Tesla lækkar verð um 20 prósent: Hlakkar í sumum á meðan aðrir steyta hnefa Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 13. janúar 2023 19:03 Tesla hefur lækkað verð á bílum sínum um allt að tuttugu prósent. Bæði hér á landi og annars staðar. Getty/Sullivan Tesla lækkaði verð á bifreiðum sínum verulega í dag. Á Íslandi hefur verðið lækkað um allt að tuttugu prósent. Sumir telja sig svikna en aðrir taka verðlækkuninni fagnandi. Greint var frá því í dag að rafbílaframleiðandinn hefði lækkað verð á bifreiðum, bæði í Evrópu og í Bandaríkjunum. Lækkunin er mismikil eftir tegundum og útfærslu bílanna en í Danmörku nam lækkun allt að þrjátíu prósentum. Danska ríkisútvarpið greinir frá því að fjölmargir væru pirraðir yfir fréttunum. Bílasalar sem sætu á notuðum Teslum væru í öngum sínum. Aðrir, sem væru nýbúnir að kaupa Teslur, hefðu getað sparað sér fleiri hundruð þúsund. Tuttugu prósenta lækkun á Íslandi Eins og fyrr segir lækkaði verð hér á landi um allt að tuttugu prósent ef miðað er við söluverð með virðisaukaskatti. Viðskiptablaðið greinir frá því að nýjasta tegundin, jepplingurinn Model Y, hafi lækkað mest bíla eða um fimmtung. Þannig fari ódýrasta útfærsla bílsins úr 8,1 milljón niður í 6,5. Verð á fólksbílnum Tesla Model 3 lækkar öllu minna. Ef miðað er við ódýrustu útfærsluna nemur lækkunin um 200 þúsund krónum. Fjörugar umræður sköpuðust í Facebook-hópnum „Tesla eigendur og áhugafólk“ í dag vegna lækkunarinnar. Einn bölvaði því að hafa keypt bíl í desember. Hefði hann keypt bílinn í dag væri hann um 421 þúsund krónum ódýrari. Aðrir taka lækkuninni fagnandi. Friðrik Pálsson, eigandi Hótel Rangár, hefur fylgst vel með rafbílavæðingunni hér á landi. Hann var í hópi fjögurra sem riðu á vaðið og voru þeir fyrstu til að flytja Teslur hingað til lands. Hann segir í samtali við fréttastofu að lækkunin geti ekki talist annað en jákvæð. „Alveg stórkostlegt“ „Mér finnst eiginlega bara alveg stórkostlegt. Þetta eru ótrúlegar fréttir í rauninni, að það sé hægt í þessari stöðu sem nú er í gangi að hægt sé að lækka verð á bílum. Ég teldi miklu meiri ástæðu til þess að vera óánægður ef að bílarnir hefðu hækkað það mikið í verði að það yrði ómögulegt fyrir þá sem ætluðu sér að kaupa eftir áramót að kaupa þá ekki.“ Hann segir að Tesla virðist hafa greitt upp upphaflegan hönnunarkostnað á bílunum og því tekist að lækka verð. Framleiðandinn hafi hingað til breytt útliti Teslunnar lítið en hugbúnaðurinn sé þó uppfærður mjög reglulega. Eigendur eldri bíla sitji því ekki í súpunni. „Ég vona að þetta verði til þess að virkilega hleypa lífi í rafmagnsbílaflota Íslendinga. Mér finnst líklegt að þetta ýti enn frekar undir það að við hröðum þessari umbyltingu í umferð landsmanna, þessi orkuskipti í samgöngum sem okkur dreymir um.“ Bílar Vistvænir bílar Orkuskipti Tengdar fréttir Tesla Model Y mest seldi bíll ársins á Íslandi Toyota var með flestar seldar bifreiðar á árinu eða 3.395 eintök. Alls voru nýskráðar 23.287 bifreiðar á árinu. Það eru sambærilegar tölur og í fyrra þegar 22.133 ökutæki voru nýskráð. Tesla Model Y var mest selda einstaka undirtegundin með 1.035 eintök. Rafmagn varð hlutskarpast allra orkugjafa þegar upp var staðið. Upplýsingar eru fengnar af vef Samgöngustofu. 31. desember 2022 07:01 Gærdagurinn sá versti í átta mánuði hjá Tesla Virði hlutabréfa rafbílaframleiðandans Tesla var í gær lægra en það hefur verið í meira en tvö ár. Fjárfestar í Tesla óttast að Musk einbeiti sér of mikið að samfélagsmiðlinum Twitter. 28. desember 2022 13:37 Mest lesið Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Halda til loðnuveiða í kvöld Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira
