Handbolti

Leikþáttur Bjarka Más vakti kátinu félaga hans | Myndir

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ómar Ingi öskurhló þegar Bjarki brá á leik.
Ómar Ingi öskurhló þegar Bjarki brá á leik. Vísir/vilhelm

Bjarki Már Elísson og Aron Pálmarsson voru skammaðir af blaðamanni Kristianstadsbladet fyrir að mæta ekki í viðtal við miðilinn eftir tapið gegn Ungverjum.

Það var létt í Bjarka Má á fjölmiðlahittingi landsliðsins í dag og kallaði Bjarki hátt og skýrt að hann vildi endilega tala við sænska blaðamenn.

Við það sprungu félagar hans úr hlátri og gott að sjá að það er létt í drengjunum þrátt fyrir vont tap gegn Ungverjum.

Við þetta má svo bæta að enginn sænskur blaðamaður var á staðnum þannig að Bjarki og Aron eru enn í hundakofanum hjá Kristianstadsstadsbladet.

Kíminn Bjarki Már leitar að sænskum blaðamönnum.vísir/vilhelm

Aron Pálmarsson fékk líka að heyra það og hafði gaman af leikþætti vinar síns og herbergisfélaga.vísir/vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×