Handbolti

Kristján Örn kemur inn fyrir Ólaf og Elvar er enn frá vegna veikinda

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kristján Örn Kristjánsson kemur inn en Elvar Örn Jónsson er áfram frá.
Kristján Örn Kristjánsson kemur inn en Elvar Örn Jónsson er áfram frá. Vísir/Hulda Margrét

Örvhenta skyttan Kristján Örn Kristjánsson fær sitt fyrsta tækifæri á heimsmeistaramótinu í handbolta en hann kemur inn í hópinn fyrir Ólaf Guðmundsson.

Ólafur Guðmundsson meiddist á læri í leiknum á móti Suður-Kóreu og getur ekki spilað meira á mótinu.

Kristján Örn, sem leikur með Pays d´Aix í Frakklandi, er síðasti leikmaður HM-hópsins sem fær að vera á skýrslu. Hann er frábær skytta og gæti boðið upp á langskot í sókn íslenska liðsins.

Elvar Örn Jónsson er enn veikur og getur ekki spilað þennan leik. Það er vonast til þess að hann verði búinn að ná sér fyrir Svíaleikinn á föstudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×