Greint var frá því í dag að rafbílaframleiðandinn hefði lækkað verð á bifreiðum, bæði í Evrópu og í Bandaríkjunum. Lækkunin er mismikil eftir tegundum og útfærslu bílanna en í Danmörku nam lækkun allt að þrjátíu prósentum. Danska ríkisútvarpið greinir frá því að fjölmargir væru pirraðir yfir fréttunum. Bílasalar sem sætu á notuðum Teslum væru í öngum sínum. Aðrir, sem væru nýbúnir að kaupa Teslur, hefðu getað sparað sér fleiri hundruð þúsund. Tuttugu prósenta lækkun á Íslandi Eins og fyrr segir lækkaði verð hér á landi um allt að tuttugu prósent ef miðað er við söluverð með virðisaukaskatti. Viðskiptablaðið greinir frá því að nýjasta tegundin, jepplingurinn Model Y, hafi lækkað mest bíla eða um fimmtung. Þannig fari ódýrasta útfærsla bílsins úr 8,1 milljón niður í 6,5. Verð á fólksbílnum Tesla Model 3 lækkar öllu minna. Ef miðað er við ódýrustu útfærsluna nemur lækkunin um 200 þúsund krónum. Fjörugar umræður sköpuðust í Facebook-hópnum „Tesla eigendur og áhugafólk“ í dag vegna lækkunarinnar. Einn bölvaði því að hafa keypt bíl í desember. Hefði hann keypt bílinn í dag væri hann um 421 þúsund krónum ódýrari. Aðrir taka lækkuninni fagnandi. Friðrik Pálsson, eigandi Hótel Rangár, hefur fylgst vel með rafbílavæðingunni hér á landi. Hann var í hópi fjögurra sem riðu á vaðið og voru þeir fyrstu til að flytja Teslur hingað til lands. Hann segir í samtali við fréttastofu að lækkunin geti ekki talist annað en jákvæð. „Alveg stórkostlegt“ „Mér finnst eiginlega bara alveg stórkostlegt. Þetta eru ótrúlegar fréttir í rauninni, að það sé hægt í þessari stöðu sem nú er í gangi að hægt sé að lækka verð á bílum. Ég teldi miklu meiri ástæðu til þess að vera óánægður ef að bílarnir hefðu hækkað það mikið í verði að það yrði ómögulegt fyrir þá sem ætluðu sér að kaupa eftir áramót að kaupa þá ekki.“ Hann segir að Tesla virðist hafa greitt upp upphaflegan hönnunarkostnað á bílunum og því tekist að lækka verð. Framleiðandinn hafi hingað til breytt útliti Teslunnar lítið en hugbúnaðurinn sé þó uppfærður mjög reglulega. Eigendur eldri bíla sitji því ekki í súpunni. „Ég vona að þetta verði til þess að virkilega hleypa lífi í rafmagnsbílaflota Íslendinga. Mér finnst líklegt að þetta ýti enn frekar undir það að við hröðum þessari umbyltingu í umferð landsmanna, þessi orkuskipti í samgöngum sem okkur dreymir um.“
Bílar Vistvænir bílar Orkuskipti Tengdar fréttir Tesla Model Y mest seldi bíll ársins á Íslandi Toyota var með flestar seldar bifreiðar á árinu eða 3.395 eintök. Alls voru nýskráðar 23.287 bifreiðar á árinu. Það eru sambærilegar tölur og í fyrra þegar 22.133 ökutæki voru nýskráð. Tesla Model Y var mest selda einstaka undirtegundin með 1.035 eintök. Rafmagn varð hlutskarpast allra orkugjafa þegar upp var staðið. Upplýsingar eru fengnar af vef Samgöngustofu. 31. desember 2022 07:01 Gærdagurinn sá versti í átta mánuði hjá Tesla Virði hlutabréfa rafbílaframleiðandans Tesla var í gær lægra en það hefur verið í meira en tvö ár. Fjárfestar í Tesla óttast að Musk einbeiti sér of mikið að samfélagsmiðlinum Twitter. 28. desember 2022 13:37 Mest lesið Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Halda til loðnuveiða í kvöld Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira
Tesla Model Y mest seldi bíll ársins á Íslandi Toyota var með flestar seldar bifreiðar á árinu eða 3.395 eintök. Alls voru nýskráðar 23.287 bifreiðar á árinu. Það eru sambærilegar tölur og í fyrra þegar 22.133 ökutæki voru nýskráð. Tesla Model Y var mest selda einstaka undirtegundin með 1.035 eintök. Rafmagn varð hlutskarpast allra orkugjafa þegar upp var staðið. Upplýsingar eru fengnar af vef Samgöngustofu. 31. desember 2022 07:01
Gærdagurinn sá versti í átta mánuði hjá Tesla Virði hlutabréfa rafbílaframleiðandans Tesla var í gær lægra en það hefur verið í meira en tvö ár. Fjárfestar í Tesla óttast að Musk einbeiti sér of mikið að samfélagsmiðlinum Twitter. 28. desember 2022 13:37