brasilíu á sunnudaginn einnig. Það myndi skila liðinu efsta sæti riðilsins og mögulega koma í veg fyrir leik við heimsmeistara Danmerkur í 8-liða úrslitum. Jafntefli gegn Svíum mun sömuleiðis duga Íslandi til að vera með örlögin í eigin höndum, sama hvernig aðrir leikir fara á morgun. Ísland þyrfti sjálfsagt sigur gegn Brasilíu en Portúgal væri þá eina liðið fyrir utan Svíþjóð sem gæti náð Íslandi að stigum, og innbyrðis úrslit myndu duga Íslandi til að komast í 8-liða úrslit. Að þessu leyti hjálpar það Íslandi að Portúgal og Brasilía skyldu gera jafntefli í gær. HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Sjá meira
Á morgun er næstsíðasta umferð milliriðlakeppninnar og mun Ísland mæta Evrópumeisturum Svía í lokaleik dagsins, klukkan 19:30 að íslenskum tíma. Áður en að því kemur mætast Grænhöfðaeyjar og Portúgal, og Brasilía og Ungverjaland. Svona er staðan fyrir leikina en tvö efstu liðin komast í 8-liða úrslit: Staðan í riðli Íslands þegar hvert lið á tvo leiki eftir. Tvö efstu liðin komast í 8-liða úrslit. Séu lið jöfn að stigum ráða innbyrðis úrslit stöðu þeirra, eða heildarmarkatala ef þau gerðu jafntefli.Wikipedia Það sem myndi henta Íslendingum best væri að Grænhöfðaeyjar og Brasilía fögnuðu sigri á morgun. Þá væri Ísland með örlögin í eigin höndum jafnvel þó að liðið tapaði gegn Svíum, og myndi duga að vinna Brasilíu á sunnudaginn. Sennilegra er hins vegar að Ísland missi Portúgal upp fyrir sig á morgun, og það myndi strax flækja málin. Portúgal mætir nefnilega Svíum á sunnudaginn og ef að Svíar vinna Ísland verða þeir búnir að tryggja sér efsta sæti riðilsins, og geta slakað alveg á gegn Portúgölum. Og ef að Ungverjar vinna Brasilíu og svo Grænhöfðaeyjar á sunnudag er alveg ljóst að það væri ekki nóg fyrir Ísland að vinna bara Brasilíu, til að ná 2. sæti. Ef Portúgal og Ungverjaland vinna bæði á morgun, en Ísland tapar, mun því aðeins veik von lifa um sæti í 8-liða úrslitum. Ísland þyrfti þá að treysta á sigur eða jafntefli Svía gegn Portúgal á sunnudag, í leik sem myndi ekki skipta Svía máli, og það að Grænhöfðaeyjar tækju stig af Ungverjum. Sigur eða jafntefli dugar alltaf til að Ísland ráði eigin örlögum Sigur gegn Svíum kæmi Íslandi hins vegar í algjöra kjörstöðu en liðið myndi þó alltaf þurfa að vinna Brasilíu á sunnudaginn einnig. Það myndi skila liðinu efsta sæti riðilsins og mögulega koma í veg fyrir leik við heimsmeistara Danmerkur í 8-liða úrslitum. Jafntefli gegn Svíum mun sömuleiðis duga Íslandi til að vera með örlögin í eigin höndum, sama hvernig aðrir leikir fara á morgun. Ísland þyrfti sjálfsagt sigur gegn Brasilíu en Portúgal væri þá eina liðið fyrir utan Svíþjóð sem gæti náð Íslandi að stigum, og innbyrðis úrslit myndu duga Íslandi til að komast í 8-liða úrslit. Að þessu leyti hjálpar það Íslandi að Portúgal og Brasilía skyldu gera jafntefli í gær.
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Sjá meira